Nú er komið nýtt ár! Þá er um að gera að henda í myndapóst með allskyns tilefnis- og tilefnislausum myndum af því sem gerðist árið 2014. Lífið hjá mér er ekki svo hátíðlegt, bara nokkuð normal hversdagsfílingur í þessu öllu saman. Það er nauðsynlegt að hafa eðlilegar færslur inn á milli. Þó ég segi sjálf frá þá ætti ég auðvelt með að setja svona færslur inn einu sinni í viku. Ég er alltaf að bardúsa einhverja vitleysu og það er hálf ótrúlegt hverju ég lendi í. Það er stundum eins og ruglið leiti mig uppi… og svei mér þá, ég held að það sé bara það sem geri líf mitt svo litríkt : -)
Best að byrja ballið..
31.12.14 – 01.01.15 = áramót. Alltaf brosir maður sínu breiðasta á þessum síðasta og fyrsta degi ársins. Ótrúlegar tilfinningar sem maður finnur fyrir.
Fann þessa gömlu mynd af mér og vinkonum mínum frá því í gamla daga. Þarna var verið að halda tombólu. Mjög krúttlegt eitthvað..
Borðaði yfir mig af rauðrófuboosti… mitt allra uppáhalds. Mig vantar bara VITAMIX. Vonandi eignast ég hann í ár :-)
Fór á makrónunámskeið… mjög skemmtilegt og guðdómlega góðar kökur!
Ég var mjög dugleg að taka inn vítamín. Það sem ég var þó duglegust við var omega-3 inntaka. Algjörlega nauðsynlegt og það má engin/-nn sleppa því!
Samstarfsfélagi minn hjartahnoðaði eðlu í Florida… hún lifnaði við. Þetta þótti mér mjög merkilegt atvik.
Treflapælingar í Flugstöðinni ásamt slæmum svip.
Bróðir minn varð Bikarmeistari með U21 liði Reading. Mjög gaman :)
Ég labbaði the High Line í NY í fyrsta sinn. Dásamlegur dagur.
Ú T S K R I F A Ð I S T ! ! ! Nú er bara að fá vinnu. Það er annar höfuðverkur.
Varð skyndilega rosalega þreytt á hárinu á mér og réðist á það með eldhússkærum. Klipp klipp. Það var svo hræðilega skakkt og ég endaði með að klippa meira og meira af því. Planið var svo að drífa sig í klippingu og láta laga það en ég var svona í þrjá mánuði :) Hó hó. Rosalega töff.
Kjánalegasta atvik ársins hjá mér. Þetta saumabox var búið að vera upp í skáp í langan tíma, ósnert.. að bíða eiganda síns. Svo fór ég í gegnum skápana og þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög mikið fyrir skipulag. Ég hendi mjög oft úr skápunum og nú ætlaði ég loks að losa mig við þetta saumakit sem var búið að vera þarna í eitt og hálft ár.
Mamma gaf mér sem sagt þetta saumakit :)
10 ára Versló Reunion! Nokkrar af bekkjarsystrum mínum. Dýrmætt að eiga þær.
Bestu vinkonur mínar… gæti ekki verið heppnari með hóp. Allar stútfullar af gleði, hlátri og öllu því besta.
Tannsi mælti með tannþráðartvennu… sem endaði með því að ég varð háð tannþræði. Nú er þetta út um allt.. í bílnum, veskinu, æfingatöskunni..
Nýjasta uppáhaldið… CLA frá Barleans!
Þetta er reyndar gömul mynd.. frá 2007. En hún er bara svo góð. Við frænka mín tókum upp myndband við Rammstein lag. Ég á svo góðar minningar með henni.. endalaus myndbönd, hlátur.. og allt svona í grófasta lagi.
Vinkona mín, Berglind Óskarsdóttir, útskrifaðist sem fatahönnuður. Við vinkonur horfðum á lokasýninguna hennar og bráðnuðum.
Afsakið. En getur einhver mótmælt eftirfarandi setningu: Cinnamon Rolls eru vondir kanilsnúðar.
My biggest guilty pleasure. Annars keypti ég þessar mjólkurkrúsir í Marshalls.. rörin fylgdu með. Þær vöktu mikla lukku þegar ég bauð frændum mínum í kökupartý.
Vinkonur mínar með miðjuputtann á lofti fyrir utan Applebee’s. Ég hef held ég aldrei hlegið jafn mikið og ég gerði þetta kvöld. En á þessum tímapunkti var búið að bíða eftir leigubíl í rosalega langan tíma, það langan að sumar voru orðnar áhyggjufullar. Klukkan var orðin mjög margt, kannski 2:00 um nótt. En ég og Inga (hægra megin) vorum í svakalegu stuði og héldum hamingjuhormónunum í blússandi siglingu. Ekkert negatíft í gangi hér.
Ég er með ofnæmi fyrir öllum loðnum dýrum… nema þessum. Óskiljanlegt! Dísel var mjög hræddur á gamlárs… svo ég passaði hann í smá stund og gaf honum smá knús. Greyið litla, hjartað var á 2000!
Fór til NYC með kærasta mínum, bróður og mágkonu.
Rappaði yfir mig á snapchatinu.. svona er að vera alin upp í Gettói :) Ef einhverjum vantar góðan áratugslangan TOP rap-playlista, talið við mig.
Engiferskot á Þorláksmessurölti.
Heimabakaðar pizzur á föstudögum er orðið að fjölskylduhefð. Þvílíkt sem þetta er gott og einfalt. Ég verð að gera færslu um pizzurnar. Innihaldið í pizzabotninum er aðeins þrennt… svo eru þær líka eldaðar á grilli sem toppar þetta aldeilis. Þessar olíur frá Himneskri Hollustu eru ómissandi.
