fbpx

Hvað er í skiptitöskunni?

BARNAVÖRUR

Ég sagði ykkur einhvern tímann frá því að ég keypti bakpoka fyrir skiptitösku (sjá hér, æ úbbs.. eða bleyjutösku). Ég sé ekki eftir því.. en ég reyndar skipti um tösku. Ég átti annan bakpoka fyrir sem okkur þótti hentugri einfaldlega því hann opnast “upp á gátt”… ég áttaði mig ekki á því hve “lokaður” Hunter bakpokinn var. Oft þarf maður að rífa allt upp úr töskunni á núll einni og því var hin taskan málið.

Ég er ekki með neitt sérstaklega mikið í töskunni.. eflaust mjög svipað og aðrir foreldrar.. en þetta er svona það sem mér finnst nauðsynlegt að hafa með mér á ferðinni.

Bakpoki: Galleria Reykjavik Marc by Marc Jacobs

Skiptidýna: Mér finnst allir þurfa að eiga svona.. sérstaklega barnsins vegna en svo líka hreinlætisins vegna. Ég keypti þessa í Target en ég hef séð þessari skiptidýnur í öllum stærðum og gerðum. Fæst í öllum helstu barnavöruverslunum á Íslandi.

Water Wipes: Hands down… þetta eru algjörlega bestu blautþurrkurnar (aukaefnalausar, bara tvö innihaldsefni = vatn og dropi úr grape ávextinum. Kíkið á innihaldslýsinguna, hvernig er ekki hægt að kaupa þetta?). Ljósmæðurnar mæltu með blautþurrkunum við mig.. þær höfðu rétt fyrir sér :) Fást m.a. í Bónus og Nettó.

Bleyjur: Libero bleyjurnar eru þær bestu að mínu mati (ekki skamma mig, ég er með mikið samviskubit yfir því að nota bleyjur). Fást m.a. í Bónus.

Desitin: Ótrúlega gott zink krem fyrir bleyjusvæðið ásamt öðrum stöðum, t.d. handarkrika og fellingar. Fæst m.a. í Target.

Saltvatnsdropar: Algjör nauðsyn að hafa í töskunni ef nebbinn stíflast. Fæst í öllum Apótekum.

Hýdrófíl: Rakakrem sem ljósmæðurnar mæltu með. Lyktarlaust og mjög gott. Fæst í apótekum.

Locoid: Þetta á svo sem ekki við marga.. en þetta er vægt sterakrem við exemi sem ég hef þurft að bera á hana síðastliðna daga. Fæst í öllum apótekum.

Snuddutaska og snuð: hvort tveggja frá MAM.. ég á tvær svona töskur, aðra sem ég nota á vagninn en þessi er í skiptitöskunni. Mjög sniðugt.. bæði upp á að hafa þær á sínum stað og eins heldur þetta þeim hreinum.. eða hreinni sbr. ef þær væru lausar í töskunni. Fæst m.a. í Nettó.

Leikfang: Þessi margfætla eða könguló er heldur betur búin að slá í gegn. Svo virðist samt vera sem miðarnir á leikfanginu séu farnir að vinna vinsældarkeppnina.. hvað er málið með börn og miða?

Naghringir: Frá Life Factory úr sílikoni (sem er kostur því það smitar ekki óæskilegum efnum til barns). Þessir hringir eru æði!

Froskurinn: Frá Mam. Dóttir mín er æst í þennan frosk. Skær liturinn er extra spennandi. Ég er annað hvort með froskinn eða naghringinn í töskunni.

Andlitsklútar: Ég hef verið með þvottapoka eða nýja vöru sem ég hef verið að prófa frá WaterWipes (sama innihaldsefni og í blautþurrkunum frá þeim). Þar sem dóttir mín er svo þurr í framan er ég að elska andlitsklútana frá WW. Þeir veita húðinni raka sem er akkurat sem hún þarf. Reyndar eru þær ætlaðir mér en ég get líka notað þá á hana eftir matartíma :)

Að lokum er ég með taubleyju og líka auka sett af fötum!

Pastel bleik regnkápa

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Inga

    9. April 2017

    Hvar fást andlits klútar frá water wipes? :) klálega bestu blautþurrkurnar- sammála??

    • Karen Lind

      11. April 2017

      Hæ, þær fást í Nettó, Víði, Fjarðarkaup & Systur og Makar :)