Solange Knowles er sennilega einn litríkasti instagram-arinn. Ólík mynstur, öðruvísi sjónarhorn, sæti Jules sonur hennar, skemmtilegir og litríkir veggir sem bakgrunnur ásamt mjög litríkum og smekklegum fatasmekk er það sem einkennir instagram-ið Solange. Það kemur svo sem ekki á óvart að hún hafi klæðst Ostwald Helgason mörgum sinnum.
Ég hef allavega voðalega gaman af myndunum hennar.. lífið er bara svo miklu skemmtilegra í lit.
Instagram Solange: @saintrecords
Skrifa Innlegg