Ekkert lát virðist vera á hattatískunni í vetur. Ég keypti mér hatt um daginn á fínu verði í Reading. Ég geng vanalega ekki um með hatt svo það var skemmtileg tilbreyting. Ef ég gæti eignast hvaða hatt sem er, þá kysi ég einn frá Maison Michel. Maison Michel hefur lengi verið í samstarfi við Chanel og því kemur svo sem ekkert á óvart að höfuðfötin séu handgerð og í hæsta gæðaflokki. Stjörnurnar sjást gjarnan með hattana frá Maison Michel en verðbilið á höttunum er frá 40 – 200 þúsund krónur. Eflaust kannast fleiri við kanínueyrun en þau hafa verið mjög áberandi undanfarin ár.
Beautiful!
Skrifa Innlegg