Beltin frá B-low the Belt eru augnkonfekt. Sérstaklega Bri Bri beltið en einkenni þess er tvöföld sylgja. Það hefur verið í uppáhaldi en hvergi hefur mér tekist að finna svipað. Svo virðist vera sem Kendall og Kourtney haldi líka upp á beltið og hafa þær sést ansi oft með það. Ég á hins vegar tvö leðurbelti í þessum kúrekastíl en þau keypti ég 2011 af einhverri “kúrekasíðu” í Bandaríkjunum. Ekki flottasta vefsíðan en beltin eru ofsalega flott og nákvæmlega eins og Bri Bri beltið nema á mínum er ein sylgja.
Fyrir áhugasama þá keypti ég mín héðan -> belts.com. Og já, mín eru ætluð karlkyninu en ganga alveg eins fyrir bæði kynin.
Belti í þessum stíl hafa verið áberandi ansi lengi og verða það eflaust eitthvað áfram.
Fást hér.
Skrifa Innlegg