fbpx

Stuttbuxnatrend í sumar

ÆFINGAFÖT

Mér finnst flott að vera í stuttbuxum í ræktinni yfir sumartímann. Ég hef ekki séð margar stelpur/konur í stuttbuxum hér heima, en það má alveg gerast oftar.. enda úr mörgum flottum að velja.

Síðastliðin tvö sumur hef ég einungis farið þrisvar sinnum út að hlaupa í stuttbuxum – á Íslandi!  Ég keypti mér þrennar um mitt sumarið 2012.. og hef notað þær mun oftar í Bandaríkjunum en hér heima. Vestanhafs er nánast óeðlilegra að vera í buxum en stuttbuxum, en hér heima eru stelpur/konur nánast undantekningarlaust í síðum æfingabuxum.

akdf baædkj kk ok shhorts shortss stuttbuxur tumblr_mrw22ek0UN1s5qw8jo1_250ghjk uygkhj

Screen Shot 2014-01-09 at 9.51.48 AM

Hvað segið þið, er þetta eitthvað trend sem þið mynduð vilja sjá koma hingað til Íslands yfir sumartímann? Ef svo er, smellið á hjartað! Hlakka til að sjá viðbrögðin! :-)

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Út að hlaupa

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

 1. Agnes

  9. January 2014

  Mér finnst þetta persónulega mjög smart á öðrum, en ég held að ég sé ekki alveg að fara að skella mér útúr húsi í stuttbuxum fyrr en leggirnir fá smá lit og betri tónun. Semsé mögulega sjálfsöryggisvesen að fara með einhverjar íslenskar konur eins og hjá mér… :)

  • Karen Lind

   9. January 2014

   Já, mér finnst þetta einmitt e-ð óþægilegt hérna heima..

   … en við konur erum svo furðulegar.. konur í Bandaríkjunum eru yfirleitt mun frjálslegri í vextinum en við en þeim virðist vera alveg sama :-) Við þurfum að taka þær til fyrirmyndar!

  • Alexandra

   9. January 2014

   sama segi ég :) ég myndi persónulega ekki þora – en mjög flott á öðrum skvísum.

 2. Rut R.

  9. January 2014

  2012 var algjört stuttbuxnasumar hjá mér í útihlaupunum og á æfingum.
  En það var ekki séns að kuldinn og rigningin leyfði stuttbuxur sumarið 2013 :)
  Vonandi bíður sumarið 2014 uppá að þetta flotta trend, svo mikið til af flottum stuttbuxum.

 3. Elín Rós

  9. January 2014

  fýla þetta einmitt á öðrum en veit ekki hvort ég myndi höndla þetta sjálf.. maður er alltaf sjálfum sér verstur og finnst maður ekki “púlla” þetta. Hef þó aðeins notað stuttbuxur þegar ég tek hot yoga session :)

 4. Halla

  9. January 2014

  Ég ætla að skora á sjálfa mig og aðrar konur að nota stuttbuxur í sumar…… mér er alveg sama hvað öðrum finnst og það eru engar 2 konur eins :)
  Mér finnst þetta flott og ætti það ekki að vera nóg?

  • Karen Lind

   9. January 2014

   A L G J Ö R L E G A ! ! Ánægð með þig!

 5. Margrét

  9. January 2014

  Þetta er æði, nota þetta mikið í ameríku en ekki séns að ég noti þetta hérna heima. Kannski eitthvað með hitastigið að gera, en maður er bara almennt chillaðri í USA :)

 6. Rósa G.

  9. January 2014

  Mjög flott! Við þurfum að hætta að vera svona spéhræddar hérna á Íslandi :-)

 7. díana

  9. January 2014

  Finnst þetta rosa flott. sérstaklega þegar konur eru með flotta og langa leggi. En íslenskar stúlkur mega alveg vera duglegri að nota þær, sammála. ég keypti svaka flottar í Lululemon úti og hef einmitt notað í hot yoga t.d.

  kv.

 8. Rannveig

  9. January 2014

  Langar alveg hrikalega að vera í stuttbuxum í spinning og ræktinni almennt en er ekki viss um að ég myndi gera það því flestir myndu stara á mann og jafnvel halda að þetta væri athyglissýki.
  Held perónulega að þetta sé mun þægilegra heldur en þröngar æfingabuxur sem maður er alltaf að toga ýmist upp eða niður til að forðast plömmer eða kameltá.

 9. ásta mjöll

  9. January 2014

  ég keypti mér einmitt flottar stullur og ætlaði sko í þeim í ræktina en svo bara gat ég það ekki!
  vona svo innilega að þetta fari að detta inn með vorinu!

  • Karen Lind

   9. January 2014

   Já! Svo gæti líka verið flott að vera í hjólabuxum innan undir – það er kannski ekki jafn óþægilegt.. :)

 10. Lilja Guðný

  9. January 2014

  Ég á einmitt 2 pör af svona og hef farið í þeim í hot yoga og fundist það æði! Er að byrja núna á fullu í einhverjum Hot tímum og ætla því að nota mínar til hins ítrasta..! Sé mig samt ekki alveg á hlaupabrettinu í þeim..

  En hún Iza Goulart insta-vinkona mín er nú alltaf drop dead í þessu og maður getur bara ímyndað sér að maður look-i jafn vel og hún..! (mynd nr. 2)

 11. Thorunn

  9. January 2014

  sammála- ég á alveg eins og númer 4 og notaði þær bara í USA þegar ég bjó þar en myndi ekki þora að fara í þeim í ræktina hér..allir í síðbuxum!

 12. Ásta María

  9. January 2014

  Skora á þig að vera trendsetter Karen:)

  • Karen Lind

   9. January 2014

   Úff, þá þurfa undur og stórmerki að gerast! haha

 13. Hekla

  9. January 2014

  ég er með svo ljótar lappir :( að ég get ekkert verið í stuttbuxum sem mér finnst leiðó því mér finnst það kjút

 14. Erna Lind

  10. January 2014

  Ég fór nánast alltaf í stuttbuxum ÞEGAR ég var dugleg að mæta í ræktina. Þá sérstaklega þegar ég var að fara vera mikið á brennslutækjunum, hlaupabretti eða hjóli td. Finnst það mun þægilegra og einhvernvegin frjálslegra að hreyfa sig í þeim! Var bara í hjólabuxum undir :))

 15. Lára

  10. January 2014

  Ég byrjaði að nota stuttbuxur í ræktina fyrir 2-3 árum síðan og nota núna ekkert annað, fer þó í síðbuxurnar þegar ég fer út að hlaupa á veturna, augljóslega. Mér finnst ég hálfpartinn vera að “kafna” þegar ég er í þröngum íþróttabuxum inni í ræktinni eftir að ég vandist stuttbuxunum. Svo kaupi ég þær alltaf í L þannig að þær eru alls ekki þröngar að og maður virkar með grennri leggi fyrir vikið þegar þær eru aðeins stærri….mæli með þessu, miklu léttara og þægilegra að vera í þeim á hlaupabrettinu en leggings….finnst mér allavega! ;)

 16. Svart á Hvítu

  11. January 2014

  Mjög flott, en ég ætla að hlífa öðrum fyrir því að ég fari að spranga um í stuttbuxum í gymminu haha, sé það ekki fyrir mér!:)