Ég keypti mér þennan fallega kjól frá Kardashian Kollection í fyrra – ég var svo alsæl með hann og hugsaði mig ekki lengi um. Hann kostaði eitthvað um 100$, sem er nú ekki það mikið en hann var hverrar krónu virði.
…. nema það – ég hef aldrei notað hann!
Það er kannski ekki skrýtið að ég hafi ekkert notað hann, ég passa ekki í hann lengur – það er alveg ótrúlegt hve 5 kg geta breytt miklu. En ég græt það ekki – ég vonandi kemst í hann einn daginn! :-)
Hann er úr frábæru efni, og leðurdetailarnir finnst mér setja punktinn yfir i-ið. Kjóllinn er í fínna lagi og það hefði því verið tilvalið að nota hann yfir jólin, en hann bíður betri tíma!
Skrifa Innlegg