Þrenn skópör á 10 þúsund

SKÓR

Ég ætlaði nú ekki að kaupa mér neitt í Toronto.. en gluggar verslananna á Yonge Street voru þaktar útsölumerkingum og þá hoppar maður auðvitað inn í nokkrar mínútur. Ég keypti mér þrenn skópör á tæpar 10 þúsund krónur en þess má einnig geta að þau voru öll úr leðri. Ég þurfti alveg að hugsa mig vel um hvort ég myndi nota skóna, því með aldrinum fæ ég ekki jafn mikla unun úr því að eiga ótalmörg skópör né troðfullan fataskáp. Forgangsröðunin og hugsunin er allt önnur, og ég get ekki sagt annað en að það sé góð tilfinning að vera laus við slíkan hugsunarhátt.

10544836_10204245951651192_68308360_n 10565981_10204245951691193_1073585108_n

Þessir sandalar sem ég er í á myndunum eru með fylltum korkbotni og alveg extra þægilegir. Mér finnst svo comfy að eiga skó sem ég get hoppað í án einhverrar fyrirhafnar.

Hafið það gott… sólin ætlar víst að láta sjá sig á morgun á norðanverðu landinu :-)

karenlind

lululemon og 90° degrees

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sara

    23. July 2014

    Flottur! Mikid er èg sammála þér Karen með skó kaup æði og fulla fataskápa af einhverju!! :)

  2. Harpa

    23. July 2014

    Sólin er víst búin að vera á norðanverðulandinu í smá stund Enn flottir skór :)