fbpx

Hvað er hamingja?

ORÐ

Á mánudögum hef ég stundum komið með nokkur orð sem ég kann að meta og gott er að taka með sér inní nýja viku. Í dag er því viðeigandi að koma með þessi að neðan, þó þau séu örlítið fleiri en ég hef lagt í vana minn.

Ég rakst á þessa frábæru dæmisögu á sænsku bloggi og fannst hún svo góð að ég ákvað að þýða hana og deila með ykkur.

b5fa37d5132ddeb92cd892a58ba2271c

Sagan fjallar um mismunandi sýn fólks á lífsgæði og hvaða sé mikilvægt í lífinu. Að við eigum ekki að reyna að elta það sem aðrir skilgreina sem hamingju, heldur finna það sem gerir okkur sjálf hamingjusöm.

Hér kemur sagan – gjörið svo vel:

Stórlax úr viðskiptalífinu var í sumarfríi í litlum mexíkönskum fiskibæ. Hann var í morgungöngu við höfnina þegar hann sá heimamann koma inn á fiskibát sínum eftir veiðar. Í bátnum sá hann marga stóra fiska sem veiðimaðurinn hafði fangað. Kaupmaðurinn gekk fram og spurði forvitinn: “Hversu langan tíma tekur það fyrir þig að veiða þennan feng?”

Fiskimaðurinn svaraði “Ekki svo langan tíma”.

Kaupmaðurinn varð forvitinn: “Af hverju eyðir þú ekki meiri tíma í að veiða og tekur inn stærri feng?”

Fiskimaðurinn svaraði að þessi fengur væri nægur til að gefa fjölskyldu sinni gott líf með öllu því sem þau hefðu þörf á.

“Hvað gerir þú þá það sem eftir lifir dagsins?” spurði forvitni kaupmaðurinn.

Fiskimaðurinn svaraði: “Venjulega vakna ég snemma á morgnanna, sigli út til að veiða. Síðan sigli ég tilbaka síðar um morguninn til að leika með börnunum mínum. Seinni part dagsins eyði ég með konu minni og á hvíldarstund með fjölskyldunni. Á kvöldin förum við niðrí bæ til að spila á gítar, syngja og dansa.”

Kaupmanninum fannst þetta mikli synd og sagði við fiskimanninn: “Ég er menntaður viðskiptafræðingur, hef gert það gott í mínum viðskiptum og get auðveldlega hjálpað þér að verða ríkur. Mitt ráð er að frá og með nú eyðir þú meiri tíma í veiðina. Þá færðu stærri feng og þegar þú selur fiskinn áttu fljótt efni á stærri bát. Þá getur þú veitt enn meira og hefur fljótlega efni á heilum báta flota. Síðan selur þú fiskinn beint í verslanir í stað þess að selja hann hér við höfnina. Þá getur þú flutt inn í borgina og rekið þitt vaxandi fyrirtæki. Síðar getur þú flutt höfuðstöðvarnar til Mexíkóborgar og stundað útflutning um allan heim.

“Og hvað gerist eftir það?” spurði fiskimaðurinn.

Kaupmaðurinn hló hátt. “Þá getur þú lifað sem konungur! Og þegar rétta augnablikið kemur þá getur þú selt fyrirtækið og þénað milljarða.”

“Og hvað gerist þá?” spurði fiskimaðurinn.

“Eftir það getur þú minnkað við þig og dregið þig aðeins tilbaka, flutt í hús hér í fiskibænum. Vaknað snemma á morgnanna, veitt nokkra fiska, farið heim og leikið með börnunum, notið dagsins með konu þinni og á kvöldin getið þið farið út og spilað á gítar, dansað og sungið”.

————

Það virðist vera þannig að um leið og við hættum að elta þessa hamingju sem aðrir hafa skilgreint þá kannski áttum við okkur á þvi að þessi hamingja er rétt handan við hornið, við bara höfum ekki áttað okkur á því.

Sagan er frábær innblástur inn í nýja viku – eigið hana góða!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Ég sit með tölvuna úti í glugga og fletti í gegnum blöðin sem hafa beðið mín í vikunni. Ah! Allt eins og það á að vera …

Fuglasöngur – sólin og góður morgunmatur .. afslappelsi. Eruði þið líka þar?

