SJARMERANDI ÍBÚÐ Í ♡ 101

Heimili

Þetta fallega íslenska heimili fangaði athygli mína á fasteignasöluvefnum í dag, staðsetningin er einstök og því kemur íbúðin að öllum líkindum til með að rjúka út. En það er eitthvað við þessa íbúð sem heillar mig svo mikið, kvenlegt yfirbragðið, fallegar ljósmyndir á veggjum og þekktar hönnunarvörur í bland við antíkmuni sem er einmitt eins og ég vil hafa mitt heimili. Þarna svífur greinilega góður andi yfir og húsráðandi með gott auga fyrir fallegum munum.

Ég er sérstaklega hrifin af þessu Marilyn Monroe plakati, en það eru fleiri myndir af þessari gyðju að finna á heimilinu.

Fyrir áhugasama kaupendur þá má finna allar upplýsingar um þetta sjarmatröll á Miðstræti HÉR.

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Ef þið viljið gera góð skvísukaup þá mæli ég með fatasölu dagsins. Sveinsdætur (sem margir muna eftir héðan af Trendnet) ásamt vel völdu smekkfólki hafa hreinsað til í skápunum og standa vaktina á Prikinu í dag.

Sveinsdætur ..

Irena

 

Karin

Hér að neðan er brotabrot af því úrvali sem boðið verður uppá –

Hverjir selja?

Karin Sveinsdóttir
Irena Sveinsdóttir
Hanna Soffía Skeggjadóttir Þormar
Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir
Vaka Alfreðsdóttir
Alexander Sigurður Sigfússon
Geoffrey Skywalker
Unnur Birna J. Backman
Þórsteinn Sigurðsson

HVENÆR: 7.MAÍ KL 13:00
HVAR: Í PORTINU Á PRIKINU
Meira: HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

YEOMAN OPNAR Í DAG

ÍSLENSK HÖNNUN

17342628_10155042422391774_3572909491209015451_n

eeyeoman

Í dag bætist í verslunarflóru miðbæjarins þegar fatahönnuðurinn og dugnaðarforkurinn Hildur Yeoman opnar sína fyrstu verslun undir eigin nafni, YEOMAN.

Hildur mun selja sína hönnun ásamt því að selja vörur eftir aðra íslenska hönnuði á borð við Kalda og GUDRUN. Einnig verður fatnaður frá American Vintage (merki sem ég er persónulega mjög hrifin af) og skór frá Miista, dásamlegt skart, ilmvötn, ilmkerti, blómavasar og margt annað fallegt – frábær blanda.

Mikið sem ég er spennt að fá að heimsækja þessa áhugaverðu viðbót á Skólavörðustígnum (nr 22B) sem allra fyrst.

Til hamingju Hildur Yeoman  ♥ Meira: HÉR og HÉR

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ANDREA BOUTIQUE OPNAR Í 101

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Góðan daginn!  Þetta er útsýnið mitt með morgunbollanum. Falleg forsíða Trendnet tók á móti mér umvafinn nýrri auglýsingu frá íslenska fatahönnuðinum Andreu Magnúsdóttir.

16838074_10154500313857568_2073970623_n

AndreA Boutique hefur hingað til aðeins verið í Hafnafirði en opnar dyrnar á Laugavegi 72 í dag, laugardaginn 18 febrúar – spennandi! Af því tilefni býður verslunin í boð milli klukkan 14 – 17. Ef ég væri ekki hinu megin við hafið þá væri svo sannarlega mætt til að skála við fatahönnuðinn og dugnaðarforkin hana Andreu og hennar teymi. Lesið meira um málið: HÉR

16707561_10154864553300520_6919307013297870735_o 16722441_10154864561275520_7771719307011404689_o

AndreA by AndreA SS17 – myndað af Aldísi Pálsdóttir

Það er margt fallegt í boði í sumarlínu verslunarinnar að þessu sinni. Ég þarf að kíkja í heimsókn eins fljótt og möguleiki er á.

