fbpx

10 UPPÁHALDS

LÍFIÐMAGAZINE

 

10

Ég svaraði 10 léttum spurningum fyrir Króm vef á dögunum. Spurningar sem enduðu í öðru tölublaði Króm Magazine sem kom út í dag. Leyfi svörunum að leka hér í kjölfarið. Takk fyrir mig.
Blaðið í heild sinni finnið þið: HÉR 1377450_10151696267002568_432296712_n

Hvaða árstíð hentar þér best?
Sumarið er tíminn … þó rútína haustsins leggist alltaf vel í mig.

Uppáhalds borg og af hverju?
Ég held ég verði að svara París. Menningin – fólkið – tískan – maturinn í sinni bestu mynd, allt á einum stað. Barcelona kom sterk inn í sumar þar sem það bættist strönd við hlutina að ofan, hún er samt ekki alveg jafn chic og rómantísk og París og því heldur sú franska toppsætinu áfram.

Uppáhalds veitingastaður og hvað pantar þú?
Ég á mína uppáhalds staði í hverri borg hverju sinni. Í minni borg, Köln, fer ég gjarnan á Schmitz í besta brönsinn, tek lunch á ítalska Vapiano sem er fljótlegur og þægilegur. Og enda daginn síðan í tapas á La Bodega.Á Íslandi er úrvalið endalaust af góðum stöðum sem ég sakna þess að geta heimsótt reglulega. Íslenskur fiskur er í miklu eftirlæti.

Besta tónlistin í ræktina?
Ég hleyp með rólega tóna í eyrunum í ræktinni, þá næ ég að tæma hugann og bestu hugmyndirnar brjótast fram.

Uppáhalds fatahönnuður?
Ég fell frekar fyrir einstaka flíkum í línum hönnuða heldur en að halda uppá einhvern einn sérstaklega. Afþví að ég bý erlendis þá er ég alltaf stolt af íslenskum fatahönnuðum. Dóttir mín gengur mikið í Ígló&Indí, maðurinn minn í JÖR  og ég er hrifin af Hildi Yeoman & Andreu Magnúsdóttur sem dæmi. Ég vona líka að ég fái að sjá meira af Another Creation sem ég var mjög hrifin af á RFF fyrr á árinu.

Drauma flík eða fylgihlutur?
Þessa dagana dreymir mig um hliðarveski frá Saint Laurent. Saint Laurent Monogram quilted-leather cross-body bag , fyrir ykkur sem viljið “gúggla” týpuna.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Mest notaðasta flíkin mín er biker leðurjakkinn sem ég hannaði í Moss by Elisabet Gunnars samstarfinu með NTC – hann bregst mér ekki.

Uppáhalds app? Ætli það sé ekki bara Instagram.

Kvikmynd sem þú hefur séð oftast? Eflaust Sound of Music. Gat horft á hana endalaust þegar ég var yngri og er byrjuð að horfa á hana með dóttur minni í dag.

Hvaða lag er á repeat? Jólalögin fara líklega að detta inn. Er að reyna að halda í mér.

Og að lokum, hvaða 3 frægum einstaklingum myndir þú bjóða í mat og hvað myndir þú elda? Þessi er erfið. Ég hugsa að ég myndi bjóða Vigdísi Finnbogadóttur, David Beckham og Ellen DeGeneres – væri það ekki eitthvað?
Ég myndi draga þau út úr húsi. Fara með þau á Bæjarins Bestu á fallegum sumardegi og leyfa Vigdísi að velja góðan stað til að setjast niður í kaffi eftir á.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

TOMMY'S ANGELS

Skrifa Innlegg