Það sem veitr mér innblástur þennan sunnudaginn –

sunday_

Leyfum okkur aðeins lengri stund uppi í rúmi …

Céline_resort2014
Céline resort 2014 –

braid
Fléttur –

Minimal

Minimal –

MiuMiu
Miu Miu kápa drauma minna –

smafolk
Smáfólkið: Getum við í sameiningu komið hjólaskautunum aftur á kortið? Þeir lúkka –

sunn
Sunnudagslúkkið: Hvít skyrta og uppháar gallabuxur. Set og safe!

5191edb9c91aa9310075f6b1c5abc425
Buslum ..

Topshop

.. í þessum bikinium frá Topshop –

77af0c0f5e5cd16cb128b14fcffc2448
Má ég? Drauma Dior –

verond
Verönd eins og hún gerist best? Þarna gæti maður dokað lengi við. Ævintýralegt –

… og svo eitt að lokum!

11372187_916187721773614_1751236242_nÞað sem ég var stolt af því að vera Íslendingur í gær. Glæsilegu druslur, svona á að gera þetta!

Njótið dagsins!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

XO: HAUSTFLÍK

LANGARSHOP

Hæ og hó! Hér er ég, inni í Zöru með mikinn valkvíða. Staðan var sú að ég ætlaði að kíkja á lokaútsölur (eins og bókstaflega allar aðrar konur í Köln þennan föstudaginn!) en svo dróst ég lengra inní verslunina þar sem komnar eru fyrstu haustvörur. Hér á ég erfiðara með mig …

Sjáið þetta fína leðurpils!

photo 4

Ég held að ég hafi fundið haustflíkina sem við þurfum allar að fjárfesta í. Vandamálið er samt að hún kemur í svörtu (sem er alltaf safe) og tveimur öðrum fallegum jarðlitum. Þessum sinnepsgula sem ég er svo hrifin af og fallega bleikum lit sem þið sjáið hér að neðan.

photo 1 photo 2 photo 3
Sniðið er rosalega gott og svona flík má svo sannarlega nota á marga vegu. Við t-shirt og strigaskó á mánudegi en við blússu og hæla um helgar. Ég veit að þið margar eruð að leita að einmitt þessu. Fylgist með því hvort það komi heim næstu daga – það hlýtur að vera!

Nú er ég farin inn í mátunarklefa með þessi þrjú við hendina. Svo verður það bara úllen dúllen doff hvaða litur verður fyrir valinu. Hvern mynduð þið taka?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÚT AÐ HLAUPA

LÍFIÐ

Það er margt mjög gott við sumartímann, en eitt af því besta eru útihlaupin. Hreyfing sem slík nærir mig öðruvísi en önnur hreyfing, auðvitað á líkamlegan hátt en ekki síður andlega háttinn. Ég hef áður sagt ykkur að mínar hugmyndir koma upp í kollinn á hlaupum, ég hlusta einungis á rólega tóna á meðan ég skokka hringinn og stundum alls enga tóna – sumum finnst það sérstakt. Ekki mér ..
Á hlaupum færðu nefnilega allan þann frið sem þú óskar eftir, þínar mínútur – sama hversu margar þær eru. Ég kann virkilega vel að meta hverja einu og einustu.

Í sumar hef ég ekki hlaupið jafn mikið og síðustu ár en eitthvað hef ég hreyft lappirnar. Á Íslandi heimsótti ég reglulega World Class en hér heima æfi ég meira utandyra.  Fallegt útsýni og nýjir hlaupaskór bjóða ekki uppá annað en ég haldi dampi ; )

imageKöln ..

17
Skór: Adidas Ultra Boost
Þetta sumarið er ég vel skóuð í einum bestu hlaupaskóm sem ég hef átt ..

16 15 14 13
Draumurinn í bakgarðinum ..
11 Reykjavik ..
_

Reykjavíkurmaraþonið nálgast óðum. Eru ekki allir búnir að skrá sig? Ég er að vinna í því að finna út hvern ég ætla að styrkja þetta árið: HÉR

Allir út að hlaupa. Eigið góðan dag,

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FRIDA GUSTAVSSON FYRIR GINA TRICOT

LOOKBOOKSHOP

11
Ég hef endurvakið upp ást mína á sænsku Ginu Tricot eftir smá hlé. En ég sýndi ykkur og sagði frá þegar ég heimsótti verslunina í vor og gerði góð kaup. Nú halda þau áfram að gera vel því sænski töffarann og ofurmódelið Frida Gustavsson selur manni svo sannarlega haustfatnaðinn sem brátt má finna í búðum. En hún situr fyrir í lookbooki sem sýnir hverju við megum eiga von á.

