Stofudetails

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Bleikt púðaver hefur verið á listanum í einhvern tíma.. ég sá til að mynda einn trylltan púða í Feldi um daginn – eða okay janúarmánuði – sem mig langaði ótrúlega að eignast. Yfirþyrmandi flottur… hann var svona nokkurn veginn “stuck on my mind” & endaði með að fara aftur í Feld en þá var hann auðvitað seldur.

Ég rakst svo fyrir tilviljun á fölbleikan lambapúða í Osló – hann á aftur á móti ekki roð í þann sem ég sá í Feldi en ég er engu að síður alsæl með hann. Ég er með blæti fyrir bleikum eins og meðbloggari minn Svana en á aftur á móti ekki mikið í bleiku. Í kaupbæti fékk ég einhvers konar dauða pöddu.. ég lá í sófanum.. og fann hana þegar ég strauk fingrunum í gegnum púðann. Oj! Ég veiddi hana úr með gaffli og var skíthrædd við hana þrátt fyrir ekkert lífsmark í blessuninni.. (“.)

Fyrr í vetur eignaðist ég draumateppið eða Fox Blanket frá Scintilla.. jú, það er örlítið bleikt í því líka. Litasamsetning á því er svo djúsí og setur smá twist á svartan sófann. Teppið er svo humongous og djúsí að það liggur við að Davíð finni mig ekki þegar ég nota það. Þetta er mögulega mesta lúxusteppið.. en það er framleitt í Skotlandi, á sama stað og ullarvörur Louis Vuitton eru framleiddar.. og mögulega ullarvörur Hermés ef ég man rétt? Leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál.

   
Púði: Fæst hér (bleiki uppseldur)
Teppi: Fæst hér
Kaffibolli: Fæst hér .. smá grín.. en ég elska þennan bolla svo þetta fær að fljóta með

… fullkomnun

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

No joke.. it’s puurfect!

Kerti og nóg af þeim.. það er ég. Ég á svo mörg kerti að ég þurfti að gefa þeim heila hillu í eldhússkápnum. En ekkert kerti getur toppað þetta sem ég fékk í vikunni (lyktin er líka sööömþin’ else). Ég mætti alveg eyða peningnum í skynsamari hluti en kerti í orlofinu, en þegar kertaskálin lýsir upp hið svartasta skammdegi og veitir manni yfirborðskennda hamingju í tvo daga… þá er þetta í lagi. Ég er auðvitað að ýkja aðeins en bah, hjálp – f a l l e g t. Svo var blómavasinn líka búin að röfla í mér út í eitt.. að biðja um systkini og ég ákvað að gefa undan. Nú er bræðurnir orðnir tveir (sjá hér). Meðvirk og ljúf móðir sem ég er.

Ég henti Jónatan ofan á Kim.. ég hef fengið nokkra gesti í heimsókn sem hafa klórað sér í hausnum og velt því fyrir sér af hverju ég vilji eiga þessa bók. Samt kíkja allir í hana – og allir eiga það sameiginlegt að staldra sérstaklega við á svörtu blaðsíðunum. Mér finnst þetta skemmtilega grilluð bók (sem ég tengi þó sérstaklega lítið við) en það er gaman að hafa hana á borðinu.. ætli ég kaupi ekki líka seinni útgáfuna sem kom út fyrir einhverjum mánuðum?


Barstólarnir mínir: About a stool

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITTHÚSGÖGN

Þegar við tókum eldhúsið (og allt hitt) í gegn fóru miklar pælinar í gang um hvernig eldhúsrýmið ætti að vera. Við vildum stórt eldhús – nóg af skápaplássi – mikið flæði og nægt vinnupláss sem þýddi bara eitt: stór eyja. Við felldum niður vegg í eldhúsinu og inn í borðstofurýmið. Í borðstofurýminu stendur nú eyja sem er alveg ótrúlega stór (204×110) og satt að segja í miklu uppáhaldi. Ég var alveg staðráðin í því hvaða barstóla ég myndi fá mér við eyjuna.. sérstaklega eftir að ég sá þá heima hjá vinkonu minni. Þeir eru nefnilega margfalt flottari í heimahúsi en í sýningarrýminu í Epal. Ég sýndi stólana á snapchat þegar ég sótti þá – sem er reyndar frekar langt síðan.. og þar fékk ég nokkrar fyrirspurnir. Æskuvinkona mín var svo hrifin af þeim að hún fór og keypti nokkra við sína eyju.

