Ég kom við í Eymundsson um daginn og rak augun í fjórar bækur sem mig langar í. Ein þeirra var förðunarbókin ANDLIT eftir Hörpu Káradóttur. Bókin er mikið augnkonfekt og það sem er bónus við hana er hve flott hún er sem “table book”. Forsíða ANDLIT er eitthvað annað, en Anna Jia sem prýðir forsíðuna er framúrskarandi falleg. Ég man eftir því að hafa séð hana ásamt fjölskyldu sinni á flugvelli í Þýskalandi árið 2006.. ég giska á að hún hafi verið sirka 12 ára. Þarna biðum við eftir því að fá að fara um borð og ég horfði á hana, og hugsaði með mér.. “Þessi stelpa á eftir að verða módel”.
Bókin hentar öllum aldurshópum en henni er meðal annars kaflaskipt eftir aldri kvenna. Eins er farið yfir förðunaráhöld, húðumhirðu, öll svæði andlitsins, brúðkaupsförðun, mismunandi “lúkk”, t.d. förðun með gylltu yfirbragði og margt fleira.
Myndirnar eru hrikalega flottar, en Snorri Björns tók þær. Ótrúlega er hann klár. Annars er þetta mjög falleg bók sem lifir, Harpa Kára er algjör förðunarsnillingur.. ég hef lengi vitað af henni og hennar talent! Til hamingju með bókina öll sömul og takk fyrir mig!
Þess má til gamans geta að Björn Bragi kom með tvö eintök fyrir mig upp á Barnaspítala í gær.. ég áttaði mig á því þegar ég var komin út í bíl að ég var með hvoruga bókina með mér. Ég er með brjóstaþoku og það er ekki öfundsvert.. ég gleymi öllu. Ég hljóp inn en þá voru þær enn á sínum stað. Ég gaf Svönu annað eintakið en ég sá að hana dauðlangaði í bókina.
Skrifa Innlegg