 

1 2 3 4 5 6 7 8 9 101504_GINATRICOT_LOOKBOOK_05_016_RGB_low-1

Algjörlega með´etta!

Dásamlegu haustlitir og fallegu snið. Flíkur sem ég sé mig nota lengi … þetta þarf ég að skoða betur á næstu dögum. Ég er í það minnsta virkilega hrifin af einföldu myndunum sem sýna svo vel klæðin. Þið líka? Stílisering til fyrirmyndar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: LANGAR

ÍSLENSK HÖNNUNLANGARSMÁFÓLKIÐ

Eins og svo oft áður er maður kominn með hugann fram í tímann, en það vill oft verða þegar hönnuðir hafa vörurnar sýnilegar fyrir framan nefið á manni. Freistingarnar verða til!

Ég heimsótti vinnustofu Ígló&Indí á dögunum en þar var allt á fullu við undirbúning fyrir Playtime Paris sem merkið tekur þátt í núna þriðja árið í röð. Playtime Paris er ein af stærstu sýningum í þessum geira og þangað koma saman barnamerki hvaðan af úr heiminum – frábært að íslenska Ígló&Indí sé þar á meðal.

11749749_10153135949632568_896866800_n-1

Ég bíð spennt (en alveg róleg) eftir næsta sumri með þessar fínu flíkur í huganum. En þetta er auðvitað bara brot af því sem koma skal. Spennandi …

10705164_10153135949637568_1346076822_n-11

Simple ..

2
Orange verður áberandi ..

11759412_10153135949622568_385129459_n-13


Fyrir stelpur , og stráka ..

11721339_10153135949612568_1996577559_n-1
Guli liturinn sem passar við allt .. langar.
_

HÉR getið þið skoðað það sem er í boði þessa dagana. Ég var að enda við að fletta í gegnum útsöluna þar sem má gera góð kaup.

Íslenskt, já takk.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

INSPIRATION

Það er hvergi betra að vakna á sunnudögum en heima, sama hvar það er í heiminum. Hér var haldið í góðu hefðina, bakaðar lummur og flett í gegnum blöð og síma. Svo, eins og áður var hent í þennan sunnudags-póst sem kemur svo reglulega. Innblástur dagsins , yfir kaffibolla númer tvö – þrjú – fjögur ?  Þannig eiga sunnudagar að vera –

Deatail
Details – Fri_shop
Shop: Er í sumarfrí í plönunum?
Þessi fæst: HÉR

Hann
Hann: Basic er best –

hjolum
Hjólum .. en þó með hjálm –

Love
Ástin –

lukk
Sunnudagslúkkið .. þægindin í fyrirrúmi –

Mainio_petit
Smáfólkið: Mainio fæst í Petit

maison-margiela-003-1366
Love Maison Margiela SS16 –

Mfwss15
Last season Fashion Week / Milan –

PRINTS, PATTERNS
Prints .. patterns .. þetta lúkkar –

Sex&thecity

Æi hún .. alltaf með þetta –

ss15_Rosetta Getty
Rosetta Getty SS15 –

Hér er búið að lofa útiveru svo það er um að gera að rífa sig af rassinum. Komið nóg af leti hér í bili. Njótið þið aðeins lengur! Ég er tveir tímar + hérna hinu megin við hafið.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Dekur-díll

BEAUTY

UPPFÆRT

Með hjálp random.org fékk ég upp happatölu dagsins = 36

Það komment sem situr í því sæti er frá lesandanum Unni Erlendsdóttir.

Njóttu vel og mikið Lava Shell meðferðarinnar. 

Vinsamlegast hafðu samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar. 

Takk allir sem tóku þátt. Munið eftir 30% afslættinum til og með 15 ágúst. 

_

Ég byrja helgina á því að bjóða lesendum uppá dásamlegan dekur-díl.

