Dermapen – 3. og síðasta meðferðin

HÚÐUMFJÖLLUN

Síðasti tíminn í dermapen skilaði miklum árangri. Ég get sagt það strax, án málalenginga, að þessi meðferð var mjög áhrifarík í mínu tilviki. Þriðji tíminn var ólíkur fyrri tveimur að því leytinu til að við ákváðum að nota deyfigel á andlitið til að auka styrkinn enn meir. Var þetta ekki hrikalega vont? Nei, síðasti tíminn var sá allra besti og ég fann ekki fyrir neinu þegar notast var við gelið. Aftur á móti var ég tveimur dögum lengur að ná mér en það var bara jákvætt því árangurinn var frábær. Ég mæli með því að fara í meðferðina rétt fyrir helgarfrí eða vaktafrí sem dæmi. Húðin verður rauð og það er rosalega gott að hafa hana þakta kókosolíu eða annars konar rakagefandi húðvöru. Ég notaði kókosolíu og EGF húðdropana.

IMG_1212

Ég fékk mjög mikil viðbrögð frá fjölskyldu minni og vinum. Systir mín (sú manneskja sem ég hvað mest með) sá svo mikinn mun að hana langar að fara og stefnir að því á árinu. Föðursystir mín hefur þegar farið í meðferðina og sá mikinn mun eftir fyrsta tímann. Besti vinur minn hafði orð á því hvað ég liti vel út og spurði “Er þetta út af þessari dermapen meðferð sem þú fórst í”. Ég hef fengið mikið hól fyrir það að vera frískleg og líta vel út, og það er ágætis tilbreyting því ég hef ekki heyrt það í frekar langan tíma. Það má segja að ég hafi verið á nettu mygluskeiði frá því ég hóf skrif á mastersritgerðinni. Sá munur sem ég tók hvað mest eftir var eftirfarandi:

-Valbráarbletturinn hefur lýst upp um tón eða tvo
-Húðliturinn er jafnari
-Húðin er þéttari
-Ennið og svæðið milli brúnanna er sléttara 

Screen Shot 2015-01-15 at 8.53.54 AM

Hér sést valbráarbletturinn vel á þessari mynd frá 2011-12.

Screen Shot 2015-01-15 at 9.02.50 AM

.. og hér er ósnert mynd frá áramótunum. Hann er mun ljósari.

Ég ákvað að taka nokkrar myndir af mér, án allrar förðunar og myndvinnslu. Ég tók þetta meira að segja eldsnemma um morguninn og baugarnir fá því að vera með… og eldrauða bólan á kinninni.

Screen Shot 2015-01-20 at 2.40.43 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.46.13 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.47.11 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.51.05 PM

Ég mælti með Dermapen meðferðinni við systur mína, vinkonur og frænkur. Ein þeirra hefur þegar farið og mun fara aftur í febrúar. Ég hefði stoppað hana af ef mér þætti þetta ekki þess virði. Þið sem eruð að lesa um Dermapen meðferðina hjá mér í fyrsta sinn, lesið endilega hinar tvær færslurnar um meðferðartíma I og II.

Dermapen meðferð I
Dermapen meðferð II

Í þeim færslum lýsi ég meðferðinni nánar. Svo mæli ég einnig með því að horfa á myndbandið sem ég deildi í seinni færslunni en í því má sjá hvernig meðferðin er framkvæmd.

Ég fór til Díönu (annar eigandi Húðfegrunar) og mér fannst hún æði. Hún er algjör fagmaður í sinni grein. Ekkert hik né óöryggi, hún veit nákvæmlega hvað hún er að gera.

abcHér eru þær mæðgur og eigendur Húðfegrunar. F. v. Díana og Bryndís Alma.

Ykkur er frjálst að senda mér línu eða tvær ef þið hafið einhverjar spurningar – en ég mæli 150% með þessari meðferð ef þú vilt bæta húð þína með einhverjum hætti. Ég færi aldrei að senda mínar nánustu í meðferðina ef ég hefði ekki verið fullkomlega sátt! :)

Heimasíða Húðfegrunar
Facebooksíða Húðfegrunar

Bestu kveðjur og innilegar þakkir fyrir mig mæðgur,

karenlind

☆ Gleðilegt ár ☆

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Ingveldur

    22. January 2015

    Vá gaman að sjá muninn. Ég sé mikinn mun bæði á blettinum og enninu sjálfu. Silkimjúk og falleg elskan <3

  2. Andrea

    22. January 2015

    Má ég spurja hvert ferðu í plokkun og litun ? :)

    • Karen Lind

      22. January 2015

      Ég er hvorki lituð né plokkuð. Hárin eru hætt að vaxa sem mér finnst nú alveg ömurlegt. Ég nota annars Browdrama frá Maybelline :)

      • Unnur Helga

        22. January 2015

        Hvaða lit ertu að taka í Browdrama frá Maybelline ? :)

          • Unnur Helga

            23. January 2015

            Takk fyrir :)