Hitti frænkur mínar óvænt í Party City. Fannst það hálf ótrúlegt því ég lét þær ekki vita að ég væri stödd í Florida.. Auðvitað var ég stödd í Baby Shower deildinni… enda tvær vinkonur nýbúnar að fá að vita kynið. Þá er bara um að gera að versla yfir sig af flottu skrauti.
Ótrúlegasti atburður þessa dags. Þessi afgreiðslustúlka steinsvaf á kassanum. Ég skildi ekki upp né niður í þessu atviki.
Þ R Í T U G á vindasömum degi þann 6. október sl. Ég var að kafna. Annars finnst mér níunda myndin fyndin. What a hairdew! Svakaleg lyfting með auka blæstri.
Þetta tók við mér upp á hótelherbergi. Þið þurfið að horfa á rúðuna í mínu herbergi. Þar sést eftirmynd af klesstum olíubornum kvenmannslíkama. Handaförin sjást einnig greinilega… og lærin.. og allt. Það var heldur betur stuð hjá henni og makanum. Að leyfa heillri borg að njóta með er ekkert grín.
Ræktarmynd í útlöndum. Ég drekk ekki kaffi (neeeema kannski fjóra bolla á ári, en þeir verða þá helst að vera frá Te&Kaffi). Ég man að ég hélt fyrir nefið til að kyngja þessum óþverra. Ég var bara of þreytt til að æfa án koffíns.
Hugsanlega besta salat sem ég hef smakkað – @sandwichbox í Toronto
Ég fæ oft beiðni um nudd. Enda handsterk með meiru og svei mér þá, bara hreint út sagt góður nuddari. Hér var skellt í andlitsmaska og heilnudd fyrir ungan herramann.
Brighton. Það verða allir að heimsækja þann fallega bæ ef þeir hafa tök á. Þvílíkur bær. Ég var orðlaus yfir fegurðinni.
Sjúkur ítalskur veitingastaður í Brighton.
@scintillaiceland – ein smekklegasta verslun landsins.
Handklæðið sem ég fékk… ég tými ekki að nota það. Eðlilegt?
Svo langar mig svakalega í þessi ljósbleiku handklæði frá Scintilla.
Sótt á æfingu.. í 19° í október :)
Thaílensk kókossúpa. Hún var yfirþyrmandi góð. En auðvitað misheppnaðist þetta allsvakalega hjá okkur. Kærasti minn las uppskriftina ekki nógu vel.. og í stað einnar teskeiðar af chillimauki setti hann ALLA krukkuna. Ég er ekki að grínast.
Davíð smakkaði súpuna til að meta hvort hún væri tilbúin… “Karen, hún er ógeðslega sterk… ég held ég hafi gert mistök með chilli-maukið”.
Við enduðum með því að hella helmingnum af súpunni í vaskinn og kaupa þrjár auka dósir af kókosmjólk til að þynna þetta út og deyfa bragðið. Hún varð þá loksins góð :)
Kveðjustund (ég köttaði bílinn af.. hóhó).
Þann 31. október ákvað ég að drekka (nánast) ekkert annað en vatn. Ég hef yfirleitt drukkið mikið af vatni en mér tókst að fara út af brautinni fyrir tveimur árum. Ég byrja alla daga á að kreista hálfa sítrónu út í vatn og svo reyni ég að drekka í það minnsta 2L á dag. Mér líður frábærlega af því :-)
Bai5 í boði eftir spinningtíma!
Shameless aðdáendur í Fréttablaðinu. Obb!
Épi-Last meðferð á Bonita snyrtistofunni í Hæðarsmára.
Jólalakk og rauðrófuboost.. :)
Hér er gripið til örþrifaráða (ég hef verið vel steikt þegar ég skrifaði þennan texta, óskiljanlegt rugl). Ég hef verið með slæma meltingu frá því ég man eftir mér. Hins vegar breyttist líf mitt til hins betra þegar ég fór í ristilskolun árið 2008. Ég er að segja ykkur það, þetta var mesta blessun sem ég hef upplifað. Guð blessi Heilsuhótelið.
.. annars er þetta nú boost með alls konar sulli í… ásamt hörfræolíu, chiafræjum og hnetusmjör (þó textinn vísi í annað).
Davíð söng einsöng fyrir fullri kirkju af jólaþyrstum gestum um miðjan desember. Hann stóð sig svo vel og gerði mig afar stolta.
Sá bróður minn keppa í fyrsta sinn í sjónvarpi :)
Fór til Windsor í Bretlandi.. mjög gaman líka.
Brighton
30. nóvember.. búin að öllu :)
Litli frændi í Reading búning. Alsæll eins og sést.
Fékk smá svima við þá tilhugsun um að vera svona efnaður. Hvað ætli þessi Rolls Royce kosti?
Fékk þessa sætu jólagjöf frá vini mínum. Strákar eru ekki alveg með þetta “innpökkunargen” í sér.
Skoðaði loksins Ground Zero í NY.
… lofthrædd upp á Þorbirni (sem er jú, ekki maður). Gleymi því ekki þegar vinkona mín hringdi í mig og spurði hvar ég væri. Svarið var einfalt.. “ég er upp á Þorbirni”. Hún áttaði sig ekki á því hvað ég átti við og spurði tilbaka “Hver er það?” rétt eins og ég væri að tala um einhvern mann.
Héldum barnasturtu fyrir vinkonu okkar.. og hún átt fjórum dögum síðar. Við rétt sluppum með herlegheitin.
VOSS brúsarnir.. 100%
Notaði Polar úrið mikið.. frábært úr.
.. og svo ein jólaselfie að lokum.
Árið 2015 er mætt og ég tek á móti því með opnum örmum!
Takk fyrir lesturinn sl. ár :)
Skrifa Innlegg