fbpx

10 UPPÁHALDS

LÍFIÐMAGAZINE

 

10

Ég svaraði 10 léttum spurningum fyrir Króm vef á dögunum. Spurningar sem enduðu í öðru tölublaði Króm Magazine sem kom út í dag. Leyfi svörunum að leka hér í kjölfarið. Takk fyrir mig.
Blaðið í heild sinni finnið þið: HÉR 1377450_10151696267002568_432296712_n

Hvaða árstíð hentar þér best?
Sumarið er tíminn … þó rútína haustsins leggist alltaf vel í mig.

Uppáhalds borg og af hverju?
Ég held ég verði að svara París. Menningin – fólkið – tískan – maturinn í sinni bestu mynd, allt á einum stað. Barcelona kom sterk inn í sumar þar sem það bættist strönd við hlutina að ofan, hún er samt ekki alveg jafn chic og rómantísk og París og því heldur sú franska toppsætinu áfram.

Uppáhalds veitingastaður og hvað pantar þú?
Ég á mína uppáhalds staði í hverri borg hverju sinni. Í minni borg, Köln, fer ég gjarnan á Schmitz í besta brönsinn, tek lunch á ítalska Vapiano sem er fljótlegur og þægilegur. Og enda daginn síðan í tapas á La Bodega.Á Íslandi er úrvalið endalaust af góðum stöðum sem ég sakna þess að geta heimsótt reglulega. Íslenskur fiskur er í miklu eftirlæti.

Besta tónlistin í ræktina?
Ég hleyp með rólega tóna í eyrunum í ræktinni, þá næ ég að tæma hugann og bestu hugmyndirnar brjótast fram.

Uppáhalds fatahönnuður?
Ég fell frekar fyrir einstaka flíkum í línum hönnuða heldur en að halda uppá einhvern einn sérstaklega. Afþví að ég bý erlendis þá er ég alltaf stolt af íslenskum fatahönnuðum. Dóttir mín gengur mikið í Ígló&Indí, maðurinn minn í JÖR  og ég er hrifin af Hildi Yeoman & Andreu Magnúsdóttur sem dæmi. Ég vona líka að ég fái að sjá meira af Another Creation sem ég var mjög hrifin af á RFF fyrr á árinu.

Drauma flík eða fylgihlutur?
Þessa dagana dreymir mig um hliðarveski frá Saint Laurent. Saint Laurent Monogram quilted-leather cross-body bag , fyrir ykkur sem viljið “gúggla” týpuna.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Mest notaðasta flíkin mín er biker leðurjakkinn sem ég hannaði í Moss by Elisabet Gunnars samstarfinu með NTC – hann bregst mér ekki.

Uppáhalds app? Ætli það sé ekki bara Instagram.

Kvikmynd sem þú hefur séð oftast? Eflaust Sound of Music. Gat horft á hana endalaust þegar ég var yngri og er byrjuð að horfa á hana með dóttur minni í dag.

Hvaða lag er á repeat? Jólalögin fara líklega að detta inn. Er að reyna að halda í mér.

Og að lokum, hvaða 3 frægum einstaklingum myndir þú bjóða í mat og hvað myndir þú elda? Þessi er erfið. Ég hugsa að ég myndi bjóða Vigdísi Finnbogadóttur, David Beckham og Ellen DeGeneres – væri það ekki eitthvað?
Ég myndi draga þau út úr húsi. Fara með þau á Bæjarins Bestu á fallegum sumardegi og leyfa Vigdísi að velja góðan stað til að setjast niður í kaffi eftir á.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

TOMMY’S ANGELS

INSPIRATION

Ég er engin sérstakur aðdáandi hinnar vinsælu Victoriu Secret tískusýningarinnar sem fer fram í London ár hvert. Í rauninni er ég þannig séð ekki mikill aðdáandi þessarar vinsælu verslunarkeðju. Í síðustu viku stigu englarnir hennar Viktoríu á svið í svakalegri sýningu sem er toppuð ár hvert. Það var öllu til tjaldað og fá þau sem standa að baki undirbúnings við slíkt show lof frá mér fyrir vel unnin störf. Gestalistinn er stútfullur af þekktum andlitum, heimsþekktir tónlistarmenn taka lagið og aðeins útvaldar fyrirsætur fá “þann heiður” að taka þátt í sýningunni sjálfri. Þið þekkið líklega flestar “conceptið”.

