fbpx

Tómur veggur fær loks verk

HEIMILIÐ MITTÍSLENSK HÖNNUN

-Færslan er unnin í samstarfi við listamanninn-

Lengi er veggurinn inni í stofu búinn að vera tómur. Mér finnst alveg eins betra að hafa hann tóman en að hengja upp eitthvað til bráðabirgða. Nú eru liðin tvö og hálft ár frá því við fluttum inn og hann er enn tómur. Ég hef verið að bíða eftir rétta verkinu eftir listamann sem ég hef fylgst með í dágóðan tíma.

Loksins sá ég verkið sem mig langaði í – ég vildi fá að skoða það nema hann sagði mér að það væru fjórir á undan mér. Hins vegar kíkti ég á hann um daginn og þá var verkið ennþá þar og ég nánast ákvað mig á staðnum. Þetta væri verkið.

Hér að neðan sést aðeins í verkið… en heildin er allt öðruvísi en þessir litlu bútar sýna. Það er svo ótrúlega flott – hlakka til að sýna ykkur. En þið sjáið hvar það fer á neðri tveimur myndunum, yfir sófann.

Eigið góða helgi,

Ómissandi PopUp markaður

Skrifa Innlegg