fbpx

Draumastjakar

HEIMILIÐ MITT

Kertastjakana keypti ég sjálf

Ég keypti mér þessa æðislegu stjaka í Snúrunni þegar Julie Hugau, annar hönnuður Reflections, kom til Íslands. Það var 20% afsláttur af öllu frá Reflections og ég ákvað að slá til og kaupa mér þessa tvo stjaka sem mig hefur lengi langað í. Litirnir eru svo fallegir og stjakarnir eru svo stórfenglega bjútífúl að ég sé get ekki séð eftir þessum kaupum. Ég var reyndar í smá basli með hvert ég ætti að setja þá og með hverju ég ætti að para þá… og er í raun ennþá þar, en núna eru þeir uppi á eldhúseyju með J.A. vasanum.

Snúran er auðvitað algjör draumaverslun og ég mæli svo sannarlega með heimsókn þangað. Starfsfólkið er líka frábært sem er alltaf bónus.

Annars er ég að vinna frekar mikið og ég er að vinna í því að koma þessu öllu fyrir á 24 tímum. Ég næ að skila vinnunni af mér en það hallar aðeins undan fæti þegar kemur að fjölskyldunni, líkamsrækt, vinum og fleira, eflaust eins og hjá mörgum. En ég er að reyna að ná utan um þetta – það er bara spurning hvenær ég kemst í góðan takt með þetta allt saman.

Nokkur orð

Skrifa Innlegg