11717173_10153118257432568_811737027_n
Ég heimsótti Snyrtistofu Ágústu á dögunum þar sem mér var boðið í smá dekur. Ég vissi lítið um meðferðina en kynnti mér hana vel áður en ég samþykkti að koma í heimsókn. Um er að ræða Lava Shell nudd, sem hefur verið vinsæl meðferð á helstu lúxus hótelum úti í heimi undanfarið og er nú nýlega komin til Íslands.
Nudd er ekkert endilega alltaf fyrir mig en þetta var eitthvað nýtt – heitar skeljar sem ná djúpt að vöðvunum en þó með notalegum hætti. Ég var endurnærð á eftir sem er ástæða þess að ég sit hér og skrifa nokkrar línur. Þetta þurfa fleiri að fá að upplifa.

lava-shell-massage-york

 

Frá og með í dag og fram að 15 ágúst gefst lesendum bloggsins 30% afsláttur af þessari dásemdar nýjung.

Klukkutíma meðferð kostar 12.900 ISK
Okkar verð: 9.030 ISK !!

Það sem betra er þá ætla ég einnig að gleðja heppinn lesanda með gjafabréfi í Hafnarstrætið þar sem Lava Shell nuddmeðferðin fer fram. Merkið nafnið ykkar í komment á þennan póst eða nafn þeirra sem þið teljið að eigi slíkt dekur skilið.  Látið orðið berast um helgina með deila hnappinum neðst til hægri og fylgist með á mánudag þegar ég dreg út heppinn einstakling.

Eigið gleðilega sólríka helgi með góðri kveðju yfir hafið.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT, JÁ TAKK

EDITORIALMAGAZINE

Ahh … lent heima. Þar er alltaf best, sama hvar í heiminum það er. Lesefnið með morgunbollanum sýnir mér þó að landið okkar, Ísland, er alltaf lang flottast! Orkan er hvergi eins og á klakanum kalda. Þó ég þakki fyrir að 10 gráðurnar hafi ekki fylgt mér yfir hafið.

11749416_10153130041212568_1857126751_n

Takk Glamour! Fyrir þessa flottu forsíðu og dásamlegan íslenska myndarþátt í nýjasta tölublaði ykkar. Sá flottasti hingað til að mínu mati.

Ég er alveg veik fyrir íslenskri náttúru og Telma okkar Þormarsdóttir er akkurat rétta andlitið í þetta umhverfi.

11722466_1682346052000221_7391179202033908682_o_large_1000x1414glamour_issue4_fullissue_hr-30_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-38_large_1407x1000glamour_issue4_fullissue_hr-32_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-31_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-37_large_1414x1000_pic01_opener433A2742 433A7611
433A8726 Pic23_433A3290

 

Ekki slæmt útsýni með kaffibollanum … Vel gert – 

Fyrirsæta: Telma Þormarsdóttir
Myndir: Silja Magg
Stílisti: Anika Laufey Baldursdóttir
Makeup: Adda Soffía Ingvarsdóttir
Meira: HÉRHÉR

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

DRESS

11741693_10153127442957568_1595845862_n11719863_10153127442952568_1670862639_n
Oh, ég tók svo fallegar myndir á Tjarnargötunni í 101 um helgina. Eina er að ég tók miklu fleiri en náði fyrir asnaskap að eyða þeim öllum í þreytukasti þegar þessi póstur er skrifaður. Dagurinn (sá síðasti á Íslandi í bili) var nefnilega svolítið langur og því greinilegt að heilasellurnar finna fyrir því.

.. Ég er heppin að ég á þessa einu, því þetta fallega umhverfi þarf að birta í sér póst. Þetta er það sem túristarnir heillast að: íslenska sumarnótt eins og hún gerist best. Bjart , stillt og bara nokkuð heitt (tvær tölur á hitamælinum). Það var ekki annað hægt að en að doka við og njóta augnabliksins …

11753754_10153127442967568_888164236_n
Hattur: Spútnik
Jakki: Moss By Elísabet Gunnars
Leðurbuxur: Moss by Elísabet Gunnars
Bolur: Zara
Skór: Focus
Útsýni: 101 Reykjavík
Félagsskapur: Rósa María

Ísland, best í heimi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR