Hvað er í skiptitöskunni?

BARNAVÖRUR

Ég sagði ykkur einhvern tímann frá því að ég keypti bakpoka fyrir skiptitösku (sjá hér, æ úbbs.. eða bleyjutösku). Ég sé ekki eftir því.. en ég reyndar skipti um tösku. Ég átti annan bakpoka fyrir sem okkur þótti hentugri einfaldlega því hann opnast “upp á gátt”… ég áttaði mig ekki á því hve “lokaður” Hunter bakpokinn var. Oft þarf maður að rífa allt upp úr töskunni á núll einni og því var hin taskan málið.

Ég er ekki með neitt sérstaklega mikið í töskunni.. eflaust mjög svipað og aðrir foreldrar.. en þetta er svona það sem mér finnst nauðsynlegt að hafa með mér á ferðinni.

Bakpoki: Galleria Reykjavik Marc by Marc Jacobs

Skiptidýna: Mér finnst allir þurfa að eiga svona.. sérstaklega barnsins vegna en svo líka hreinlætisins vegna. Ég keypti þessa í Target en ég hef séð þessari skiptidýnur í öllum stærðum og gerðum. Fæst í öllum helstu barnavöruverslunum á Íslandi.

Water Wipes: Hands down… þetta eru algjörlega bestu blautþurrkurnar (aukaefnalausar, bara tvö innihaldsefni = vatn og dropi úr grape ávextinum. Kíkið á innihaldslýsinguna, hvernig er ekki hægt að kaupa þetta?). Ljósmæðurnar mæltu með blautþurrkunum við mig.. þær höfðu rétt fyrir sér :) Fást m.a. í Bónus og Nettó.

Bleyjur: Libero bleyjurnar eru þær bestu að mínu mati (ekki skamma mig, ég er með mikið samviskubit yfir því að nota bleyjur). Fást m.a. í Bónus.

Desitin: Ótrúlega gott zink krem fyrir bleyjusvæðið ásamt öðrum stöðum, t.d. handarkrika og fellingar. Fæst m.a. í Target.

Saltvatnsdropar: Algjör nauðsyn að hafa í töskunni ef nebbinn stíflast. Fæst í öllum Apótekum.

Hýdrófíl: Rakakrem sem ljósmæðurnar mæltu með. Lyktarlaust og mjög gott. Fæst í apótekum.

Locoid: Þetta á svo sem ekki við marga.. en þetta er vægt sterakrem við exemi sem ég hef þurft að bera á hana síðastliðna daga. Fæst í öllum apótekum.

Snuddutaska og snuð: hvort tveggja frá MAM.. ég á tvær svona töskur, aðra sem ég nota á vagninn en þessi er í skiptitöskunni. Mjög sniðugt.. bæði upp á að hafa þær á sínum stað og eins heldur þetta þeim hreinum.. eða hreinni sbr. ef þær væru lausar í töskunni. Fæst m.a. í Nettó.

Leikfang: Þessi margfætla eða könguló er heldur betur búin að slá í gegn. Svo virðist samt vera sem miðarnir á leikfanginu séu farnir að vinna vinsældarkeppnina.. hvað er málið með börn og miða?

Naghringir: Frá Life Factory úr sílikoni (sem er kostur því það smitar ekki óæskilegum efnum til barns). Þessir hringir eru æði!

Froskurinn: Frá Mam. Dóttir mín er æst í þennan frosk. Skær liturinn er extra spennandi. Ég er annað hvort með froskinn eða naghringinn í töskunni.

Andlitsklútar: Ég hef verið með þvottapoka eða nýja vöru sem ég hef verið að prófa frá WaterWipes (sama innihaldsefni og í blautþurrkunum frá þeim). Þar sem dóttir mín er svo þurr í framan er ég að elska andlitsklútana frá WW. Þeir veita húðinni raka sem er akkurat sem hún þarf. Reyndar eru þær ætlaðir mér en ég get líka notað þá á hana eftir matartíma :)

Að lokum er ég með taubleyju og líka auka sett af fötum!

Marc Jacobs húfa

FYLGIHLUTIR

Ég gaf kærasta mínum þessa húfu í fyrra.

IMG_2052 IMG_2053 IMG_2062

Hún var keypt í fyrrasumar í herrabúðinni MBMJ í Boston. Afgreiðslustrákurinn var með húfuna á sér og þannig rakst ég á hana. Ég hafði úr 10 litum að velja en þessi blái þótti mér fallegastur. Húfan kostaði ekki það mikið, ca. 54$ – hún er úr 100% kasmírull og yljar ótrúlega vel.

.. það furðulega við þetta allt saman var að ég beið í 50 mínútur í röð og það voru aðeins tveir á undan mér. Þjónustan á greinilega að vera eitthvað extra persónuleg og góð í þessari búð – og hæg fyrir vikið! En ég gekk alsæl út úr búðinni með þessa fínu húfu – og svo nýt ég auðvitað góðs af kaupunum með því að stelast í hana af og til :-)

Nú eru þessir litir til, hver öðrum flottari. Fást hér.

Þetta eru klárlega bestu húfukaup sem ég hef gert.. og hún helst eins þrátt fyrir mikla notkun. Frábær afmælis- eða jólagjöf :-) Þó hún sé fyrir karlpeninginn finnst mér hún fullkomin fyrir mig, svo ætli hún sé ekki bara unisex.

1376245_10202074626529421_983124858_n

Marc by Marc Jacobs – Nútíma Marilyn Monroe

FallegtFashionFyrirsæturmakeupTrendVarir

Ég er farin að halda að hönnuðirnir sem ég er búin að vera að fylgjast með á tískuvikunnu í New York hafi komið sér saman um að hanna dýrindis fallegar yfirhafnir fyrir okkur til að slefa yfir… Marc gefur kollegum sínum alla vega ekkert eftir.

Þessi lína hjá Marc Jacobs er alltaf svo young og fresh, það má eiginlega segja að með þessari línu sé hann bara að hanna fyrir hverja einustu konu. Þetta eru flíkur sem henta nánast hvaða týpu sem er. Hér eru áberandi munstur, sterkir litir og fyrst og fremst geðveikt hár og makeup – er það ekki annars það sem þið horfið fyrst á?;) Hlakka til að leika þetta eftir – en í dag birtist einmitt færsla þar sem ég leik eftir makeup-ið frá sýningu Jason Wu og það eru fleiri þannig á leiðinni.

Við fyrstu sýn virðist línan vera pínu innblásin af 6. áratugnum svo kannski sá Marc fyrir sér að svona myndi ungfrú Marilyn Monroe líta út í dag?

Marc er svo flottur! Hann er einmitt í svipuðu dressi og dragtin sem mig dreymir um úr Zöru;) Það verður svo gaman að fylgjast með honum í Coke Light ævintýrinu.

EH