Ég er enn að venjast því að geta labbað niður í miðbæ á innan við 10 mínútum. Nú djóka ég ekki, en mér finnst það meiriháttar lúxus.
Síðastliðinn sunnudag vaknaði ég tiltölulega snemma.. rölti niður í bæ í góðu veðri. Mikið er maður sveltur af góðu veðri ef maður fær sumartilfinningu við 11°. En yfir í alvarlegri málefni, það er ansi notalegt að mæta hamingjusömum túristum, sjá falleg gömul og snyrtileg hús, heyra í öndunum kvaka og sjá laufin á trjánum standa í stað. Ég er ekkert að fara sekta veðurguðinn ef hann leyfir þessu að gerast oftar.
Þessir miðar leyndust í Trendnet pokanum mínum..
Tvöfaldur espressó & tvöfaldur macchiato.. einn fyrir mig, einn fyrir Davíð. Fyrir vikið labbaði ég miklu hraðar heim & sló persónulegt met, tók þetta á átta mínútum. Djók.
Ég notaði í fyrsta sinn jakka sem ég keypti mér í Boston.. frá Calvin Klein – ekki að það sé aðalatriðið – en ansi fínn, sýni ykkur betri myndir af honum síðar.
Skrifa Innlegg