fbpx

Fyrsta utanlandsferðin

PERSÓNULEGT

Við fórum til Oslóar í heimsókn til bróður míns og kærustu.

En já, hvað erum við að tala um.. þvílík breyting sem það er að ferðast með barn. Hvernig er þetta fræðilega mögulegt með tvö börn? Á svipuðum aldri…? Tvíbura? Hvað þá þrjú? Við eigum hins vegar mjög rólega og fyrirferðarlitla dúllu. Hún hefur verið þannig frá því hún fæddist, það er aldrei neitt að.. hún bara brosir.. og er ánægð hvar sem hún er. Vonandi verð ég svona heppin með næsta barn. Þrátt fyrir að hún hafi verið hin rólegasta hvora leið yfir hafið, þá er bara svo mikið sem bætist við.. þetta er allavega mun meiri pakki en ég áttaði mig á. Til að mynda skildi ég ekki alveg hvað systir mín átti við með að vera stressuð fyrir ferð til Florida, ein með fjóra strákana sína. Þetta var áður en ég eignaðist hana.. Tjah, ég skil það bara mjög vel núna (“.).

Osló var æðisleg. Ég ætlaði sko að kaupa mér föt. Nú? Því ég á einn og hálfan bol og hörmulegar buxur. En ég fann ekkert.. svo er bara frekar þreytt að hanga í búðum með barn. Mömmuviskubitið er á öxlinni og segir mér bara að fara dúllast með hana. Fötin eru aukaatriði. Svo ég kom heim með ekkert, nema föt & fylgihluti fyrir hana og eitthvað fyrir heimilið. Fyrir utan þessar ástæður þá finnst mér ekki gaman að hanga í búðum með tónlist sem yfirgnæfir allt.

Æ, hún er svo mikið krútt. Hvernig er hægt að elska einhvern svona mikið. Buxurnar sem hún er í keypti ég í búð sem heitir Cubus (Cubus.com). Þær eru svo sætar. Með slaufu á rassinum. Barnafötin þar eru æðisleg – eða mest megnið af þeim :)

Ég bráðna.. Snædís Lind með slaufu í fyrsta sinn. Hversu krúttlegt!

Elísa og Snædís

Veit ekki alveg hvað er málið með Samsung myndavélina, hún blörrar burt allar línur ef flash-ið er ekki á.. en sjá þessa krúttu. Sokkarnir vel girtir, annars er þeim sparkað af.. haha.

.. hún er mætt.

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Anonymous

    2. May 2017

    hihi ég hef aldrei skilið þessa brjáluðu tónlist í fatabúðum, get ekki einbeitt mér ?

  2. arna björg

    2. May 2017

    jesús minn… hún er mesta krúttið… þið eruð sætastar <3

  3. Agla

    26. May 2017

    Sætar mæðgur :)

  4. Jóna

    15. July 2017

    Samsung myndavélarnar blárra ekki línur nema beauty filterinn er á. Myndavélarnar eru einmitt það góðar á Samsung að þær sýna hver einasta detail, já nema þegar það er blörrað með beautyfilter eða öðrum stillingum.

    • Karen Lind

      16. July 2017

      Okay.. þá er eitthvað að símanum hans Davíðs. Við verðum mjög blörruð þegar flashið er ekki á og þegar það er ekki mikil birta fyrir. Myndavélin er einmitt hrikalega góð í birtu, sú allra besta :)