Yngjandi rauðrófuboost

HEILSUDRYKKIR

Jæja, þá deili ég loksins uppskriftinni eftir Ásdísi Grasalækni sem margir hafa beðið eftir lengi. Þessi elsku smoothie (boost) er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef svona nánast fengið mér hann daglega í um tvær vikur. Ég hef leikið mér með uppskriftina og ég sendi til dæmis aðra útfærslu (sjá hér) að smoothiedrykknum á lesendur um helgina. Hann var líka virkilega góður og ég mun líka setja hann inn bráðlega!

Ásdís Ragna velur hágæða lífrænar og hreinar vörur í smoothie-inn. Sjálf nota ég þessar vörur og hef gert í langan tíma. Ég mæli eindregið með rísmjólkinni, rauðrófusafanum og hreina og bragðlausa próteininu frá NOW. Rauðrófusafinn er algjörlega málið fyrir okkur konur og þessi frá Beutelsbacher er sá allra besti, bæði hvað varðar gæði og hreinleika. Hreint prótein er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér, og það má t.d nota í smoothie-drykki og fleira. Mér finnst æðislegt að setja það út í smoothie því drykkurinn verður aðeins þykkari og eilítið “fluffy“.

IMG_2473

IMG_2468

IMG_2476

IMG_2487

 Yngjandi rauðrófuboost fyrir tvo:

1 glas af lífrænum rauðrófusafa frá Beutelsbacher (fæst m.a. í Nettó)
1-2 dl. af rísmöndlumjólk frá Isola
1 hnefi af frosnum mangóbitum
1 appelsína skorin í bita
Vatn ca. 150 ml., meira ef þörf
1 msk. lífrænt hreint mysuprótein frá NOW
1 msk. af gojiberjum
½ grænt epli
½ tsk. kanill

Njótið vel og verði ykkur að góðu!

Screen Shot 2013-12-27 at 4.06.49 PM

Ásdís Ragna grasalæknir

Skrifa Innlegg

22 Skilaboð

  1. Heiða Birna

    26. February 2014

    Úú næs!

  2. Lára

    26. February 2014

    Lúkkar mjög girnilegur en er ekkert “moldarbragð” ? Ef ég nota rauðrófusafa í boost yfirgnæfir það allt annað bragð og ég enda á því að pína boostið ofan í mig :/

    • Karen Lind

      26. February 2014

      Alls ekki!

      Rismjolkin, kanillinn, appelsinan og þetta allt vinnur a moti bragdinu. Það finnst jafnvel eilitið moldarbragd eftir a (eg fann það ekki og ekki vinkonur minar). Eg profadi mig afram og gerdi adra utfaerslu af thessum og hun var rosalega goð – og vinkonur minar voru alveg sammala! Svo ef thu ferd eftir uppskriftinni ættir þu vonandi að fa svipað bragd :)

      • Karen Lind

        26. February 2014

        Og annað, eg get bara mælt með þessum rauðrofusafa. Varstu að nota annan? Það er himinn og haf a milli Beutelsbacher og annarra, td þeirra sem fast i Bonus þvi miður.

  3. Lára

    26. February 2014

    Já ok takk fyrir þetta,ég legg þá í þennan!. Ég var með rauðrófusafann frá Sollu :)

    • Karen Lind

      26. February 2014

      Já, hann er allt öðruvísi og mun meira moldarbragð af honum.

  4. María

    26. February 2014

    Þessi er rosalega girnilegur, hlakka til að prófa. En er ég blind eða vantar rísmjólk í uppskriftina?

    • Karen Lind

      26. February 2014

      Ahhh vantar – takk.. bæti þvi við þegar eg er við tolvu en það er ca. 1 dl af henni :)

  5. Anna

    26. February 2014

    Mundiru segja að það skipti miklu máli að hafa próteinið,eða væri í lagi að sleppa? :)

    • Karen Lind

      26. February 2014

      Alls ekki nauðsynlegt – þú bara ræður. Ég hef líka sleppt því ansi oft og það er alveg jafn gott :-) Ég set t.d prótein í hann ef ég veit ég er að fara æfa, annars ekki :)

  6. Margrét

    26. February 2014

    Sæl. Þetta er mjög girnilegt. En ´má ég spyrja.. af hverju ertu að taka inn prótein? Er ekki bara náttúrulegra fá prótein úr fæðunni eins og skyr ef maður þolir mjólkurvörur eða mysu. Svo er loðna niðursoðin í dós og sardínur gífurlega próteinríkar. Nei bara pæling.. mér finnst svo margir vera alltaf að taka inn prótein og ég hef einhverjar efasemdir með öll svona duft og er ekki ein um það. Veit að margir af Mjölnisstrákum taka ekki inn svona og hef heyrt að Gunnar Nelson geri það td. ekki. Sel það ekki dýrara en ég keypti það .
    Þetta er bara vangaveltur.
    Takk fyrir flott blogg

    • Karen Lind

      26. February 2014

      Hæ, alveg frábært að fá svona fyrirspurn.