Ertu á leiðinni út í kvöld? Verður helgardressið íslenskt? Gleðilegan laugardag!
Til hamingju með nýju búðina AndreA by AndreA

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

DRESS

11741693_10153127442957568_1595845862_n11719863_10153127442952568_1670862639_n
Oh, ég tók svo fallegar myndir á Tjarnargötunni í 101 um helgina. Eina er að ég tók miklu fleiri en náði fyrir asnaskap að eyða þeim öllum í þreytukasti þegar þessi póstur er skrifaður. Dagurinn (sá síðasti á Íslandi í bili) var nefnilega svolítið langur og því greinilegt að heilasellurnar finna fyrir því.

.. Ég er heppin að ég á þessa einu, því þetta fallega umhverfi þarf að birta í sér póst. Þetta er það sem túristarnir heillast að: íslenska sumarnótt eins og hún gerist best. Bjart , stillt og bara nokkuð heitt (tvær tölur á hitamælinum). Það var ekki annað hægt að en að doka við og njóta augnabliksins …

11753754_10153127442967568_888164236_n
Hattur: Spútnik
Jakki: Moss By Elísabet Gunnars
Leðurbuxur: Moss by Elísabet Gunnars
Bolur: Zara
Skór: Focus
Útsýni: 101 Reykjavík
Félagsskapur: Rósa María

Ísland, best í heimi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

DRESS

10268971_1457662431221711_1036736828_n
Sumarkvöld í Reykjavík, eins og þau gerast best !

photo 1photophoto 2

Sólgleraugu: Rayban Wayfarer / Augað
Bolur: Moss By Elísabet Gunnars / Gallerí 17
Biker jakki: Moss by Elísabet Gunnars / Gallerí 17
Buxur: Levis vintage

Skór: Won Hundred / GK Reykjavik

Eruð þið jafn lukkuleg með sólina og ég?
Litirnir í borginni breytast og brosmildi fólksins verður meiri. Vonandi fáum við fleiri svona daga, takk.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

DRESS

Það var við hæfi að klæðast BOB bol í BOB launchi fyrir helgi. Það vita kannski ekki allir að bolirnir eru UNISEX?
Yfirhöfnin stal samt meiri athygli því ég fékk margar fyrirspurnir hvar hana væri að finna eftir að ég birti Instagram mynd úr hófinu.

image-1 image-2 image

Jakki: Vila 

Bolur: BOB / 
Cocky
Buxur: AndreA
Skór: WonHundred / GK Reykjavik
Hattur: Spútnik
Umhverfi: 101 Reykjavik

Jakkinn er nýr í mínum fataskáp og var kippt með á hlaupum rétt áður en ég átti að mæta til strákana á Hverfisgötuna seinna um daginn. Hann er því ennþá til fyrir áhugasama. Flík sem setur punktinn yfir i-ið.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA DAGSINS

FATASALA

10421561_10204321890641027_5242852573860932175_n10736181_10152501136402568_1526933029_n

 

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum (!) en smekkkonurnar Gunnþórunn Jónsdóttir, Rósa María Árnadóttir, Sigríður Margrét, María Jonný, Lilja Karen og Anna Kein hafa hreinsað úr fataskápunum flíkur sem verða til sölu í Ingólfstræti í dag.

Ég þekki þær nokkrar og get því lofað ykkur því að þessum markaði viljiði ekki missa af. Þeas ég myndi sjálf mæta fremst í röð við opnun ef það væri í boði. Þið skilið kannski kveðju!

554104_4734104120693_535836130_n10271563_10203472008941849_3593274722449371010_n 10155116_10203037993567459_212058590_n 295558_10151524142925973_723894228_n

Hvar: Suzie Q, Ingólfsstræti 8
Hvenær: 1 nóvember klukkan 12:00
Meira: HÉR

.. og þar sem þið eru hvort eð er í miðbænum þá minni ég aftur á showroom Petit.is í næstu götu.

Gleðilegan laugardag!

xx,-EG-.

SMÁFÓLKIÐ: SHOWROOM PETIT

FRÉTTIRSHOPSMÁFÓLKIÐ
1

Til hægri: eigandi Petit.is, Linnea Ahle

Netverslunin Petit.is býður til veislu í miðbæ Reykjavíkur um helgina þegar þau opna showroom sitt fyrir viðskiptavini.
Verslunin er rekin af sænsku ofurkonunni Linneu Ahle en hennar glaðlega bros mun taka á móti ykkur í Pósthússtræti 13 alla laugardaga milli 12 og 16 en þetta verður fyrsti laugardagurinn sem hún opnar hurðina.

