fbpx

Frænka grænu þrumunnar

HEILSUDRYKKIR

Mmmm! Þessi er æði og nokkuð líkur Grænu Þrumunni sem er seld í Lifandi Markaði.

Sumum finnst betra að sleppa spírulínunni, eða setja jafnvel mjög lítið af henni út í. Hún er bragðmikil og angan af henni er afar sterk – nokkurs konar þaralykt!

Ég er nýfarin að nota spírulínu í mína drykki og ég setti jafnvel aðeins of mikið af henni í þennan, svo ég mæli með að þið setjið minna til að góða bragðið af smoothie-inum fái að njóta sín!

IMG_3037

IMG_3040

Grænn smoothie fyrir tvo:
2 dl. af lífrænum ananas- og mangósafa

2 dl. af lífrænu kókosvatni
1 sellerístöngull
90-100 gr. af spínati
100 gr. af frosnu mangó
Þumallengd af engiferrót
½ kreist lime
1 tsk. af Fruit and Greens
1 tsk. af CC flax
½ tsk. af spírulínu (jafnvel minna)

Enjoy!

karen

Green Tea - PINK

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Kolbrún Lilja

  15. January 2014

  Girnó drykkur, ein spurning, hvar færðu Glasið/Bollann ? :)

 2. Katrín Ella

  15. January 2014

  Ein spurning. Seturu þetta allt í blender og sigtar svo eða hvað? :)

  • Karen Lind

   15. January 2014

   Ég set alltaf frosnu ávextina (ekki spínatið samt) í vatn til að eyðileggja ekki hnífana. En svo læt ég blenderinn mixa þessu saman í alveg 2mínútur, slekk á honum inn á milli bara svo ég gangi nú ekki frá blendernum :-)

   En ég sigra aldrei neitt, finnst það óþarfi ef ég geri þetta svona, þá er smoothie-inn orðinn svo mjúkur og fínn.. svo er líka bara synd að sigta næringarefnin frá :)

   • Katrín Ella

    15. January 2014

    Já nákvæmlega :) snilld! takk fyrir þetta