Kanada tryllingur

PERSÓNULEGT

Okay, nei.. stönsum nú aðeins hvað það var gaman í Kanada um helgina.

Þetta combo tekur engan enda.. combo as in Karen & Inga – fyrrum Frigid bloggari.. Sum ykkar muna kannski eftir henni en hún er heimsins mesti húmoristi.

Þið þurfið að venjast þessu, en endrum og eins munu koma hryllingsmyndir inn á trendnet af okkur frænkunum. Það er okkar norm þegar við erum saman – og hvorki aldur né grá hár geta breytt því.

Mhmmm… cornbread. Til hvers að setja eitt í kassann þegar það er pláss fyrir þrjú önnur? Sæll, þetta var gott.

Aðeins að skella í MK & Ashley svipinn..

Ég neyddist til að byrgja mig upp af sápum… með nóg af gerviefnum í. Sorry kæri hafsjór, sorry hendur, sorry bara.

Myndataka á móti sól er ekki hægt. Ég reyndi en lamaðist í augunum. Inga aftur á móti rúllaði þessu upp.

Dólgslæti á Target planinu.

Þetta gerðist í Target. Eitt ágætis vídjó var tekið upp..

Við mátuðum þennan hörmulega peysukjól, og spurningin var sem sagt sú – hvor hatturinn færi kjólnum betur, minn eða hennar.

Hvorug uppástungan féll í kramið hjá instagram-vinum.

Svo yndislega sæt.

Pizzapartý á leið út á flugvöll.

Sunnudagsmorgun - 22.09.13

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    25. September 2013

    Ójú ég man sko mjög vel eftir þegar þið voruð báðar á Frigid:)… Greinilega mjög mikið stuð á ykkur og þið álíka steiktar… góða skemmtun!
    -Svana

  2. LV

    25. September 2013

    Ertu enn með ólitað hár ?

    • Karen Lind

      25. September 2013

      Já, það er alveg ólitað…. ég mun líklegast aldrei lita það aftur :-)

      • LV

        25. September 2013

        Það er mjög fallegur litur á því, virðist mjög heilbrigt :) Ég er hætt að lita mitt líka, þvílíkur peningasparnaður :)

  3. Ingveldur

    25. September 2013

    Þessi heimsókn var svo dásamlega skemmtileg. Það sem ég elska að rugla með þér þó svo að enginn þoli okkur á meðan því stendur :) Ég heimta að þú komir allar helgar til okkar!!! <3

  4. Agla

    25. September 2013

    Flottur blái maskarinn :) Mig langar einmitt svo að heimsækja Toronto :)

  5. Sigrún

    25. September 2013

    Er kríli á leiðinni? :)

    • Karen Lind

      25. September 2013

      Hjá mér eða Ingu? :-)

      Svarið er reyndar nei – hjá okkur báðum. Ég er mjög forvitin, af hverju hélstu það? :)

  6. Ingveldur

    25. September 2013

    Hahaa hún heldur örugglega ég því vindurinn á bensín myndinni lætur kjólinn fjúka upp ;) Gæti alveg verið ólétt á þeirri mynd!

    • Karen Lind

      25. September 2013

      Hahahaha. Slæmt! Ég bíð spennt eftir svari :-)