fbpx

ÚT AÐ HLAUPA

LÍFIÐ

Það er margt mjög gott við sumartímann, en eitt af því besta eru útihlaupin. Hreyfing sem slík nærir mig öðruvísi en önnur hreyfing, auðvitað á líkamlegan hátt en ekki síður andlega háttinn. Ég hef áður sagt ykkur að mínar hugmyndir koma upp í kollinn á hlaupum, ég hlusta einungis á rólega tóna á meðan ég skokka hringinn og stundum alls enga tóna – sumum finnst það sérstakt. Ekki mér ..
Á hlaupum færðu nefnilega allan þann frið sem þú óskar eftir, þínar mínútur – sama hversu margar þær eru. Ég kann virkilega vel að meta hverja einu og einustu.

Í sumar hef ég ekki hlaupið jafn mikið og síðustu ár en eitthvað hef ég hreyft lappirnar. Á Íslandi heimsótti ég reglulega World Class en hér heima æfi ég meira utandyra.  Fallegt útsýni og nýjir hlaupaskór bjóða ekki uppá annað en ég haldi dampi ; )

imageKöln ..

17
Skór: Adidas Ultra Boost
Þetta sumarið er ég vel skóuð í einum bestu hlaupaskóm sem ég hef átt ..

16 15 14 13
Draumurinn í bakgarðinum ..
11 Reykjavik ..
_

Reykjavíkurmaraþonið nálgast óðum. Eru ekki allir búnir að skrá sig? Ég er að vinna í því að finna út hvern ég ætla að styrkja þetta árið: HÉR

Allir út að hlaupa. Eigið góðan dag,

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FRIDA GUSTAVSSON FYRIR GINA TRICOT

Skrifa Innlegg