Kviknar..

Í dag kl. 17 er útgáfupartý Kviknar (Kaffi Laukalækur) sem ég skrifaði um hér um daginn.. en þessi bók er svo yndisleg eins og þið sjáið hér að neðan. Í henni eru allar spurningar sem þú spyrð sjálfa þig þegar þú ert ófrísk. Sumum langar að spyrja ákveðinna spurninga en þora því ekki, og þar af leiðandi er þessi bók alveg tilvalin. Það má segja að hún sé eins og handbók en þó auðlesin og í senn einföld sem gerir hana líka heillandi. Það á að vera gaman að lesa um allt ferlið, frá getnaði til sængurlegu.

Hér eru örfá dæmi um nokkra fræðslumola og spurningar sem mér finnst frábærar!

Hvað er belgjalosun?
Hvað er að vera hagstæð?
Hver eru einkennin þegar ég er að fara af stað?
Hvað er áhættumeðganga?
Hver er munurinn á samdráttum, fyrirvaraverkjum og hríðum?
Hvaða vítamín á ég að taka?
Af hverju fæ ég sinadrátt?
Af hverju morgunógleði?
Af hverju fæ ég æði fyrir ákveðnum mat?
Hvernig á ég að anda (í fæðingunni) til að slaka á?
Hvað er dreypi/dripp?
Get ég rifnað í klofinu? Þarf að klippa mig og sauma?
Hvernig fer keisari fram?
Kúka ég í fæðingunni?

Þessi bók er æðisleg.. og hún er algjör nauðsyn að mínu mati.


Trylltir lampar..

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hanna Björg Konráðsdóttir

    4. December 2017

    Þessa bók verð ég að fá mér. Mikið eru þessar myndir fallegar!