fbpx

Nýtt hjá VIGT

ÍSLENSK HÖNNUN

Uppfært:

Í dag kynna þær mæðgur nýjung hjá sér í Grindavík, en það er jólatrésfótur. Það stendur Karen Lind utan á honum.. en þar sem ég er ekki með jólatré í ár mun ég ekki fjárfesta í honum. Engu að síður veit ég að hann mun slá í gegn, enda ótrúlega flottur.. allra flottasti jólatrésfótur sem ég hef séð. Finnst ykkur hann ekki trylltur?

screen-shot-2016-12-10-at-1-46-38-pm

Ég fór í heimsókn í VIGT um daginn, þá aðallega til að kaupa gjöf handa vinkonu minni en þar sem það var “Fjörugur föstudagur” í Grindavík (síðasti föstudagurinn í nóvembermánuði) spurði ég þær hvort ég mætti ekki sýna vörurnar þeirra og verslunina inni á Trendnet snapchat-reikningnum (trendnetis). Mér fannst tilvalið að ná nýta reikninginn okkar á Trendnet því ég hef fengið ótal fyrirspurnir um verslunina eftir að ég fór að skrifa um hana hér. Umfjallanirnar um VIGT eru ekki kostaðar á neinn hátt, ég hef bara skrifað um verslunina því mér þykir hún svo dásamleg – en þær mæðgur hafa tvisvar gefið mér ótrúlega fallegar þakkargjafir. Þær Hulda, Hrefna, Guðfinna og Arna eru svo ótrúlega hlýjar og vinalegar.. algjörar perlur.

Ég er skráð á póstlista hjá þeim eftir að ég keypti altariskertin hjá þeim & fékk því mail með nýjustu vörunum þeirra. Mér líður stundum eins og þær lesi hug minn, en allar vörurnar falla beint í kramið hjá mér. Ég væri sko alveg til í að Hús & Híbýli kíkti heim til þeirra í innlit (mig minnir reyndar að þeir hafi þegar kíkt heim til Örnu).

0b780c45-78c8-4adb-a220-48fbf4d17f32
Hér að ofan má sjá viðbót við ilmlínuna og ber hún heitið OKKAR. Kertið kemur í tveimur ilmum (OKKAR No.1 og 2) og stærðum. Að ofan má sjá minni týpuna í nýjum og ótrúlega smart umbúðum. Lyktin er svo ljúf og “yogaleg”.. hún er satt að segja með ólíkindum góð. Þær gáfu mér OKKAR No.2 ásamt ilmstöngum – ég hlakka til að setja það upp inni á baði.

Hér er lýsing á OKKAR No. 2.

Yfirtónn: Sítrónumynta | Lime | Eucalyptus

Miðtónn: Lavender | Pipar | Greni | Fura

Undirtónn: Sedrusviður | Benzoe

9414072f-9d50-43c3-ac40-03c8dd8f46cd
Nýir púðar í: Rósableikum | Dröppuðum | Gráum

e4f2266e-cb0c-47d9-b548-83b03b1d243e
Hér að ofan má sjá drappaðan og gráan.

15267950_1183176695096399_8178281916764852013_n
Það má sko finna fallega jólagjöf hjá þeim.. hér eru opnunartímarnir í desember.

karenlind1

 

Í uppáhaldi: Snuggle Nest

Skrifa Innlegg