Vinkona mín benti mér á þessa æðislegu verslun sem ber nafnið VIGT. Ég kolféll fyrir öllum þessum flottu vörum, þær eru alveg í mínum anda. Frekar hráar en samt svo hlýlegar. Þær mæðgur Hulda, Arna, Hrefna og Guðfinna eru hönnuðurnir á bak við VIGT. Vigt er starfrækt í húsnæði sem á árum áður hýsti Hafnarvigt Grindavíkur og þaðan er nafnið dregið. Verslunin er staðsett í Grindavík. Grindavík er skemmtilegur bær sem mér þykir gaman að heimsækja. Það er svo fallegt að sjá hraunið umlykja bæinn. Húsin mörg hver eru mjög falleg og svo minnir mig að Grindvíkingar skreyti ansi mikið yfir hátíðarnar. Því er tilvalið að gera sér dagamun og taka rúnt í Grindavíkina fögru – skoða bæinn, skoða VIGT og enda jafnvel á Bláa Lóns svamli í snjónum. Það er fátt betra en heimsókn í Lónið á köldu og snjóþungu vetrarkvöldi.
Glerboxin eru handsmíðuð og máluð hjá VIGT. Tilvalið fyrir myndir og smáhluti. Geta bæði staðið og legið. Þessi glerbox eru alveg æði.
Svartir hringlóttir bakkar úr harðpressuðum við. Smíðaðir og handmálaðir hjá VIGT.
Póleruð horn sem eru tilvalin til að skreyta heimilið. Hornið getur legið eða hangið uppi á vegg. Hornin eru 100% náttúruleg og koma frá Nígeríu í Afríku og eru unnin í Danmörku.
Jólaskrautið þeirra er æðislegt og stílhreint. Ég á meira að segja nokkuð svipaða jólakarla sem ég keypti af eldri borgurum en mér finnst þessir hvítu algjör æði. Þeir slá mínum út. Þeir koma í þremur mismunandi stærðum og eru saumaðir hjá VIGT. Eins koma þeir í þremur litum, dökkbrúnum, kremuðum og rauðum. Nýjasta nýtt eru þessar servíettur hjá þeim.
Kertin sem bera nafnið ALTERLYSET eru handmótuð kerti sem framleidd eru úr 100% steríni sem unnið er úr pálmaolíu. Bómullarþráðurinn tryggir að kertin brenni hægt og jafnt. Stafirnir á aðventukertunum og dagatalakertunum eru handprentaðir með umhverfisvænu vaxi. Þau standa ein og sér og koma í fimm mismunandi stærðum. Svo má líka sjá krukkukerti þarna, púða og margt annað.
VIGT.IS
INSTAGRAM.COM/VIGTVIGTVIGT
Finnst ykkur þetta ekki æðislegt allt saman? Ég er alveg heilluð, sérstaklega eftir að ég sá vörurnar hjá vinkonu minni í dag. Þjónustan er víst líka mjög persónuleg og alveg til fyrirmyndar.
Skrifa Innlegg