Þá er farið að síga á seinni hluta meðgöngunnar hjá mér.. ég er sko aldeilis varla búin að undirbúa eitt né neitt. Það er svo sem ákvörðun sem ég tók. Ég vil ekki eiga allt og hafa allt fullkomið. Það kemur sem kemur. Ein vinkona mín á þrjú börn og hún er ein afslappaðasta mamma sem ég veit um. Hún varaði mig við “first baby syndrome” og það eru bestu ráð sem ég hef fengið. Ég finn líka ekki fyrir neinni streitu eftir að ég ákvað að tækla þetta svona. Auðvitað verður þetta helsta keypt en ég reyni eftir fremsta megni að vera skynsöm.
Þess vegna keypti ég tösku sem nýtist bæði sem bleyjutaska og bakpoki síðar meir. Eins hentar útlit hans fyrir bæði kynin en það var krafa frá Davíð, enda verður hann líka með barnið. Ég fékk ráð um hvað væri best að vera með og tvær töluðu um bakpoka. Ég á annan bakpoka sem ég nota mikið og það munar miklu að vera ekki með þyngsli á annarri öxlinni eða höndinni.
Ég keypti bakpoka frá Hunter sem heitir Original Nylon Moustache Backpack, í svörtu. Ég skoðaði hann bara á netinu og fór eftir einkunnagjöf. Hann er mun veglegri en ég bjóst við og ég get ekki annað en mælt með þessum bakpoka.
-Vatnsheldur
-Úr mjög veglegu nylon efni
-Hliðarvasar og framanverður vasi
-Fóðraður
-Tölvuhólf
-Utanverður gúmmíbotn sem verndar töskuna
-Leðurströpp á rennilás
-Ótrúlega vegleg smella efst á töskunni. Eiginlega of vegleg (kallast parachute clip á vefsíðunni).
-Rúmgóð
Bleyjutöskur geta verið frekar dýrar miðað við stutt notagildi. Þess vegna ákvað ég að blæða í tösku sem við getum notað næstu árin fyrir hvaða tilefni sem er (nema kannski brúðkaup). Gæjaleg taska með meiru sem ég er hæstánægð með.
Hún kostaði eitthvað rétt undir 30 þúsund krónur – fæst hér.
Skrifa Innlegg