fbpx

Green Tea – PINK

HEILSUDRYKKIR

Nýlega fékk ég kassa af Green Tea HP – PINK  nánar tiltekið.. ég var kannski aðeins of hrifin af bragðinu sjálfu og orkunni sem ég fékk frá teinu og því var ég mjög fljót með kassann. Ég sparaði aftur á móti eitt bréf því ég fann upp á snilldarblöndu sem er tilvalin fyrir þá/þær sem hreyfa sig mikið og vantar ýmist góðan drykk fyrir eða eftir æfingu. Ég blogga um það á næstu dögum.

IMG_0813

Um Green Tea HP:
Í teinu er blanda af andoxunarefnum úr grænu tei, acai berjum, granateplum og noni juice. Margföldunaráhrif myndast þegar þessum andoxunarefnum er blandað saman. Andoxunarefni eru alveg málið því þau hægja á öldrunarferlinu og viðhalda líkamanum ungum og hraustum. Við getum varið líkamann gegn skemmdum sem öldrunarferlið veldur með andoxunarefnum, og andoxunarefnin styrkja líka frumurnar og um leið varnir líkamans.

Í teinu er andoxunarefnið EGCG (e. epigallocatechin gallate) en það er ca. 20 sinnum meira magn af því í PINK teinu en öðrum sambærilegum tegundum. Rannsóknir hafa sýnt að undraefnið EGCG sem gjarnan er í grænu tei geti:

-Bælt niður myndun og vöxt krabbameins
-Stuðlað að æskilegu kólesteról gildi og eðlilegum blóðþrýstingi
-Minnkað hættuna á heilablóðfalli
-Komið í veg fyrir andfýlu
-Aðstoðað við að stjórna hlutfalli blóðsykurs í líkamanum
-Komið að gagni hjá þeim sem vilja grenna sig
-Styrkt ónæmiskerfið 

IMG_0820

Pink Pakkinn: Inniheldur þrjátíu stykki af svalandi ávaxtadrykk. Tilvalið er að blanda einu bréfi í 400-500ml af ísköldu vatni og hrista. Drykkurinn er fullkomin blanda af andoxunarefnum, B-vítamíni, glútamíni, arginíni, karnitíni og CLA. Saman vinnur þessi blanda að því að auka blóðflæði sem er gott gegn vöðvabólgu, hún vinnur á móti öldrun, fyrirbyggir vöðvaniðurbrot og brýtur niður fitu.

IMG_0822 IMG_0825

Teið er syndsamlega gott á bragðið og helsti kostur þess að mínu mati var hve jafna og eðlilega orku það gaf mér. Ég er ekki spennt fyrir því að vera útúrvíruð og ráða varla við mig vegna ofvirkni sem stafar af einhvers konar orkudrykk.. Ég fann að ég var með meiri orku en ekki þannig að það væri óeðlilegt og mér finnst það æði. Ég verð að nálgast annan pakka, án nokkurs vafa!

Pakkinn kostar 7900kr. með heimsendingu og í honum eru 30 bréf :-)

Fyrir áhugasama þá bendi ég á facebook síðuna þeirra: Green Tea HP Iceland

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Náðu þér í iTube appið

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    15. January 2014

    Ótrúlega gott, hef keypt af þeim fyrir löngu síðan reyndar, þarf að fara að bæta við mig:)
    Á reyndar alltaf ennþá afgang af vanilla/caramel/cappuchino bragðinu sem ég er ekki jafn hrifin af og Pink… mátt fá það hjá mér ef þig langar í:)
    -Svana

    • Karen Lind

      15. January 2014

      Ég smakkaði það líka en fannst þetta langbest af öllum! I love P I N K :)

  2. Hilrag

    15. January 2014

    hmm! langar að smakka þetta!!

    x

  3. Anna

    15. January 2014

    Er sykur í þessu eða annað sætuefni?

    • Karen Lind

      15. January 2014

      Nei enginn hvítur sykur né sætuefni.. en það er ávaxtasykur í örlitlu magni!

      • Laufey

        13. September 2016

        Á heimasíðunni þeirra (https://greenteahp.com/www/science/faq) stendur að það sé sucralose, er það ekki sætuefni/gervisæta?

        Annars er ég búin að smakka cherry-mango og það er mjög gott, hlakka til að smakka fleiri brögð :)

  4. Ólöf Björk

    15. January 2014

    Var einmitt að panta mér prufu pakka af þessu og smakkaði pink í gær og þetta lofar bara mjög góðu :)

  5. Agla

    15. January 2014

    Ég eeeelska þetta… er einmitt hrifnust af Pink bragðinu. Drekk eitt svona bréf á dag, oftast um miðjan dag þegar sykurþörfin fer að segja til sín.

    Má alveg bæta við þetta að drykkurinn bælir verulega niður löngun í sykur og sætindi :) Einn af mörgum kostum við greentea drykkina. Ótrúlegt líka hvað hann er sætur á bragðið þrátt fyrir að það sé einungis örlítill ávaxtasykur í þessu.

  6. Ágústa Anna Ómarsdóttir

    16. January 2014

    Er ekki hægt að kaupa þetta í apótekum, Það ætti að minnka verðið sem mér finnst ýfið of hátt. Kveðja, Ágústa

    • Karen Lind

      17. January 2014

      Hæ, ég gúgglaði þetta og ég fæ nákvæmlega sama verð í USA – svo þetta er eflaust eins ódýrt og það getur verið… :-)