 

v25

 

Ég varð fyrst mjög áhugasöm að skoða frekari myndir frá kvöldinu þegar ég rakst á þær sem Tommy Ton fangaði fyrir Vogue. Maðurinn er ótrúlegur í sínu fagi og nær að gera allt að sínu. Búa til tískumyndir úr efni sem aðrir fanga á allt annan hátt. Hann er hvað þekktastur fyrir hinar flottustu götutískumyndir og þetta er kannski svipuð steming. Ég er virkilega hrifin , stuðið var greinilega baksviðs –

 

v23 v21 v20 v19 v17 v14 v13 v12 v11 v10 v8 v7 v6 v5 v4 v3 v2 v1

Ætli ég sé ekki mest áhugasöm um að fá að eignast eitthvað af fylgihlutunum sem ekki fara í sölu. Það er auðvitað alveg týpískt. Ljósmyndarinn nær allavega að gera ólíklegasta fólk að aðdáendum, í þetta skiptið mig.

Mjög vel gert! Tommy´s angels …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

PANDA BLANKET

ÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

A162150_104

JIBBÝ– pósturinn kom í morgun með þetta dásamlega fallega Panda teppi inn um lúguna. Íslensk hönnun sem ég spottaði hjá Ígló&Indí á Instagram í síðustu viku (ég kom því einmitt að hér í kjölfarið) og nú er það strax orðið mitt. Það þarf ekki alltaf að taka langan tíma að fá íslenskar vörur yfir hafið bláa.

Þetta er útsýnið í augnablikinu:

DSCF8544 DSCF8548
Teppið er ætlað smáfólkinu en mér finnst það ekki síður njóta sín í stofunni. Nú er bara að finna rétta staðinn fyrir þessa nýju vöru á heimilið – ætli það verði ekki eitthvað á flakki um húsið í upphafi. Ég gæti trúað því.

Fæst: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

INSPIRATION

Góðan daginn héðan frá þýska þar sem setið er enn við lummuát í ljúfleika með fjölskyldunni.
Þetta er sunnudagsinnblástur dagsins –

 

 

photo

Ég talaði um löngun mína í Lightbox fyrir vinnustofuna. Boxið æti vel við hér í dag.

 

fri

Jump –

main-1.original
Natural beauty: Kate Moss fyrir ítalska Vogue –

sun

Sunnudagslúkkið –

a4e009ec625a861206fb6f97491490da

Smáatriði sem heilla –

adidas Y-3 Qasa High

Fyrir hann: Adidas Y – 3

jol

Bráðum .. leyfi ég mér meiri svona innblástur –

Processed with VSCOcam with a5 preset
Nú er veður fyrir leður –

BimbaLola

Langar: Bimba Y Lola
Fást: HÉR

mom

It´s að boy –

be-you1
Orð: Einfaldara verður það ekki –

ec433415b02539fb89479f5c198ae58c

Skál ! Njótið dagsins –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FROM REYKJAVIK WITH LOVE

FÓLKFRÉTTIRSHOP

Spennandi fréttir dagsins eru þær að sænska merkið Elvine hefur hannað litla fatalínu innblásna af Reykjavík. Lögð var megináhersla á að hanna hina fullkomnu íslensku yfirhöfn – the perfect city jacket , ásamt nokkrum öðrum minni flíkum. Merkið fékk í lið með sér útvalda íslendinga úr ólíkum áttum til að hjálpa til við verkefnið, þar á meðal ljósmyndarann Kára Sverris sem  einnig tók lookbook fyrir línuna með íslenskum fyrirsætum. Aðrir sem komu að verkefninu voru Rakel Matthea, Hrund Atladottir, Natalie Gunnarsdottir og Frosti Gnarr sem öll sátu vinnuhelgi með eiganda sænska fyrirtækisins ásamt hönnunarteymi.

“Elvine proudly present the Reykjavik City Jacket, a multi-tasking style essential with its roots in the Icelandic capital. Designed for the unique conditions of Reykjavik, the jacket is packed with resourceful functions developed by a collective of local creatives, each handpicked for their influence within the city’s creative community.”

 

 

creators1tech_white

 

Útkoman er hin ágætasta flík sem hentar allskonar týpum. Sniðið virkar gott og ég kann mest að meta hana svarta þó hún bjóði uppá fleiri möguleika. Verkefnið sem slíkt er frábært og þá sérstaklega fyrir þær sakir að svíarnir fái með sér alíslenskt fólk í lið. Gallerí 17 selur Elvine á Íslandi.

RCJ_tjej-1 product-zoom

Það sem mér finnst vera punkturinn yfir i-ið er að hluti af söluandvirði hvers jakka rennur til gætum garðsins. Það heillar alltaf þegar fyrirtæki gefa af sér með einhverjum eða öðrum hætti.

