Bleikt púðaver hefur verið á listanum í einhvern tíma.. ég sá til að mynda einn trylltan púða í Feldi um daginn – eða okay janúarmánuði – sem mig langaði ótrúlega að eignast. Yfirþyrmandi flottur… hann var svona nokkurn veginn “stuck on my mind” & endaði með að fara aftur í Feld en þá var hann auðvitað seldur.
Ég rakst svo fyrir tilviljun á fölbleikan lambapúða í Osló – hann á aftur á móti ekki roð í þann sem ég sá í Feldi en ég er engu að síður alsæl með hann. Ég er með blæti fyrir bleikum eins og meðbloggari minn Svana en á aftur á móti ekki mikið í bleiku. Í kaupbæti fékk ég einhvers konar dauða pöddu.. ég lá í sófanum.. og fann hana þegar ég strauk fingrunum í gegnum púðann. Oj! Ég veiddi hana úr með gaffli og var skíthrædd við hana þrátt fyrir ekkert lífsmark í blessuninni.. (“.)
Fyrr í vetur eignaðist ég draumateppið eða Fox Blanket frá Scintilla.. jú, það er örlítið bleikt í því líka. Litasamsetning á því er svo djúsí og setur smá twist á svartan sófann. Teppið er svo humongous og djúsí að það liggur við að Davíð finni mig ekki þegar ég nota það. Þetta er mögulega mesta lúxusteppið.. en það er framleitt í Skotlandi, á sama stað og ullarvörur Louis Vuitton eru framleiddar.. og mögulega ullarvörur Hermés ef ég man rétt? Leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál.
Púði: Fæst hér (bleiki uppseldur)
Teppi: Fæst hér
Kaffibolli: Fæst hér .. smá grín.. en ég elska þennan bolla svo þetta fær að fljóta með
Skrifa Innlegg