Beyoncé – The Visual Album

BEYONCÉ

Í gær frumsýndi Beyoncé fimmta og síðasta hlutann af The Visual Album. Í myndskeiðunum fjallar hún um tónlistarmyndböndin, hvaðan hún fékk innblástur og hvernig hugmyndirnar af þeim komu til. Hvert lag af plötunni endurspeglar einhvern tímapunkt úr lífi hennar. Fyrir fólk eins og mig, sem hefur fylgst með henni frá unga aldri, er frábært að fá að komast eilítið nær henni. Beyoncé hefur alla tíð verið mjög prívat og henni hefur nánast tekist, á einhvern undraverðan hátt, að halda einkalífi sínu frá umheiminum. Ég hef horft á öll myndskeiðin og fyllst innblæstri svo um munar. Fyrir ykkur sem hafið ekki séð myndskeiðin hennar langar mig að deila þeim með ykkur.

Fjórða hlutann held ég mest upp á en annars er ansi erfitt að gera upp á milli þeirra. Nú bíð ég bara eftir því að fá plötuna í hendurnar.. það er ekki nóg að eiga hana á Itunes.

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

 

Íþróttahandklæði

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Sigríður

    5. January 2014

    Gastu keypt þessa plötu á iTunes? Reyndi það um daginn en það er eins og það sé ekki hægt á Íslandi… Ég bara verð svo mikið að eignast hana!! :)

  2. Eygló

    5. January 2014

    Vá, ég er svo turnt up eftir að hafa horft á þetta. Allt saman uppáhalds. Allt svo fallegt og frábær innblástur! Takk fyrir að deila þessu hérna K ;-)

    • Karen Lind

      5. January 2014

      Þetta er svo æðislegt allt saman…! Hún nær alltaf að fara skrefinu lengra á svo einstaklega einstakan hátt! xx

  3. Manuela

    5. January 2014

    Guð – ég á engin orð … hún er geggjuð …

  4. Ami

    5. January 2014

    Hún er svo mikið uppáhalds! Þoli samt ekki að hún skuli láta þetta ógeð Terry Richardsson vinna fyrir sig. En hún er náttúrulega bara á allt öðru leveli en allir aðrir artistar.

    • Karen Lind

      5. January 2014

      Já, smá mínusstig fyrir það! T.R. mætti haga sér betur..

  5. Kolfinna

    5. January 2014

    Hún er svo ótrúlega flott og frábær fyrirmynd! En ertu búin að sjá myndina hennar Life is but a dream?

    • Karen Lind

      5. January 2014

      Já, ég horfði á hana sama dag – og ég grét.. haha.

      • Kolfinna

        5. January 2014

        Já vá, hún deilir svo ótrúlega persónulegum hlutum og maður áttar sig svon virkilega á hversu ótrúlega góð manneskja hún er!

  6. Adda

    5. January 2014

    vaaá..einmitt þegar maður heldur að hun geti ekki toppað sig…þá gerir hún það á alla vegu! <3