COPY/PASTE

COPY/PASTE

Það er orðið alltof langt síðan þessi liður rataði á bloggið mitt. Ég átti leið fram hjá Ginu Tricot í gær þegar ég rakst á þessa tösku í glugganum. Hún lét mig taka U beygju inn í búðina – svo ótrúlega lík Gucci! Sjáið sjálf hér að neðan.

Þetta er ekki eina varan í versluninni sem minnir á hátískuhönnun en þær eru margar í haustlínunni að þessu sinni. Sitt sýnist hverjum en hér má allavega gera falleg kaup á góðu verði. Ég er sjálf að velta því fyrir mér að heimsækja búðina aftur til að kaupa mér þessa ágætu tösku til að nota þangað til ég hef efni á ekta … er það kannski alveg no no?

//

I walked into Gina Tricot yesterday and this handbag caught my eye – copy/paste from Gucci.

 

GUCCI / Dionysus Medium suede and leather shoulder bag

Verð: 250.000 isk

GINA TRICOT
Verð: 4.400 isk

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GLANSANDI BLÚSSA

DRESSSHOP

IMG_0112

Fyrsta flíkin sem ég keypti mér eftir að ég kom til Svíþjóðar var þessi ágæta glansandi blússa. Ég klæddist henni í ágúst útgáfu Glamour þar sem einhverjum fannst hún líkja til náttfata. Það er bara flott! Ætli hún verði ekki einmitt notuð svoleiðis einhvern daginn? Þá er það allavega 2 fyrir 1 kaup.

//

First item that I bought after I moved to Sweden (again) was this glansed blouse. I like it casual and as a pyjamas – 2 for 1.

Frá: Ginu Tricot
From: Gina Tricot

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FRIDA GUSTAVSSON FYRIR GINA TRICOT

LOOKBOOKSHOP

11
Ég hef endurvakið upp ást mína á sænsku Ginu Tricot eftir smá hlé. En ég sýndi ykkur og sagði frá þegar ég heimsótti verslunina í vor og gerði góð kaup. Nú halda þau áfram að gera vel því sænski töffarann og ofurmódelið Frida Gustavsson selur manni svo sannarlega haustfatnaðinn sem brátt má finna í búðum. En hún situr fyrir í lookbooki sem sýnir hverju við megum eiga von á.

 

1 2 3 4 5 6 7 8 9 101504_GINATRICOT_LOOKBOOK_05_016_RGB_low-1

Algjörlega með´etta!

Dásamlegu haustlitir og fallegu snið. Flíkur sem ég sé mig nota lengi … þetta þarf ég að skoða betur á næstu dögum. Ég er í það minnsta virkilega hrifin af einföldu myndunum sem sýna svo vel klæðin. Þið líka? Stílisering til fyrirmyndar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

GAMLA GÓÐA GINA

LANGARSHOP

Það er ansi margt sem kallar nafn mitt í verslunum Ginu Tricot þessa dagana. Hér fylgið þið mér í mátun, (meðal annars) þessar fjórar flíkur með í för. Allt basic í “litum” sem ganga allt árið um kring. Það er okkur að skapi!

11178651_10152864719072568_814756034_n
Gina vinkona mín hefur ollið mér smá vonbrigðum síðustu árin, ég er því glöð að sjá að hún sé að taka við sér aftur. Gamla góða verslunin sem ég kunni svo vel að meta þegar ég bjó í Svíþjóð. Líklega nýjir hönnuðir komnir í teymið – miðað við það fasjón sem hún býður okkur uppá þessa dagana. Vörurnar að neðan eru á óskalista … verðið skemmir ekki fyrir.

50541685974401_m 69841900001_m 69636900001_m70065900001_m71058900001_m70260142001_m69147707001_m 70386900001_m 70886900001_m 70892818101_m 70310122701_m 69751106301_m 69895511901_m 70224338801_m

Happy shopping!

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

HALLÓ ÍSLAND

LÍFIÐSHOP

 

photo
Hæ!

Ég birti myndina að ofan á Instagram um helgina og fékk í kjölfarið margar spurningar hvaðan fína höfuðfatið væri. Hatturinn er frá Ginu Tricot og var keyptur á dögunum í Þýskalandi. Ég átti einn svipaðan sem týndist og þessi ódýru kaup eiga að reyna að taka við af honum – “Emil caps” eins og dóttir mín orðaði það.

Annars er ég lent á klakanum góða. Og jii minn eini , þvílík veðurblíða sem hér tók á móti mér !! Vonandi hafið þið öll verið að njóta sólarinnar eins og ég.

Ég byrjaði ferðina á útskirft hjá nýjum fatahönnuði í vinkonuhópnum – frábært kvöld í alla staði!

photo 1 photo 2 photo 3
Útskriftarstúlkan Rakel (rauðhærða í miðjunni) er í kjól frá Stellu McCartney, keyptur í GK. Ég er sjúk í hann!!
Ég er ekki í júdóslopp, þetta er jakki frá Zöru.

Góðar stundir. Notum og nýtum vel þennan extra “sunnudag”.

xx,-EG-.

MATCHY-MATCHY

DetailsMy closet

Fyrir nokkru síðan fann ég þetta blómamynstraða sett í Gina Tricot á lokaútsölu. Þar sem ég er búin að vera hrifin af matchy trendinu í nokkur ár núna ákvað ég að slá til og ég sé ekki eftir því. Þetta er ekkert smá þægilegt sumar dress og þvílík góð kaup fyrir 50,- dkk stykkið því að notunargildið er mikið, sundur eða saman. Ég luma á fleiri matchy outfit sem ég hlakka til að klæðast!

Njótið sumarsins og helgarinnar kæru þið X

Clutch-Acne / Sunnies-Chloé

..

I bought this flower print outfit a while ago at Gina Tricot’s final sales and what a comfy summer outfit. I’ve loved the matchy matchy trend for a couple of years now and I’m looking forward to do another version of this fun trend. Also, it’s great that you can use both pieces separately and for a 50,- dkk each -what a great buy!

Happy weekend X

PATTRA

LANGAR

SHOP

Fyrir sumarið frá Ginu Tricot ..

62142142001_m

61590142001_m

White on white –

62686560501_m

Every day sumar kjóll í fallega bláa litnum –

63120717101_m

Nýjar brillur í góðu sniði –

Svo er verðið líka svo gott! Sem að gerir löngunina meiri fyrir vikið.

Mig langar ..

xx,-EG-.

LANGAR

SHOP

Ég sakna oft oft sænsku Ginu minnar.
Hún er svo góð af því að hún er svo ódýr og maður má því alltaf leyfa sér eina og eina flík.Núna væri ég til dæmis alveg til í að skreppa út á næsta horn fyrir einn fínan maxi blazer.

Fæst í svörtu og ljósu.

Frá: Ginu Tricot.

Mig langar ..

xx,-EG-.