Ég ætla ekkert að spara það en ég er nokkuð viss um að ég hefði ekki getað keypt betri barstóla. Ég verð að taka saman nokkra kosti þeirra:

Þægilegir
Léttir (mikill kostur fyrir barstól)

Auðvelt að þrífa þá
Fæturnir eru ekki úr stáli/króm (mér finnst sjást svo vel á því)
Einfaldir í útliti og stílhreinir
Taka ekki mikið pláss
Það er hægt að ýta þeim undir borðplötuna (ef mig vantar plássið)
Þeir njóta sín þegar þeir eru dregnir út (ég vil hafa þá útdregna því þeir eru svo fallegir :)
Stöðugir.. þeir haggast hreinlega ekki á gólfinu. 
Tímalausir & gæjalegir… jebb, ég mun eiga þá forever.
Ekki of plássfrekir á athygli en setja samt punktinn yfir i-ið.

screen-shot-2017-03-12-at-11-51-07-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-15-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-05-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-46-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-31-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-22-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-49-am

screen-shot-2017-03-13-at-1-32-01-pm

Ég ætlaði að vera búin að skrifa þessa færslu fyrir einhverju síðan en þar sem eyjan var ekki tilbúin þá fannst mér alveg ómögulegt að taka myndir með hálftilbúna innréttingu. Það þarf nefnilega alltaf eitthvað að fara úrskeiðis, allar hliðarnar á eyjunni komu í vitlausum málum og því þurfti allt heila klabbið að fara aftur til smiðsins.

Finnst ykkur þeir ekki sjúúúklega flottir? Þeir heita About a Stool og eru frá HAY. Ef ykkur langar að skoða stólana þá eru þeir á efri hæðinni í Epal Skeifunni. Færslan er unnin í samstarfi við Epal.

karenlind1

Montana vs. EKET

HEIMILIÐ MITT

Montana hillur mega sko alveg verða mínar.. en ég var ekki að fara eyða svo miklum pening í tvær fyrirferðalitlar hillur, sem henta jafnvel bara akkurat núna í þetta rými. Kannski myndi ég kaupa þær fyrir framtíðarhúsnæðið.. kannski bara aldrei… allavega kaupi ég þær alls ekki þegar ég finn svona fínar frá IKEA sem líta nánast eins út. Auðvitað eru gæðin talsvert lakari. En þegar kemur að tveimur saklausum hillum þykir mér algjör óþarfi að eyða 110 þúsund krónum í þær. Ég keypti þessar tvær í IKEA og setti þær í forstofuna. Við geymum lykla í öðrum skápnum.

screen-shot-2017-02-18-at-4-57-05-pmscreen-shot-2017-02-18-at-4-56-36-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-45-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-53-pm

Blómapottinn keypti ég í IKEA, plöntuna í Garðheimum og glerhausinn keypti ég í Bandaríkjunum. Vinur minn hann Eyjó var með mér þegar ég keypti hann. Ég var ólétt og því hélt hann á honum fyrir mig ásamt öðru dóti. Það kom því ekki annað til greina en að skíra glerhausinn Eyjó. Ég rauk að glerhausnum í búðinni.. mér fannst hann geggjaður. Ég er svo sem ekki viss um að Eyjó hafi þótt hann jafn flottur. En mikið sem við hlóum… eflaust var þessi glerhaus búinn að vera til í einhverja mánuði án þess að einhver liti við honum.

Með hurð: fæst hér.
Án hurðar: fæst hér.

karenlind1

Voal gardínur að degi til

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Jæja.. ég er ansi viss um að margir hafa beðið eftir þessari færslu því ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir á snapchat um gardínurnar. Ég hef svarað viðkomandi prívat með video-útgáfu svo ef þið hafið einhverjar spurningar og langar að sjá þær “live” þá megiði endilega bæta mér við á snapchat (@karenlind). Svo er líka mjög gaman að fá sendar myndir frá öðrum sem hafa fengið sér gardínurnar í kjölfarið. Voal gardínurnar keypti ég í Z-brautum og gluggatjöldum eftir að hafa gert verðsamanburð í þessum helstu verslunum.  Ég miðaði við saumaskap og efniskostnað, en ekki uppsetningu þar sem það var mjög auðvelt að setja þær upp í okkar tilviki. Þá bæði brautirnar sem og að þræða efninu á þær. Z-brautir og gluggatjöld voru ódýrastir og svo svo leist mér mjög vel á efnið þeirra og því urðu þeir fyrir valinu. Afsakið mig, en þetta kemur svo djöfulli vel út. Þær vefja heimilinu inn í bómul og gera það extra hlýlegt. Ég er búin að vera með þær uppi í nokkra mánuði og ég fæ ennþá alltaf þessa góðu tilfinningu að vakna á morgnana.. þetta er bara of kósí.

Einn helsti kosturinn við að láta sérsauma gardínurnar eru fjöldi vængja. Ég er aðeins með tvo vængi yfir 8 metra glugga, þeir skiptast í miðjum glugga. Ég skoðaði tilbúnar voal gardínur (RL) en þá er hver vængur eitthvað um 1-2 metrar (minnig mig).. ef ég væri með þær gardínur heima þyrfti ég að vera með endalaust marga vængi sem mér finnst ekki smart því það myndast göp inn á milli þeirra. Í öðru lagi er blýþráðurinn mikill kostur… en það er blýþráður neðst á sérsaumuðum gardínum sem þyngir þær og það gerir herslumun get ég sagt ykkur. Þá bæði vegna þyngdaraflsins og gegnumtrekks. Ekki nenni ég að hafa þær á fleygiferð ef útidyrahurðin eða gluggi séu opnuð.

Mig langar til að sýna ykkur þær í dagsbirtu og kvöldbirtu.. svo færslan verður tvískipt. En eins og ég skrifaði um síðast (sjá hér) þá eru tveir hlutir sem mér finnst skipta mjög miklu máli þegar Voal gardínur eru settar upp. Þetta er það sem ég bað um og þessu mæli ég 100% með:

  1. Að þær séu 1 sentímetra frá gólfinu. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að gardínurnar sé ca. 1 sentímetra frá gólfi. Það er alls ekki fallegt að hafa þær nokkrum sentímetrum frá gólfi.. það er jafn ljótt að mínu mati og þegar þær liggja á gólfinu. Þessi eini sentímetri er fullkomið bil. Hafa þarf þó í huga að maður þarf að lyfta þeim upp þegar gólfið er ryksugað. Það er kannski eitthvað sem mun pirra suma en það truflar mig ekki.
  2. Að biðja um 150% rykkingu. Starfsmenn mæla jafnvel með 100% rykkingu ef maður hefur ekki sérstakt álit á því hvað maður vil. Því meiri rykking, því hlýlegri verða þær. Þær verða þéttari og það sést ekki jafn mikið inn né út. Mér finnst þær koma betur út við brautina sjálfa, en þegar það er lengra bil milli hjólanna líta þær ekki jafn “djúsí” út. Fyrir vikið er efniskostnaður auðvitað dýrari en mér finnst það algjörlega þess virði.
  3. Að þær teygi sig frá lofthæð niður í gólfhæð. Það hefði verið algjört “waste of space” að láta þær ekki ná til lofts. Að mínu mati er það fallegra, en það fer auðvitað eftir gluggastærð. Ég hefði líka tekið þær alla leið upp í loft þó svo gluggarnir heima væru minni.. ég held það sé meðal annars trikkið til að fá þetta svona kósí.

