Ég var rétt í þessu lesa þessa grein inn á menn.is. Garðar Gunnlaugs lagði 1000kr. inn á Barnaspítala Hringsins (í stað bjórdrykkjuáskorunarinnar) og skoraði svo á vini sína að gera slíkt hið sama.
Hann skoraði ekki á mig, en ég hef bara ákveðið að taka þátt. Vonandi er einhver sem les þennan póst sem langar til að gera slíkt hið sama, og skorar á fólk á facebook.
Ég ætla að skora á alla bloggara Trendnet.is!
Svo er voða sniðugt að taka screenshot og blörra út þessar persónulegu upplýsingar, bara svona til staðfestingar :-)
Áfram áfram áfram! :)
Skrifa Innlegg