      Ég tek inn prótein (1 msk) kannski einu sinni í viku og þá bara ef ég hreyfi mig þann dag. Ekki oftar. Ég á próteindunk sem ég fékk í september og það er ennþá mikið eftir í honum. Ég nota prótein í smoothie/boost til að þykkja þá og gera þá eilítið fluffy eins og kemur fram hér að ofan, mér finnst einfaldlega skemmtilegra að borða þá þannig. En próteininntaka á að sjálfsögðu að fara eftir fæðu, hreyfingu og öðru og hver og einn verður að dæma hvoru megin hann er við línuna.

      Ég tek t.d bara inn hreint og bragðlaust prótein, og vil helst ekki koma nálægt bragðbættum próteinum, eins og t.d súkkulaðipróteini. Ástæðan er einfaldlega sú að í þeim eru margs konar efni sem ég kæri mig ekki um.

      Ég skulda ykkur eitt gott próteinblogg þar sem ég fer yfir þetta. En ég mæli ekki endilega með próteininntöku, og þá sérstaklega ekki fyrir fólk sem stundar enga hreyfingu. Svo er ég líka algjörlega á móti því að ég drekki prótein daglega.

      Í yngjandi rauðrófuboostinu er 1 msk. af próteininu sem er mjög lítið miðað við skammtana sem mælt er með og það er alls ekki nauðsynlegt að hafa það í boostinu :-)

  7. Katla

    26. February 2014

    Mmmm girnilegt, er einmitt búin að vera bíða eftir uppskriftinni :) en þú segist hafa uppfært uppskriftina, hvernig hljómar þín uppskrift er ekki að fynna hana :)

    • Karen Lind

      26. February 2014

      Haha… eg sendi hana bara i maili um daginn. Vildi fyrst deila þessu – hinar koma fljotlega :)

  8. Magga Sæm

    26. February 2014

    Mæli líka með þeim rauðrófusafa sem Karen er með hann er það góður að ekkert mál er að drekka hann eintóman svo gott fyrir líkama og sál :)

  9. Soffía

    27. February 2014

    Mig langar til að forvitnast hvernig blandara þú notar? :) & ég elska þessi heilsublogg þín, ótrúlega gaman að fá svona góðar og hollar uppskriftir :)

    • Karen Lind

      27. February 2014

      Takk fyrir það!

      Þessi á myndunum er Vitamix – en hann er hrikalega góður. Ég hins vegar á hann ekki, ég var í heimsókn hjá Ásdísi Rögnu og hún á hann :) Ég á að mig minnir blandara frá Bosch. Hef átt hann í 4 ár og hann er mjög góður. Draumurinn er að eignast Vitamix engu að síður en sá blender kostar um 100-110þúsund krónur.

      Kv. Karen Lind

  10. Elfa Björk

    4. March 2014

    Vá hann er æði ! Kemur ekkert smá á óvart

  11. Dagný

    5. March 2014

    Ég var mjög hrifin af þessu boozti! Ég keypti ekki rauðrófusafann heldur gerði hann sjálf með 1 og hálfri rauðrófu, einu grænu epli og 2 gulrótum í safapressuna og það kemur ekkert moldarbragð :)

    • Karen Lind

      5. March 2014

      Namm! Mig vantar safapressu!

      Ég hef einmitt prófað að nota gulrætur og það er æðislegt!

      • Dagný

        5. March 2014

        Já, hægt að drekka þennan rauðrófusafa eintóman, þá er annars best að henda smá engifer með. Ef þú ert í safapressuhugleiðingum mæli ég eindregið með Hurom slow juicer, fær mín bestu meðmæli!

        • Karen Lind

          5. March 2014

          En frábært, takk fyrir þetta og ég mun klárlega skoða safapressuna. Mig hefur langað í safapressu lengi! Dáist að græjunum á öllum þessum stöðum – en er auðvitað ekki að fara splæsa í slíkan hlunk!