Jæja, hver man ekki eftir MUNUM dagbókinni sem ég gaf í fyrra? Svei mér þá – ég sá aðra hverja manneskju með dagbókina, enda þrusu góð og nauðsynleg fyrir fólk sem langar til að skipuleggja sig og framkvæma hlutina. Þið getið lesið ykkur til um dagbókina í þessari færslu – en mér finnst einnig vert að minnast á þær breytingar sem voru gerðar á henni en tekið var mið af ábendingum frá viðskiptavinum.
Kápan er úr ítölsku gæðaefni sem er jafn mjúkt og leður en er 100% “animal free”. Eins er meira pláss í bókinni fyrir skrif. Rauðum dögum hefur verið bætt inn á. Einnig bættu þær við 100 atriða lista (til að fylla út) yfir hluti sem manni langar til að gera á lífsleiðinni. Markmiðasetningin er sett upp með ákveðnum hætti til að auka líkur á að maður nái markmiðum sínum. Matar- og æfingargluggarnir eru á sínum stað.
Svo má til gamans geta að hægt er að spara um 20% ef matarinnkaup eru plönuð fram í tímann. Klárlega eitthvað sem ég þarf að tileinka mér því ég næ engu jafnvægi með þessi matarinnkaup, annað hvort er ísskápurinn tómur eða fullur.. eða þá þannig að ég er að tína út vörur sem eru útrunnar.
Útgáfufögnuðurinn er milli 17-19 í dag á KEX Hostel, þann 1. desember og bjóða þær stöllur upp á flottan díl á Munum dagbókinni. Hann er eftirfarandi:
Ein bók 3500kr.
Tvær bækur 6000kr.
Þrjár bækur 7500kr.
Nælið ykkur í eintak, eða gefið í jólagjöf.. æðisleg bók sem gefur lífinu lit :)
Skrifa Innlegg