Í gær frumsýndi Beyoncé fimmta og síðasta hlutann af The Visual Album. Í myndskeiðunum fjallar hún um tónlistarmyndböndin, hvaðan hún fékk innblástur og hvernig hugmyndirnar af þeim komu til. Hvert lag af plötunni endurspeglar einhvern tímapunkt úr lífi hennar. Fyrir fólk eins og mig, sem hefur fylgst með henni frá unga aldri, er frábært að fá að komast eilítið nær henni. Beyoncé hefur alla tíð verið mjög prívat og henni hefur nánast tekist, á einhvern undraverðan hátt, að halda einkalífi sínu frá umheiminum. Ég hef horft á öll myndskeiðin og fyllst innblæstri svo um munar. Fyrir ykkur sem hafið ekki séð myndskeiðin hennar langar mig að deila þeim með ykkur.
Fjórða hlutann held ég mest upp á en annars er ansi erfitt að gera upp á milli þeirra. Nú bíð ég bara eftir því að fá plötuna í hendurnar.. það er ekki nóg að eiga hana á Itunes.
Skrifa Innlegg