fbpx

GINA TRICOT KYNNIR Í FYRSTA SINN HEIMILISLÍNU

FréttirHönnun

Ástsæla sænska tískumerkið Gina Tricot kynnir í fyrsta sinn heimilislínu undir nafninu Gina Home sem mun innihalda rúmföt, teppi, skrautvasa ásamt vel völdum tískubókum eða svokölluðum “sófaborðsbókum”. Línan er unnin í samstarfi við smekkdömurnar og tvíeykið  þær Fanny Ekstrand og Linn Eklund sem standa að baki veftískutímaritsins Hobnob Journal. Fyrir áhugasama þá verður Gina Home fáanleg í vefverslun Gina Tricot og í völdum verslunum frá 17. september!

Myndir : Gina Tricot  

HULDA KATARÍNA X RAKEL TOMAS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1