2 fyrir 1 af combó á Lemon

HOLLUSTA

Það eru eflaust fleiri en ég sem eru hamingjusamir yfir þessu dúndurtilboði á Lemon fyrir viðskiptavini NOVA. Þetta gerist varla betra – 2 fyrir 1 af combói á Lemon! Ég er sek um að hafa farið þrisvar í vikunni.. í gærkvöldi, í fyrradag og sl. mánudag.

Ég er ekkert að grínast, en ég og kærasti minn elskum Lemon.. Yfirleitt fáum við okkur það sama í hvert sinn, Spicy Chicken samloku og Nice Guy safa. Ég er orðinn heimalingur á Lemon á Laugaveginum og er bara farin að segja “Hæ” við strákana þar.

Í gær fengum við okkur líka engiferskot.. satt að segja hef ég aldrei fengið svona stórt “skot” af hreinum engifersafa. Skotglasið er rosalega stórt – sem er bara betra – en það reif vel í og ég fann kerfið rjúka í gang!

IMG_3048IMG_3055

IMG_3072IMG_3073

 Lemon samlokurnar og drykkirnir eru “out of this world” og á allt öðrum stalli en samlokur og safar frá sambærilegum stöðum að mínu mati. Samlokurnar eru veglegar, með súper góðu hráefni og svo verð ég að minnast á brauðið. Ég veit ekki hvort þið sjáið það (á síðustu tveimur myndunum) en það er einhvers konar salt- og kryddblanda á brauðinu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið.

Ég verð að fara prófa fleira á matseðlinum en Spicy Chicken.. en það er bara smá erfitt að fá að fá sér eitthvað annað þegar maður veit að þessi tryllingur er handan hornsins! Getið þið mælt með einhverjum öðrum?

Allavega, þetta tilboð gildir fyrir viðskiptavini NOVA frá kl. 16:00 alla daga út janúar 2014.. Takk NOVA, fyrir besta tilboðið hingað til.

karen

Glucomannan frá NOW

Skrifa Innlegg

17 Skilaboð

  1. Erna Lind

    17. January 2014

    tunacado er í uppáhaldi hjá mér ásamt spicy chicken! mæli með að prófa ef þú ert ekki búin að því :))

  2. Inga

    17. January 2014

    Ég og kærasti minn erum einmitt MJÖG dugleg að nýta þetta tilboð og við höfum ekki prufað annað en spicy chicken.. hann er bara of góður en við fáum okkur good times drykkinn sem ég mæli með :)

  3. Maríanna

    17. January 2014

    Ég mæli með Chickencado, mjööööööööög góð, mín uppáhalds samloka hjá þeim :)

  4. Anna Soffía

    17. January 2014

    Chickenado samlokan er TRYLLT! Ég þrái hana í öll mál!

    • Karen Lind

      17. January 2014

      Já hef smakkað hana – hún er hrikalega góð!

  5. hugrún

    17. January 2014

    ég fæ mér alltaf good times safa, hann er með avókadó, og paramella samloku sem er með parmaskinku! best :)

  6. Harpa

    17. January 2014

    Sorglegt samt hvað Lemon er mikil eftirherma af Joe and the Juice. Þeir gera allt eins. Brauðið – pestóið – og drykkirnir. Allt nánast eins nema settu annað nafn.

    • Karen Lind

      17. January 2014

      En er það ekki bara sama dæmið og með hamborgarastaði, bakarí, pylsubari og annað?

      • Bára Sif

        18. January 2014

        Vá… ég hef svo oft hugsað það sama og Harpa og heyrt marga segja það sama! En þetta svar hjá þér Karen er mjög gott, held að flestir fatti ekki að hugsa þetta svona.
        Annars eeelska ég líka Spicy Chicken og hef alltaf fengið mér Alabama djúsinn með, looove it

    • Þórunn

      18. January 2014

      Lemon gáfu það út að þeir væru að opna stað í anda Joe and the juice og pret þannig að það var nú ekkert leyndarmál að þetta yrðu samlokur og djúsar…

      • Svala

        18. January 2014

        Já, sammála þér. Og Lemon náði að toppa Joe & the Juice.. miklu betra brauð, mun veglegra eins og Karen nefnir, safarnir eru betri (ég fékk einn mjög vatnskenndan og bragðlausan á Joe um daginn – samt mæltu þeir með honum).. og skemmtilegri og persónulegri staður.

  7. Guðrún

    17. January 2014

    Dazed er uppáhalds og spicy chicken, mér finnst Lemon betri en Joe and juice…!

  8. Kristín

    18. January 2014

    Þarf maður að sýna það eitthvað sérstaklega að maður sé í Nova er nóg að segja það?

  9. Svart á Hvítu

    19. January 2014

    PESCADO OG ALABAMA DJÚS MMMMMMMMMM
    Er komin með ógeð af kjúllasamlokunum og túna… hef fengið mér of margar, en avakadó, tómatur, pestó og mozzarella er sjúklega gott, mig dreymir um hana á næturnar!:)