Á laugardögum er ótrúlega notalegt að keyra til Grindavíkur og kíkja í verslunina VIGT. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég skrifa um þessa einstöku og fallegu verslun enda er hún í miklu uppáhaldi hjá mér. Nú hafa þær mæðgur bætt við sig húsgagnalínu sem er hreint út sagt stórkostleg. En ég brunaði satt að segja til Grindavíkur til að kíkja á höfuðverkin eftir Fríðu Þorleifsdóttur. Ég var nánast búin að ákveða að kaupa styttuna áður en mætti í verslunina, og það endaði jú þannig.. að ég fór með eina heim.
Ég sogast að ýmsu sem viðkemur höfðum. Ég á t.d. fimm til fjórar höfuðstyttur, núna eitt höfuðverk (skemmtilegt og tvírætt orð), vasa með andlitum svo eitthvað sé nefnt. Þessi höfuðverk eftir Fríðu eru hrikalega kúl & ég er stoltur eigandi í dag!
Ég endaði Grindavíkurferðina á að borða á Hjá Höllu, en það er frábær veitingastaður. Matargerð er Höllu svo sannarlega í blóði borið en ég hef aldrei fengið mat frá henni sem hefur valdið vonbrigðum. Nú fer Hjá Höllu að fara opna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hvað á hverju.
Ég sýni ykkur mína höfuðstyttu bráðlega. Ég náði ekki að finna stað fyrir hana áðan.. en Snædís heimtaði nærveru mína svo við enduðum með því að horfa á Dýrin í Hálsaskógi og kúrum saman hér undir sæng á meðan ég pikka í tölvuna.
Góða helgi..
Skrifa Innlegg