Ég er eini bloggarinn á Trendnet sem hefur náð þremur tugum í aldri. Eðlilega hafa orðið breytingar á húðinni, þá sérstaklega í andlitinu. Ég fagna að sjálfsögðu hverju ári og er þakklát fyrir að eldast. En ég neita því ekki að ég var alsæl þegar mér bauðst að fara í Dermapen meðferð á andliti hjá Díönu en hún er annar eigandi Húðfegrunar. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á og kom því inn með engar væntingar né pælingar um hvað skyldi eiga sér stað fyrir utan það sem ég hafði lesið mér til um meðferðina. Díana er hjúkrunarfræðingur og er sérfræðingur á sínu sviði. Örugg og pottþétt í því sem hún var að gera. Ekkert hik á henni og fyrir vikið var hún sneggri með Dermapennanum. Meðferðin tók aðeins um 20-30 mínútur.
F.V. – Bryndís Alma hagfræðingur og Díana hjúkrunarfræðingur, eigendur Húðfegrunar.
Dermapen meðferðin (microneedling) er öflug og örugg húðmeðferð sem er aðeins framkvæmd á stofu. Þess má einnig geta að meðferðin sem ég fór í dag hjá Húðfegrun er sú öflugasta sem er í boði á Íslandi. Dermapen meðferðin vinnur á eftirfarandi:
Fínum línum og hrukkum
Ótímabærri öldrun húðar
Húðsliti
Örum
Opinni húð
Exemhúð
Litabreytingum á húð
Ég er að sjálfsögðu með eitthvað af þessu, þá helst fínar línar, opna húð og litabreytingar.
Meðferðin sjálf var örlítið sársaukafull. Til að byrja með setti Díana serum krem með náttúrulegum fjölsykrum á andlitið og þar á eftir fór hún yfir andlitið með Dermapennanum. Penninn ýtir serum kreminu undir húðina. Mig minnig að styrkleikinn geti farið upp í 2 en ég var í 0,5-1. Ég fann minnst fyrir því þegar hún renndi pennanum yfir kinnarnar, hökuna og nefið en svæðið fyrir ofan efri vörina og ennið voru sársaukafyllri. Svo vandist þetta og ég fann mun minna fyrir þessu eftir því sem leið á.
Ég fer aftur í lok nóvember og í byrjun desember. Ég þarf að passa mig á því næstu daga að fara ekki í ljós (sem ég hef ekki gert í næstum átta ár), forðast sól, ekki fara í sund næstu tvo daga og nota sólarvörn með SPF30. Heimavinnan er nú bara auðveld :)
Og nei, þetta er hvorki amman í “There’s something about Mary” eða rautt jólaskraut. Bara ég. Eflaust versta mynd sem ég hef sett á netið af sjálfri mér, en mig langaði bara að sýna ykkur hvernig ég leit út eftir meðferðina. Hún vinnur vel á húðinni og því lítur maður út eins og sólbekkurinn hafi verið helsta sportið þann daginn. En nú hafa liðið þrír tímar frá meðferðinni og ég er að nálgast mitt venjulega útlit.
Húðfegrun var áður staðsett í Skipholti en þær færðu sig nýlega yfir í Fákafen 11, beint fyrir ofan nýja GLÓ veitingastaðinn (þar sem Lifandi Markaður var).
Facebook Húðfegrunar
Heimasíða Húðfegrunar
En allavega… mikið hlakka ég til að sjá hvernig ég verð eftir þriðju meðferðina. Ég deili því með ykkur!
Bestu kveðjur,
Skrifa Innlegg