screen-shot-2017-01-16-at-4-27-52-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-41-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-29-28-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-39-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-28-59-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-51-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-26-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-30-32-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-10-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-56-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-30-19-pm
Jæja hvað finnst ykkur? Ég fékk mér Voal fyrir þrjá glugga í stofurýminu, svalahurðina þar á meðal. Þær eru dásamlegar og algjörar draumagardínur ef svo má að orði komast. Guðrún Helga í Z-brautum hjálpaði mér, mæli með að heyra í henni ef ykkur langar að skipta um gardínur. Z-brautir og gluggatjöld eru til húsa í Faxafeni 14 í Reykjavík. Færslan er unnin í samstarfi við verslunina :)

karenlind1

Svartir veggir og bleik handklæði

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Ahhhh! Ég er enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi og mála mig fram á gangi.. það síðarnefnda skiptir svo sem ekki máli þar sem ég er nánast hætt að mála mig svona on daily basis. En baðherbergið fer að verða tilbúið á næstu dögum, það veltur allt á handlauginni sem við veljum því þá er hægt að stilla hæð innréttingarinnar og spegilsins. Ég hef ekki fundið þá réttu hingað til.. jú, fann reyndar eina handlaug en hún var svo hrikalega dýr að mér fannst það hálf furðulegt. Handlaugin verður ofan á borðplötunni svo við tökum ekki geymslupláss frá innréttingunni. Það er af skornum skammti þar sem baðherbergið er ekki stórt.

Við ákváðum að halda einum vegg (þrír þeirra eru flísalagðir), en hann heilspörtluðum við og máluðum hvítan til að byrja með. Svo féll ég alveg fyrir þessum ótrúlega dökka lit, en ég rakst á hann á Borðinu á Ægissíðunni og fékk númerið á honum í kjölfarið. Hann er nánast svartur en það má sjá gráan keim í honum.. svo er hann með engu gljástigi (að mig minnir) sem gerir hann alveg sjúklega flottan.

Handklæðin frá Scintilla setja alveg punktinn yfir i-ið en þau sá ég fyrir mér frá byrjun.. á þessum ótrúlega fyrirferðalitlu handklæðasnögum sem ég fékk í Tengi. Handklæðin eru úr 100% lífrænum bómul með grafísku mynstri… og bleiki liturinn er æði. Mig langar í fleiri liti frá þeim til að hafa til skiptana. Flestir litirnir færu vel við.

img_0279 img_0285 img_0286

Loftið er núna hvítt en ég hef ákveðið að mála það í sama lit… það verður frekar dimmt yfir baðherberginu en mig langar að hafa það þannig. Lýsingin verður þá bara aðeins meiri :-) Ég held ég fari í það að mála loftið í dag.. það er að segja ef hún heldur áfram að vera svona vær.
karenlind1

Innflutningsgjöf

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Vinkonur mínar hlusta greinilega á mig.. en ég hafði orð á því við eina þeirra að ég ætlaði að kaupa mér bakka inn á bað frá VIGT. Vaskurinn verður til að mynda vinstra megin uppi á innréttingunni til að það sé pláss fyrir eitthvað fallegt stáss hægra megin. Ég sá alltaf bakkann frá VIGT fyrir mér, skreyttan með fallegu kerti, til dæmis frá VOLUSPA og einhverju fleira.

