Ég sakna þess svo að vera dugleg að fara út að hlaupa.. þessi mynd var tekin síðastliðið sumar. Veðrið var alltaf svo rosalega gott að ég hljóp í stuttbuxum – en það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.
.. það er eitt af mínum markmiðum núna – að auka útihlaup hægt og rólega.
Mér finnst yndislegt að fara út að hlaupa, draga djúpt inn andann og fylla lungun af súrefni og anda öllu því neikvæða frá mér.. njóta umhverfisins og hlusta á veðrið..
Ég hef verið einstaklega óheppin með meiðsl og annað á þessu ári. Reyndar hef ég alltaf verið að kljást við eitthvað frá því ég æfði sund, en axlirnar á mér fóru heldur betur illa þegar ég var 14 ára. Í janúar á þessu ári reif ég vöðva í mjöðm, fékk hrikalega verki í axlir og svo er ég alltaf með lausan spjaldhrygg.. þannig ég hef tekið mér dágóða pásu frá ræktinni í 6 mánuði bara til að jafna mig.. en nóg um kvart og kvein, ég er komin í gang & þið með mér!
P.S – Ég er að lesa nýútgefna hlaupabók eftir Elísabetu Margeirs og Karen Kjartansdóttur, ÚT AÐ HLAUPA. Hún er ekkert smá vel skrifuð.. auðlesin en jafnframt ítarleg. Hlakka til að klára hana og gefi henni mína einkunn!
Skrifa Innlegg