fbpx

Skráning á líkamsmyndarnámskeið: The Body Project

TILKYNNINGAR

Ákall til stúlkna í framhaldsskólum!

Screen Shot 2015-10-02 at 8.26.41 PM

Þá er komið að líkamsmyndarnámskeiðinu The Body Project en Dove sjóðurinn veitti styrk til verkefnisins. Fljótlega munu námskeiðin fara af stað en þau er haldin í öllum framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Námskeiðin miða að því að efla gagnrýna hugsun gagnvart ríkjandi fegurðarviðmiðum og auka sátt við eigin líkamsvöxt.

Það sem eykur traust mitt til námskeiðsins er að það hefur verið rannsakað ítarlega og er efni þess talið vera það árangursríkasta á umræddu sviðu. Niðurstöður rannsókna sýna jákvæð áhrif á líkamsmynd og eins hefur tekist að fækka átröskunartilfellum. Íslenska útgáfa námskeiðsins hefur verið í þróun í fimm ár, hvorki meira né minna, og hafa niðurstöður hér heima verið í samræmi við fyrri rannsóknir.

Allar upplýsingar:

Verð: Ókeypis
Aldur: 18+ (einstaklingur þarf að vera sjálfráða)
Fjöldi skipta og lengd námskeiðs: Tvö skipti og hvert námskeið er tvær klukkustundir.
Hvenær: Í lok skóladags.
Nánar: Sjá plaköt sem hengd hafa verið upp á veggjum skólanna.
Námskeiðshaldarar: Þjálfaðir fagaðilar, annars vegar í sálfræði og hins vegar í félagsráðgjöf.
Skráning: likamsmynd@gmail.com

Það er engin spurning hvað stúlkur í framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins eigi að gera. Þær eiga að sjálfsögðu að skrá sig á þessi námskeið og hvetja hver aðra til að gera slíkt hið sama. Þetta er frábært tækifæri sem ég hefði að sjálfsögðu viljað fá sjálf á sínum tíma. Bendið frænkum, vinkonum, dætrum á – sýnið samstöðu og standið með sjálfum ykkur. Mætið á námskeiðin og verið sterkari fyrir vikið. Verið teinréttar í baki, með báðar fætur á jörðinni og verið stoltar. Hlakka til að sjá viðbrögðin og vonast að sjálfsögðu til að þessi hópur stúlkna fylli námskeiðin.

Endilega sendið spurningar og ég reyni að svara þeim eftir bestu getu.

Kærar kveðjur..

karenlind

 

Í uppáhaldi.. Sonia Kashuk

Skrifa Innlegg