Ég fékk hringlóttan bakka frá þeim í stærð 2 og þar að auki bættu þær við myndarammaboxi í stærð 22×27. Myndarammaboxið var líka á óskalistanum og ég er alsæl að eiga hvort tveggja. Ég þarf að bæta við annarri færslu þegar ég hef útfært bæði en ég sé fyrir mig að gott safn af polaroid myndum í myndarammaboxinu. Hugmyndin er svo sú að gestir geti opnað boxið og flett í gegnum myndirnar.. sjarmerandi og persónuleg hugmynd hjá þeim hjá VIGT.

screen-shot-2016-11-09-at-4-03-54-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-01-pm-1 screen-shot-2016-11-09-at-4-04-08-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-16-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-24-pm

Hringlóttur bakki fæst hér
Myndarammibox fæst hér
Heimasíða VIGT
karenlind1

Hillurnar í Søstrene Grene

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Þeir sem hafa fylgst með mér á snapchat (@karenlind) tóku eftir því að ég fór í hilluleiðangur í Søstrene Grene. Einhvern tímann er allt fyrst.. ég stóð í röð og beið eftir hillunum eins og mjög margir. Ég játa að ég hafði ekki hugmynd um að það yrði röð, svo ég var ekkert að koma eitthvað sérstaklega tímanlega og var því eiginlega aftast í röðinni. Ég komin 36 vikur á leið stóð þarna.. og beið á meðan það var hleypt inn í hollum eða tíu manns í einu. Já, Søstrene Grene tók sem betur fer upp á aðgangsstýringu rétt eins og Bláa Lónið.

Ég var ákveðin í því að kaupa String hillur inn í eldhús til okkar.. en svo komu þessar og ég hugsaði með mér að ég væri alveg jafn til í þær og hinar. Það er margt annað sem við þurfum að gera og því frábært að geta keypt svona “staðgengla” á ótrúlega fínu verði. Hillurnar hafa verið settar saman & þær eru mjög flottar. Verðið á þeim endurspeglar ekki gæðin, mér finnst þær einmitt alveg vera meira virði.

Þegar ég hafði tekið hillurnar sem mig langaði í voru tveir kassar eftir.. já, ég var næst síðasta til að ná hillum. Ekta ég. Annars tók ég vitlausar hillur í öllum hamaganginum og þarf að fara AFTUR og hanga í þessari hel***** röð. Hver er að djóka í mér með það?

14302582_10210305293810959_890074517_n14302806_10210305293770958_2092237174_n14256795_10210305293850960_1440879441_n14269845_10210305294010964_26956186_n14256800_10210305294130967_968726650_n14331142_10210305293730957_1191238986_n14302604_10210305293970963_1815608738_n
Ég bíð þá bara eftir næstu sendingu og stend í röð… það er að segja ef ég verð ekki búin að eiga. Oh, meiri vitleysan. Ég er ekkert að nenna að standa í þessu – enda átti ég aldrei von á þessari röð til að byrja með. En annars mæli ég með þessum hillum, og það kemur önnur sending einhvern tímann í september.. ég fylgist með á FB síðunni þeirra en þar kemur tilkynningin.

karenlind

Parketlögn og undirlag

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Við færumst alltaf aðeins nær því að vera búin í framkvæmdum. Það tók okkur fjóra mánuði frá því við fengum afhent og vorum flutt inn, en við fluttum nýlega inn þrátt fyrir að það vanti nokkra hluti. Maður lifir svo sem með því í einhvern tíma, en við ákváðum að taka eitt í einu. Bæði skynsamlegt fyrir budduna og andlega líðan. Svo finnst mér líka mjög gott að gera hlutina svona hægt og rólega, því það er margt sem breytist á leiðinni, t.d. efnisval, litasamsetning og annað. Við höfum farið í ótalhringi með margt og satt að segja finnst mér betra að taka ákvörðun þegar ég hef eytt smá tíma í umhverfinu.