Netverslunin sem hefur gert það gott síðasta árið er með þessu móti að bjóða upp á betri þjónustu fyrir kúnna sína sem nú fá tækifæri á að “snerta” vörurnar þennan eina dag vikunnar – en margir hræðast ennþá að versla á netinu og því er svona showroom tilvalið.

Ég hef fylgst með versluninni frá upphafi þar sem ég gladdist í byrjun yfir að merkið Färg och Form væri komið til landsins. Síðan þá hef ég fylgst með hennar reglulegu uppfærslum á nýjum skandinavískum merkjum fyrir börn – fatnaður og innanhúsmunir.

Þessar vörur á neðan valdi ég úr vöruúrvali verslunarinnar í dag en þær munu taka á móti ykkur um helgina.


petit0
petit petit 8 petit6 petit5 petit3 petit2 petit1

Mömmur sameinist í Pósthússtræti. Ég mæli með.

Happy shopping!

xx,-EG-.

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÞÓRHILDUR ÞORKELS

FÓLKINSTAGRAM

Þórhildur Þorkelsdóttir er geislandi ung kona á uppleið. Þið sem hafið fylgst með Trendnet hvað lengst þekkið hana sem gamlan bloggara hér á síðunni en hún hætti tískuskrifum þegar hún tók við starfi sem fréttamaður í sjónvarpinu fyrr á árinu. Í dag er hún ein af flottu þríeyki í Brestum sem hóf göngu sína á Stöð2 á mánudaginn var. (skylduáhorf!)

Þórhildur er alltaf til fyrirmyndar þegar kemur að klæðaburði enda tískuunnandi af bestu gerð og fagurkeri fram í fingurgóma. Hún er líka sú eina sem blikkaði sjálfan Calvin Klein í sjónvarpsviðtal eftir fyrirlestur sem hann hélt á Hönnunarmars. Ég vil meina að útgeislunin og fallega brosið hafi hjálpað þar til. ;)

image-18

Þórhildur Þorkelsdóttir og Calvin Klein í Hörpu

Þetta er Þórhildur Þorkels á Instagram –

Hver er Þórhildur Þorkels?
Ég er 24 ára gömul uppalin í uppsveitum Árnessýslu, en hef búið í miðbænum og vesturbænum til skiptist frá 2006. Starfa sem fréttakona á Stöð 2 og hef áhuga á fjölmiðlum, ferðalögum, tísku og hestamennsku.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Já, það má segja það. Þegar ég var lítil dundaði ég mér klukkutímunum saman við að klæða barbídúkkurnar mínar sem síðan þróaðist út allskonar “átfitt” – pælingar. Hef síðan þá gengið í gegnum hin ýmsu tískutímabil og stíllinn þróast og breyst mikið.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera frekar fín til fara, en ég tek því þó ekkert of alvarlega. Klæði mig yfirleitt bara samkvæmt skapi þann daginn.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Nei ég get ekki sagt það. Ég er samt mjög hrifin af því hvernig t.d. Miroslava Duma, Kate Bosworth og Miranda Kerr klæða sig, þó ólíkar séu.

Must have flík fyrir veturinn?
Falleg og vel sniðin vetrarkápa í óhlutdrægum lit, ljósbrúnu, navybláu, gráu eða vínraðu.

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur?
Að kaupa frekar færri vandaðar flíkur en fleiri ódýrar. Sérstaklega á þetta við skó, óvandaðir skór er versta fjárfesting í heimi!

Hvað er á döfinni?
Úff, varla farin að hugsa svo langt! Brestir, nýir fréttaskýringaþættir á Stöð 2 hófust núna á mánudaginn, og hef ég verið ansi djúpt sokkin við þá vinnu undanfarið.  Annars bara held ég áfram að njóta lífsins og líðandi stundar, þá skjóta alltaf einhver spennandi verkefni upp kollinum.

Takk @thorhildurthorkels

xx,-EG-.