Mmmm! Þessi er æði og nokkuð líkur Grænu Þrumunni sem er seld í Lifandi Markaði.
Sumum finnst betra að sleppa spírulínunni, eða setja jafnvel mjög lítið af henni út í. Hún er bragðmikil og angan af henni er afar sterk – nokkurs konar þaralykt!
Ég er nýfarin að nota spírulínu í mína drykki og ég setti jafnvel aðeins of mikið af henni í þennan, svo ég mæli með að þið setjið minna til að góða bragðið af smoothie-inum fái að njóta sín!
Grænn smoothie fyrir tvo:
2 dl. af lífrænum ananas- og mangósafa
2 dl. af lífrænu kókosvatni
1 sellerístöngull
90-100 gr. af spínati
100 gr. af frosnu mangó
Þumallengd af engiferrót
½ kreist lime
1 tsk. af Fruit and Greens
1 tsk. af CC flax
½ tsk. af spírulínu (jafnvel minna)
Enjoy!
Skrifa Innlegg