Við keyptum parket og undirlag frá Birgisson ehf. Áður en við tókum ákvörðun um parket höfðum við þrætt ýmsar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og það sem ég gerði mér ekki grein fyrir er hve mikið viðmót og þjónustulund hefði áhrif á valið. Það má segja að það hafi vegið meira því við vorum fljót að fara út úr þeim verslunum þar sem viðmótið var dapurt. Birgisson var með framúrskarandi þjónustu.. og ég get sko svarið fyrir það að ég pæli rosalega í þjónustu og öllu sem viðkemur henni. Ég er eiginlega óþolandi kröfuhörð. Ég ákvað því að athuga á Birgisson og mögulegu samstarfi – sem þeir voru opnir fyrir. Samstarfið var þá þannig að ég fékk afslátt af bæði parketi og undirlagi.

Ég tók ákvörðun varðandi bloggið og umfjallanir (eftir að ég rak mig á varðandi umfjöllun sem ég tók að mér), en ákvörðunin var sú að frá þeim degi myndi ég sjálf leitast eftir samstarfi við verslanir en ekki taka við vörum óumbeðin. Mér finnst það ekki sannfærandi og sem heiðarlegri manneskju vakti það fram óþægilegar og vondar tilfinningar (í þetta eina sinn sem ég lenti í pyttinum).

Það skiptir mig mjög miklu máli að taka svona hluti fram, þá bæði vegna trúverðugleikans og mannorðs míns. Allavega, þessi færsla er um undirlagið sem er ótrúlega gott.. það eru orð frá mér, smiðnum sem lagði parketið fyrir okkur, nágrannanum á neðri hæðinni (lítið hljóð berst niður) og sömuleiðis smiðnum sem lagði parketið fyrir mömmu og systur mína (þær keyptu líka parket og undirlag í Birgisson fyrr á árinu). Smiðurinn okkar sagðist ekki hafa lagt jafn gott undirlag.. og eflaust hefur hann lagt þau mörg.

Screen Shot 2016-07-14 at 3.48.26 PMScreen Shot 2016-07-14 at 3.48.46 PMScreen Shot 2016-07-14 at 3.49.01 PMScreen Shot 2016-07-14 at 3.49.46 PMScreen Shot 2016-07-14 at 3.50.07 PM

Undirlagið skiptir gríðarlega miklu máli og það er víst gott að spara í öllu öðru en undirlagi, því það getur látið sæmilegasta gólfefni virka betra en það er. Hér eru nokkrir mjög góðir punktar sem ég fékk frá Birgisson varðandi undirlagið.

1. Það er hljóðeinangrandi/hljóðdempandi fyrir bæði nágrannann og það rými sem þú býrð sjálfur í.

2. Það glymur meira í harðparketi en venjulegu viðarparketi, og því skapast jafnvel óþarfa endurkast ef rétt undirlag er ekki valið. Og mikilvægt er að hafa það í huga að ekki er allt undirlag sem hljóðeinangrar bæði upp og niður.

3. Undirlagið mýkir og þéttir ágang á gólfefninu. Það verður mun þægilegra í alla staði að ganga á því, sérstaklega þegar um harðparket er að ræða þar sem það er harðara ágangs en venjulegt viðargólf.

4. Besta undirlagið frá Birgisson kallast Duratex frá Interfloor (við völdum það). Heildarþykktin á því er 3.6mm en við ágang getur það samþjappast niður í 2.2mm án þess að missa heildarþykkt, þ.e.a.s. undirlagið þenst aftur út í 3.6mm. Það segir manni að þegar gengið er á því skapast ákveðin mýkt án þess að efnið missi eiginleika sína.

Að velja rétt undirlag er að mati flestra sem þekkja til algjör grunnundirstaða þess að maður verði sáttur með gólfefni sem var valið. Við erum satt að segja mjög ánægð með undirlagið. Það hentar okkar rými fullkomlega, enda mikið um glugga og rýmið er frekar opið eftir að við tókum niður veggi og stækkuðum hurðargöt. Ef ég myndi gera þetta aftur, yrði sama undirlag fyrir valinu. Það er alveg eðal.

