Marc Jacobs húfa

FYLGIHLUTIR

Ég gaf kærasta mínum þessa húfu í fyrra.

IMG_2052 IMG_2053 IMG_2062

Hún var keypt í fyrrasumar í herrabúðinni MBMJ í Boston. Afgreiðslustrákurinn var með húfuna á sér og þannig rakst ég á hana. Ég hafði úr 10 litum að velja en þessi blái þótti mér fallegastur. Húfan kostaði ekki það mikið, ca. 54$ – hún er úr 100% kasmírull og yljar ótrúlega vel.

.. það furðulega við þetta allt saman var að ég beið í 50 mínútur í röð og það voru aðeins tveir á undan mér. Þjónustan á greinilega að vera eitthvað extra persónuleg og góð í þessari búð – og hæg fyrir vikið! En ég gekk alsæl út úr búðinni með þessa fínu húfu – og svo nýt ég auðvitað góðs af kaupunum með því að stelast í hana af og til :-)

Nú eru þessir litir til, hver öðrum flottari. Fást hér.

Þetta eru klárlega bestu húfukaup sem ég hef gert.. og hún helst eins þrátt fyrir mikla notkun. Frábær afmælis- eða jólagjöf :-) Þó hún sé fyrir karlpeninginn finnst mér hún fullkomin fyrir mig, svo ætli hún sé ekki bara unisex.

1376245_10202074626529421_983124858_n

TOP 11 snyrtivörurnar

Skrifa Innlegg