Áfram Ísland!
Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SKÍNANDI DISKÓKÚLUR

FASHIONMAGAZINETREND

Þegar rökkva tekur er tilvalið að lýsa upp skammdegið með skínandi fatnaði og fylgihlutum.
Lesið meira um það í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.


 

disko
Tískuvikur stórborganna sýna okkur á þessum árstíma fatalínur sem ætlaðar eru næsta sumri og má þar strax sjá áberandi trend sem eru gegnumgangandi. Þessi biðtími frá sýningunum og þar til nota á klæðin er erfiður mörgum og því er gaman að pikka út eitthvað sem hægt er að nota nú þegar. Þegar flett er í gegnum myndir frá ólíkum tískupöllum má sjá glampann af skínandi silfurklæðum, útfærðum á ýmsan máta.

Málmgljái verður áberandi með vorinu, bæði í fatnaði og fylgihlutum. Þetta er efnisáferð sem undirritaðri þykir ekki síður passa vel á veturna, enda nokkuð köld stemning yfir henni.

isabelMarant_
Isabel Marant

IsabelMarant
Isabel Marant
Lanvin
Lanvin

Loewe-shoe-

Loewe

Loewe
Loewe

Maison-Martin-Margiela-jpg

Maison Martin Margiela
Emilio Pucci
Emilio Pucci
Skínum eins og diskókúlur á vetrarsamkomunum sem fram undan eru. Tíundi áratugurinn ætlar engan enda að taka miðað við það sem meðfylgjandi myndir sýna!
xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOP

Það verður jólastemning og ljósadýrð í Smáralind í dag. Verslunarmiðstöðin mun kveikja á jólaljósunum og jólatónlist mun óma í húsinu í fyrsta sinn þetta árið. Bara þennan eina dag munu margar verslanir bjóða uppá afslátt fram á kvöld og því tilvalið að hugsa fram í tímann og byrja jólastússið á betra verði. Sérstök dagskrá verður hér og þar um húsið og því hægt að gera sér dagamun með alla fjölskylduna í tilefni litlu jólanna.

photo

Glamour: Penninn, Jakki: Zara, Varalitur: Make up Store,
Jólabolli: Grýla/Te&Kaffi, Húfa: Lindex, Skór: GS skór, Buxur: Topshop

Ég tók saman mín reglulegu kauptips “Frá toppi til táar” og í þetta sinn hafði ég Smáralindina í huga. Allar vörur sem birtast að þessu sinni eru fáanlegar í Kópavoginum. Ef ég gæti mætt myndi ég líklega byrja heimsóknina í Pennanum þar sem keypt yrði lesefni, blaðið myndi ég lesa yfir rjúkandi heitum jólabolla á Te&Kaffi (fæ vatn í munninn þegar ég skrifa þetta) sem gæfi mér þá orku sem ég þyrfti í innkaup dagsins.

S0000007308031_F_W30_20150817112616S0000007307210_F_W40_20150717151432

Húfa og trefill: Lindex

vila_
Hanskar: VILA

7484221800_6_1_1

Jakki: Zara

12122878_559881404162607_5862705224830899994_n

Skyrta: Selected Femme
   topshop
Buxur: TopshopGS
Skór: GS SKÓR

_

Góða skemmtun! Meira: HÉR

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

IT’S A BOY

LÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

11760177_10153148115417568_564674972405978674_n
12 vikur

photo 1

22 vikur

Processed with VSCOcam with f2 preset
30 vikur

Góða kvöldið! Jæja .. Er ekki löngu kominn tími á þetta blogg? Það hafa allavega margir lesendur kvartað yfir því að ég sé ekki að standa mig í fréttaveitunni, komin þetta langt á leið. Í síðustu póstum hefur ekki farið fram hjá neinum að ég er ekki einsömul kona þessa dagana. Ég ber semsagt lítinn dreng undir belti sem er væntanlegur í heiminn í janúar. Spennandi tímar framundan ..

Ég hef ekki reynslu af því að vera strákamamma og sé það ekki alveg fyrir mér – en er þó ótrúlega spennt og þakklát fyrir litla tippalinginn í maganum. Ég tók smá rúnt í tilefni þess að ég færi ykkur fréttir og gerði smá óskalista fyrir litla töffara. Þannig tengi ég þetta betur við bloggið mitt og veiti vonandi einhverjum mömmum innblástur eða hjálpa til við jólagjafa innkaup. Þetta er líka lúmsk leið hjá mér til að fá nothæfar sængurgjafir ;)

Flestar af vörunum eru til í íslenskum verslunum og því auðvelt að nálgast þær. Það er nokkuð skemmtilegt að sjá það eftir á að það rataði nánast ekkert blátt á stráka listann minn – það er þó bara jákvætt að mínu mati.
boy1

