Jæja, þá deili ég loksins uppskriftinni eftir Ásdísi Grasalækni sem margir hafa beðið eftir lengi. Þessi elsku smoothie (boost) er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef svona nánast fengið mér hann daglega í um tvær vikur. Ég hef leikið mér með uppskriftina og ég sendi til dæmis aðra útfærslu (sjá hér) að smoothiedrykknum á lesendur um helgina. Hann var líka virkilega góður og ég mun líka setja hann inn bráðlega!
Ásdís Ragna velur hágæða lífrænar og hreinar vörur í smoothie-inn. Sjálf nota ég þessar vörur og hef gert í langan tíma. Ég mæli eindregið með rísmjólkinni, rauðrófusafanum og hreina og bragðlausa próteininu frá NOW. Rauðrófusafinn er algjörlega málið fyrir okkur konur og þessi frá Beutelsbacher er sá allra besti, bæði hvað varðar gæði og hreinleika. Hreint prótein er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér, og það má t.d nota í smoothie-drykki og fleira. Mér finnst æðislegt að setja það út í smoothie því drykkurinn verður aðeins þykkari og eilítið “fluffy“.
Yngjandi rauðrófuboost fyrir tvo:
1 glas af lífrænum rauðrófusafa frá Beutelsbacher (fæst m.a. í Nettó)
1-2 dl. af rísmöndlumjólk frá Isola
1 hnefi af frosnum mangóbitum
1 appelsína skorin í bita
Vatn ca. 150 ml., meira ef þörf
1 msk. lífrænt hreint mysuprótein frá NOW
1 msk. af gojiberjum
½ grænt epli
½ tsk. kanill
Njótið vel og verði ykkur að góðu!
Skrifa Innlegg