“LKL” bananabrauð

HOLLUSTA

Karen Fel bakaði brauð í fyrsta sinn í lífinu… mér fannst það svo gott að ég varð bara að skella Fel aftan við nafn mitt og tala um mig í þriðju persónu. Uppskriftina bjó ég nokkurn veginn til sjálf en ég þurfti aðeins að google-a til að finna hlutföllin.

Hver sneið er mjög kolvetnasnauð og því skýrði ég þetta “LKL” bananabrauð þó það sé jafnvel of sterkt til orða tekið. Þeir sem fylgja LKL mataræðinu myndu líklegast ekki  borða þetta brauð vegna kolvetnanna sem koma úr banönunum.

Möndlumjölið er afar lágt í kolvetnum og mikið notað í LKL bakstur. Það er enginn hvítur sykur í brauðinu, aðeins ávaxtasykurinn frá banönunum. Sæta bragðið kom annars vegar frá banönunum og hins vegar erythritolinu. Erythritol er staðgengill sykurs og ein mesta snilld sem ég hef kynnst.. ég bloggaði ítarlega um Erythritolið um daginn hér.

IMG_0862

IMG_0872IMG_0874IMG_0875IMG_0879IMG_0881IMG_0892IMG_0899IMG_0910IMG_0917IMG_0921IMG_0924IMG_0928IMG_0948IMG_0947

 Uppskriftin af bananabrauðinu:
2
vel þroskaðir bananar

5 eggjahvítur
½ bolli af möndlumjöli frá NOW foods
¼ bolli af husk trefjum frá NOW foods
1 tsk. erythritol frá NOW foods
3 msk. af fljótandi kókosolíu frá Dr. Goerg (sú langbesta)
½ tsk. af kanil frá Himneskri Hollustu
1 tsk. af vanillu extract frá NOW foods
1 tsk. vínsteinslyftiduft frá Natufood

Þar sem ég á ekki hrærivél skellti ég þessu í blenderinn og hrærði hráefninu vel saman. Vegna trefjanna varð deigið vel þykkt. Bökunarformið smurði ég með smjöri. Þetta var bakað á 180° í 30 mínútur. Verið viss um að ofninn sé orðinn vel heitur þegar þið setjið deigið inn.

Auðvitað notaði ég Smjörva til að toppa bragðið – og nóg af honum, enda ekkert að því að borða fitu! Eina sem hefði mátt breyta var formið sem ég notaði, það hefði mátt vera minna.

Njótið vel – þið verðið að prófa :-)

karen

Beyoncé - The Visual Album

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Sara

    6. January 2014

    Mmm namm girnilegt, örugglega mjög bragðgott og næringarríkt :) Smjörvi gerir allt gott, hoho :)

  2. Selma

    7. January 2014

    ELSKA heilsubloggin þín! Mjög hvetjandi og góðar hugmyndir! TAKK!

  3. Jóhanna

    7. January 2014

    Veistu hver er munurinn á stevíu og þessu erythritol?

    • Karen Lind

      7. January 2014

      Já… ég þyrfti eiginlega að skella í færslu um það.. er það ekki fínt?

      • Jóhanna

        7. January 2014

        Æi takk!