Sunnudagsmorgun – 22.09.13

Ég er enn að venjast því að geta labbað niður í miðbæ á innan við 10 mínútum. Nú djóka ég ekki, en mér finnst það meiriháttar lúxus.

Síðastliðinn sunnudag vaknaði ég tiltölulega snemma.. rölti niður í bæ í góðu veðri. Mikið er maður sveltur af góðu veðri ef maður fær sumartilfinningu við 11°. En yfir í alvarlegri málefni, það er ansi notalegt að mæta hamingjusömum túristum, sjá falleg gömul og snyrtileg hús, heyra í öndunum kvaka og sjá laufin á trjánum standa í stað. Ég er ekkert að fara sekta veðurguðinn ef hann leyfir þessu að gerast oftar.

 

 

Þessir miðar leyndust í Trendnet pokanum mínum..

Tvöfaldur espressó & tvöfaldur macchiato.. einn fyrir mig, einn fyrir Davíð. Fyrir vikið labbaði ég miklu hraðar heim & sló persónulegt met, tók þetta á átta mínútum. Djók.

Ég notaði í fyrsta sinn jakka sem ég keypti mér í Boston.. frá Calvin Klein – ekki að það sé aðalatriðið – en ansi fínn, sýni ykkur betri myndir af honum síðar.

Off to Toronto

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn

    24. September 2013

    Þú ert svo skemmtileg! Ég er sammála. Svona veðrátta gefur sumartilfinningu sama hvað stendur á mælinum. Hvað þá á sunnudegi!

  2. Jóhanna Sigurjónsdóttir

    24. September 2013

    Ég verð að viðurkenna að ég er búin að fylgjast með þér blogga síðan örugglega svona 2007 á frigid! Það er því ansi ánægjulegt að sjá þig hér!

    • Karen Lind

      24. September 2013

      I love this! Takk min kæra, Frigid var fyndin siða þar sem vitleysan fekk að raða rikjum :-) takk fyrir kommentið!

  3. Jóna Kristín

    25. September 2013

    Jiminn.. Mikið skil ég þig! Ég einfaldlega elska að búa í miðbænum og að það taki bara nokkrar mín að rölta í menninguna.. það veitir manni svo mikið eitthvað :)
    Í vetur er líka ekkert smá kosy að rölta miðbæinn, þegar tjörnin er frosin og svona.. Það er akkurat ekkert við Keflavík sem ég sakna haha :-|

    • Karen Lind

      25. September 2013

      Word sissie! Svo innilega sammála! Þetta er alveg yndislegt í alla staði.

  4. Klara

    25. September 2013

    Má spyrja hvar þú fékkst þetta fína svarta hárband/eyrnaband sem þú ert með þarna? Ég er ein af þeim sem er alltaf kalt á eyrunum svo ég kaupi mér alltaf fleiri eyrnabönd… sumir eru skófíklar en aðrir eru eins og ég… eyrnabandafíklar… :)

  5. Karen Lind

    25. September 2013

    Ég skal skella í færslu – á gamlar myndir sem ég tók þegar ég keypti þetta! Ég veit til þess að þetta er enn til..