Ein klassískasta yfirhöfn allra tíma. Kápurnar frá Burberry eru flottar við hvaða tilefni sem er og hægt er að klæðast þeim allan ársins hring. Það virðist ekki skipta máli hverju er parað saman við kápurnar, útkoman er alltaf flott. Strigaskór, hælar, gallabuxur, svart, hvítt, grátt.. C’est parfait!
Kápurnar eru svo veglegar og endast manni heila eilífð. Þær gerast varla fallegri að mínu mati! … og þær parast meira að segja vel við bol með mynd af banönum á.
Skrifa Innlegg