Mér finnst flott að vera í stuttbuxum í ræktinni yfir sumartímann. Ég hef ekki séð margar stelpur/konur í stuttbuxum hér heima, en það má alveg gerast oftar.. enda úr mörgum flottum að velja.
Síðastliðin tvö sumur hef ég einungis farið þrisvar sinnum út að hlaupa í stuttbuxum – á Íslandi! Ég keypti mér þrennar um mitt sumarið 2012.. og hef notað þær mun oftar í Bandaríkjunum en hér heima. Vestanhafs er nánast óeðlilegra að vera í buxum en stuttbuxum, en hér heima eru stelpur/konur nánast undantekningarlaust í síðum æfingabuxum.
Hvað segið þið, er þetta eitthvað trend sem þið mynduð vilja sjá koma hingað til Íslands yfir sumartímann? Ef svo er, smellið á hjartað! Hlakka til að sjá viðbrögðin! :-)
Skrifa Innlegg