fbpx

IT’S A BOY

LÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

11760177_10153148115417568_564674972405978674_n
12 vikur

photo 1

22 vikur

Processed with VSCOcam with f2 preset
30 vikur

Góða kvöldið! Jæja .. Er ekki löngu kominn tími á þetta blogg? Það hafa allavega margir lesendur kvartað yfir því að ég sé ekki að standa mig í fréttaveitunni, komin þetta langt á leið. Í síðustu póstum hefur ekki farið fram hjá neinum að ég er ekki einsömul kona þessa dagana. Ég ber semsagt lítinn dreng undir belti sem er væntanlegur í heiminn í janúar. Spennandi tímar framundan ..

Ég hef ekki reynslu af því að vera strákamamma og sé það ekki alveg fyrir mér – en er þó ótrúlega spennt og þakklát fyrir litla tippalinginn í maganum. Ég tók smá rúnt í tilefni þess að ég færi ykkur fréttir og gerði smá óskalista fyrir litla töffara. Þannig tengi ég þetta betur við bloggið mitt og veiti vonandi einhverjum mömmum innblástur eða hjálpa til við jólagjafa innkaup. Þetta er líka lúmsk leið hjá mér til að fá nothæfar sængurgjafir ;)

Flestar af vörunum eru til í íslenskum verslunum og því auðvelt að nálgast þær. Það er nokkuð skemmtilegt að sjá það eftir á að það rataði nánast ekkert blátt á stráka listann minn – það er þó bara jákvætt að mínu mati.
boy1

Hattur: Lindex, Bolur: Ígló&Indí, Plakat: Boligheter.se, Tigergalli: Heritage/BiumBium store,
Baukur: Tulipop/Hrím, Ullargalli: FUB/Geysir, Skór: Nike Jordan/Nike verslun

_boy
Skór: EnFant, Gíraffi: Sophie the giraffe, Náttgalli: Lindex,
Buxur: Tinycottons/Petit.is, BabyNest: Petit.is, Pandagalli: ÍglóIndí
boy3
Snjógalli: 66°Norður, Teppi: Ígló&Indí, Peysa: As We Grow, Bíll: Goki/Lítil í upphafi, Húfa: Huttelihut/BíumBíum, Buxur: Lindex

Eitthvað hef ég keypt nú þegar en annað er blikk á ömmurnar heima á Íslandi ; )
Vonandi líður tíminn hratt næstu mánuði. Gleðileg jól?

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FLJÓT Í FÍNNI GÍRINN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Andrea

    11. November 2015

    yndislegt ❤️ til hamingju

  2. Svart á Hvítu

    11. November 2015

    ÓMÆGOD þetta kalla ég fréttir…. Spennó!:) Ég sá mig heldur alls ekki fyrir mér sem strákamömmu, hélt ég kynni ekki á stráka haha, en vá hvað það er skemmtilegast í heimi:)