Það eru eflaust fleiri en ég sem eru hamingjusamir yfir þessu dúndurtilboði á Lemon fyrir viðskiptavini NOVA. Þetta gerist varla betra – 2 fyrir 1 af combói á Lemon! Ég er sek um að hafa farið þrisvar í vikunni.. í gærkvöldi, í fyrradag og sl. mánudag.
Ég er ekkert að grínast, en ég og kærasti minn elskum Lemon.. Yfirleitt fáum við okkur það sama í hvert sinn, Spicy Chicken samloku og Nice Guy safa. Ég er orðinn heimalingur á Lemon á Laugaveginum og er bara farin að segja “Hæ” við strákana þar.
Í gær fengum við okkur líka engiferskot.. satt að segja hef ég aldrei fengið svona stórt “skot” af hreinum engifersafa. Skotglasið er rosalega stórt – sem er bara betra – en það reif vel í og ég fann kerfið rjúka í gang!
Lemon samlokurnar og drykkirnir eru “out of this world” og á allt öðrum stalli en samlokur og safar frá sambærilegum stöðum að mínu mati. Samlokurnar eru veglegar, með súper góðu hráefni og svo verð ég að minnast á brauðið. Ég veit ekki hvort þið sjáið það (á síðustu tveimur myndunum) en það er einhvers konar salt- og kryddblanda á brauðinu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið.
Ég verð að fara prófa fleira á matseðlinum en Spicy Chicken.. en það er bara smá erfitt að fá að fá sér eitthvað annað þegar maður veit að þessi tryllingur er handan hornsins! Getið þið mælt með einhverjum öðrum?
Allavega, þetta tilboð gildir fyrir viðskiptavini NOVA frá kl. 16:00 alla daga út janúar 2014.. Takk NOVA, fyrir besta tilboðið hingað til.
Skrifa Innlegg