fbpx

Tekk Rúmgafl

HEIMILIÐ MITT

Okkur áskotnaðist þessi fallegi tekk rúmgafl í dag. Nágranni okkar á neðri hæðinni átti rúmgaflinn en hann lést fyrir hálfu ári síðan. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér og gerðum við Davíð allt sem við gátum til að reynast honum sem best. Hann var kominn á sín efri ár og fannst mér því extra gaman að “dekra” við hann. Ég þreif stundum gluggana fyrir hann og Davíð flikkaði upp á margt annað fyrir hann. Hann var afar ánægður með okkur og við hann. Þess vegna finnst mér alveg sérstaklega gaman að fá þennan fallega rúmgafl.

Á myndunum er Davíð að taka hann niður.. hann er sem sagt ekki kominn upp í okkar svefnherbergi. En rúmgaflinn kemur á réttum tíma því ég hef verið að klóra mér í hausnum varðandi punktinn yfir i-ið svefnherberginu. Tekk liturinn smellpassar við pælinguna en núna tekur við smá rannsóknarvinna. Ég býst við að ég fari í Sérefni og fái ráðgjöf um hvernig sé best að fríska upp á hann.

Bleiki liturinn í Snædísar herbergi

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Soffia

    12. June 2018

    Fallegur! Væri ekki bara sniðugt að taka báðar hillurnar og veggfesta þær? Spurning hvort að þið getið látið bakhliðina bara snúa fram?