Facebook Birgisson ehf
Heimasíða Birgisson ehf

karenlind

Fimm flottir hlutir sem fegra heimilið

HEIMILIÐ MITTHÖNNUNÍSLENSK HÖNNUN

Ég er ekki mikið fyrir smáhluti inn á heimilið mitt. Stórir og plássfrekir hlutir, sem þurfa lítið annað en sjálfan sig eru í uppáhaldi hjá mér. Það er ekki þar með sagt að ég ætli ekki að hafa neina smáhluti á nýja heimilinu, en þeir verða allavega í minna mæli en áður. Ég er dugleg við að skipta hlutum út og setja þá í pásu. Það auðveldar líka bara svo margt, eins og þrif og frágang.

Skúlptúr af kvenlíkamanum eftir Guðrúnu Halldórsdóttur myndlistarkonu. Mikið er þetta afskaplega fallegt. Ég geri mér engan veginn grein fyrir verðlagningu en þetta hlýtur að kosta sitt.

Facebook Guðrúnar Halldórsdóttur

Screen Shot 2016-08-31 at 12.07.20 PM

Málverk eftir Hörpu Einarsdóttur (ZISKA ART). Þvílíkur listamaður sem sú kona er. Ég fíla stílinn hennar sérstaklega… drungalegur og þungur, og veitir manni mikið svigrúm til að túlka að vild. Mér finnst mjög gaman að list sem hægt er að túlka á mismunandi vegu. Ég væri til í eitt stórt olíumálverk eftir hana.

Facebook ZISKA ART

Shell chair eftir Hans Wegner. Ég væri til í einn til að loka stofunni. Í fyrsta sinn verðum við með stofu og mér finnst það dásamlegt. Ég sá alltaf fyrir mér að vera ekki með sófasett í sama stíl, kannski sófa og tvo öðruvísi stóla á móti. En sófasettið var bara svo fallegt og þægilegt að við ákváðum að kaupa það, en það fer vel að hafa einn öðruvísi stól á móti herlegheitunum. Þessi rándýra mubla yrði keypt ef ég ynni í lottó um helgina.

Postulín vasarnir eftir Jonathan Adler eru meistaraverk. Maður hefur nú rekist á vasana eftir hann á instagram en ég hafði aldrei litið þá berum augum fyrr en í vor. Ég var á rölti um götur Washington og sá þá verslunina. Ég fór að sjálfsögðu inn og sá þá að vasarnir eru enn fallegri en þeir virðast á mynd. Ég var ekki að fara kaupa einhvern rándýran vasa, langt í frá.. en ég gat ekki sleppt því þegar hann var þarna fyrir framan mig. Ég keypti Dora Maar vasann, minni týpuna. Mig langaði alltaf í stærri vasann en hann var ekki alveg tilvalinn þessa stundina, bæði vegna þess að ég var ólétt og meikaði ekki að halda á þessari hlussu.. og svo fannst mér tilhugsunin ómöguleg að bera þetta í handfarangri. Ég eignast kannski hinn þegar ég gifti mig. Annars væri ég mest til í Luciana Vase (rass og bak á kvenmannslíkama) ef hann væri til stærri.

… og af því ég er byrjuð þá finnst mér mjög smart að vera með tvo litla kertastjaka frá honum í Dora Maar stílnum (fást hér). Ég myndi nota þá undir salt og pipar og geyma þá við hliðina á helluborðinu.

HOPE by Luceplan ljósin hef ég skrifað oft um áður. Upphaflega langaði mig alltaf í hangandi stofuljósið en ég fékk ráð um að það ljós þarf mikla lofthæð, stóra glugga og stórt rými. Því keypti ég veggljósið og tók minni týpuna því stærri týpan er að mínu mati alltof stór og útstandandi. Ég fékk ótal fyrirspurnir á snapchat (@karenlind) um daginn um ljósið – það grípur mann einhvern veginn um leið.. enda birtan frá því eitthvað ólýsanleg (tilvalið lýsingarorð). Það var hins vegar mjög bjart svo við keyptum dimmer.

Ég keypti ljósið af ambientedirect.com :)

karenlind