Hattur: Lindex, Bolur: Ígló&Indí, Plakat: Boligheter.se, Tigergalli: Heritage/BiumBium store,
Baukur: Tulipop/Hrím, Ullargalli: FUB/Geysir, Skór: Nike Jordan/Nike verslun

_boy
Skór: EnFant, Gíraffi: Sophie the giraffe, Náttgalli: Lindex,
Buxur: Tinycottons/Petit.is, BabyNest: Petit.is, Pandagalli: ÍglóIndí
boy3
Snjógalli: 66°Norður, Teppi: Ígló&Indí, Peysa: As We Grow, Bíll: Goki/Lítil í upphafi, Húfa: Huttelihut/BíumBíum, Buxur: Lindex

Eitthvað hef ég keypt nú þegar en annað er blikk á ömmurnar heima á Íslandi ; )
Vonandi líður tíminn hratt næstu mánuði. Gleðileg jól?

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FLJÓT Í FÍNNI GÍRINN

LÍFIÐ

DSCF8367 (1)

Á föstudagskvöldið hafði ég stuttan tíma til að gera mig til og tók því á það ráð að smella í mig áberandi eyrnalokkum við svartan kjól sem ég klæddist sama dag. Bara það að henda hárinu blindandi upp í hnút, og setja í mig þessa ágætu lokka gerðu hversdagklæðnað að fínna lúkki.

Fyrir nokkru síðan talaði ég um áberandi eyrnalokka í vikulega tískubabli mínu í Fréttablaðinu. Áður hafði ég líka komið inná “einn í eyra” sem trend fyrir síðustu jól.
Þó það líði að nýjum jólum þá virðist ég enn vera að taka þátt í sama trendi. Smáatriði geta skipt sköpum –

photo 1 photo 2

Eyrnalokkar: Lindex Extended
Kjóll: Lindex

Vonandi áttuð þið gleðilega helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: #HMBalmaination 


FASHIONH&MLÍFIÐ

Góða kvöldið! Margir hafa óskað eftir pósti frá mér í dag eftir að ég birti Instagram mynd frá verslunarferð gærdagsins. Um var að ræða heimsókn í H&M sem launchuðu samstarfi sínu með Balmain Paris. Fatalína sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu og því mikill múgæsingur víða í verslunum sænsku keðjunnar þennan morguninn, þar á meðal hér í Köln.

 

Ég mætti bjartsýn um 11 leytið þar sem beið mín röð til að fá að skoða og kaupa flíkurnar úr línunni. Þegar ég hafði staðið þar í ca. 20 mínútur fékk ég að heyra að engum yrði hleypt að nema vera með ákveðin armbönd á hendinni, merkt í mismunandi litum. Við þessar fréttir urðu margir í kringum mig alveg öskureiðir og rökræddu ýmist við dyraverði eða fóru í fússi. Með reynslunni hef ég lært að það hefur ekkert uppá sig að pirra sig yfir svona hlutum og ég græddi á því hugafari í þetta sinn. Stuttu síðar losnaði auka pláss sem nokkrum “armbandslausum” var boðið að þiggja, þar á meðal mér.

Það var margt þegar orðið uppselt, t.d. perlujakkinn og merktu Balmain stutterma bolirnir en bæði var á mínum óskalista. Mér fannst alls ekkert allt í línunni vera musthave en var þó yfir mig ánægð með nokkrar flíkur sem einhverjar urðu mínar.

Um hálftíma eftir að ég fór inn var opnað fyrir almenning. Á leið minni útúr mátunarklefanum sá ég fólk streyma hröðum skrefum á slárnar. Þær tæmdust á stundinni og allt varð uppselt á engum tíma – ótrúlegt að upplifa! Maður sá greinilega að sumir hrifsuðu allt sem þeir komu hendi á og skipti litlu máli hvernig flíkurnar litu út eða hvort þær pössuðu. Svoleiðis finnst mér of mikið af hinu góða … og því má segja að svona launch falli oft undir ákveðna “geðveiki”.

 

photophoto 3photo 2 photo 1 imageimage_2

Með fullt í fangi …. þið sjáið að allar hillurnar fyrir aftan mig eru tómar. Þær tæmdust á sirka 2 mínútum eftir að það var opnað.

image_3Ég fór ekki tómhent heim en þær flíkur sem rötuðu í minn poka verða líklega áberandi í komandi dresspóstum hér á blogginu næstu daga.
Þó svo að ég hafi upplifað ákveðna “klikkun” í þessari ferð minni þá var það ekkert í líkingu við myndirnar sem dreifðust um netheima og Glamour birti meðal annars HÉR.

Góður gærdagur!

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR