fbpx

HÖNNUNARMARS: HÚFUKOLLUR

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN
 
Það er óhætt að segja að nóg sé um að vera á Hönnunarmars og á þeim tískudögum sem nú standa yfir hér í borginni. Í dag eru ýmsir viðburðir í gangi og mikilvægt að skipuleggja sig vel til að ná að sjá sem mest.
66°Norður mun launch-a samstarfsverkefni með vöruhönnuðnum Þórunni Árnadóttur í dag klukkan 17:00. Um er að ræða uppfærð útgáfa af geysivinsælu húfukollunum. Ég heyrði í Þórunni hljóðið – hver er konan á bakvið hönnunina og hvernig kom samstarfið til.
 Hver er Þórunn Árnadóttir? 
Ég vinn sjálfstætt sem vöruhönnuður í Reykjavík. Ég vinn í allskonar mjög fjölbreyttum verkefnum, drifnum áfram af forvitni, tilraunagleði og áhuga á ýmisskonar fyrirbærum, efnum og aðferðum. Ég útskrifaðist með BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og MA í Design Products við Royal College of Art í London árið 2011. Ég er auk þess aðalhönnuður og stofnandi PyroPet Candle Company, ásamt Dan Koval.

Hvernig kom til að þú varst fengin í verkið? 

Þau hjá 66°N höfðu samband við mig. Þau höfu séð eitthvað af því sem ég hef verið að gera og fannst spennandi að fá mig í þetta verkefni. Þau gáfu mér mjög frjálsar hendur við hönnunina á húfunni, en upphaflega var ætlunin bara að hanna eina nýja útgáfu. En þeim leist svo vel á þessar þrjár tillögur að þau ákváðu að láta framleiða þær allar.
CS5dl-nX14GE4RcDZWAlZr35IyhqXEb2zh8VIB52XJs
Hvaðan kom innblásturinn?

Innblásturinn kom frá uppruna 66°N; sjómennskunni. Á tveimur húfunum er mynstur sem er gert úr höfninni, skipum, mávum, vitum, og á þeirri þriðju er þorskur. Í þorskahúfunni er líka smá tilvísun líka í PyroPet: þegar kannturinn er uppbrettur prýðir þorskur hann, en beinagrindin hans kemur í ljós þegar kannturinn er brettur niður. (Það er hægt að nota hana á báða vegu.)2svD0yrytPmdNzjLpJRtm27bT0co9u2rIa2RZUrFC0s,22rm0RxI9wVuvm6jjVGMWWSKWvBe_kbWR5OrPHk3E1g

Eitthvað á döfinni?

Já, ég er nú bara á fullu núna í Hönnunarmarsfjöri! Á Hönnunarsafninu stendur yfir sýning á verkefninu “Austurland: Designs from Nowhere” sem ég tók þátt í á síðasta ári og hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2014. Þar verður hægt að sjá Sipp og Hoj! línuna mína sem varð til úr því verkefni. Sipp og Hoj! verður auk þess til sýnis í Sjávarklasanum á sýningunni “1200 Tons”. Svo er ég er að sýna glænýtt PyroPet kerti í 7 verslunum víðsvegar um borgina, (Spark, Hrím, Epal, Aurum, Kraum, Minja og Mýrin) en þar mun einn fugl rísa upp úr öskunni á hverjum degi Hönnunarmars hátíðarinnar, (eins og Fönix!). Það er líka Instagram leikur í gangi, þar sem hátíðargestir eru hvattir til að deila myndum af Bíbí og merkja með #pyropetbibi. Ég mun svo velja flottustu myndina á Sunnudagskvöldinu og mun eigandi flottustu myndarinnar fá eitt stykki Bíbí í verðlaun!_

Svona samstörf eru falleg á báða boga. Hlakka til að skoða húfurnar betur seinna í dag.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

LÍFIÐ

Góða kvöldið frá hvítu ísköldu Íslandi. Hvar er vorið !?

Ég er lent í mjög spennandi vinnustopp og byrjaði ferðina á fundarstandi og forsýningu.

11040330_10152782236187568_1045131626_n

Það er allt að gerast í höfuðstöðvum Glamour þessa dagana. Styttist í fyrstu útgáfu.

10922189_10152782236332568_243047329_n
Trendnet forsýning á The Little Death… ég hló mjög mikið! Takk til ykkar allra sem létuð sjá ykkur.

Annars er allt að gerast næstu vikur …Casting_for_rff

1.

Um helgina fögnum við íslensku tískuhátíðinni á Reykjavik Fashion Festival. Þar heldur Trendnet úti “bloggi í beinni” eins og síðustu ár og því um að gera fyrir ykkur sem ekki getið mætt að fylgjast vel með á síðunni yfir daginn. Eru ekki allir búnir að lesa  RFF Gestabloggið vel og vandlega síðustu daga?

Einnig byrjum við Instagram leik í dag sem stendur fram á þriðjudag í samstarfi við Coke Light. Í aðalvinning hljóta tveir heppnir 50.000 króna ferðaávísun með Icelandair (!!) og í aukavinninga ætlum við að gefa nóg af tískukóki í gleri – Coke Light. Meira: HÉR  – #TRENDLIGHT

2.
Í næstu viku hlakka ég til að segja ykkur frá leyniverkefni sem ég hef verið að vinna síðasta árið og nú má loksins opna munninn og segja ykkur meira. STAY TUNED!!! Eitt af því skemmtilegra sem ég hef tekið þátt í hingað til.
_

Já … þetta er svona það helsta. Blandípoka í tilefni þess að það er nóg að gera og nóg framundan í mínu lífi. Ég vona að þið fylgist áfram með …

Takk fyrir að kíkja stundum við.

xx,-EG-.

Zoolander fyrir Valentino

Besta hugmynd hjá tískuhúsi í langan tíma! Zoolander lokaði sýningunni hjá Valentino á tískuvikunni í París sem nú stendur sem hæst.

Ben Stiller gekk meðal annars með félaga sínum úr Zoolander myndinni, Owen Wilson.

Ég elska það þegar tískuhúsin hafa húmor.

Þvílík PR bomba!

Xx, -EG-

Posted from my iPhone.

COPY/PASTE

COPY/PASTESHOP

Þessi fagra leðurtaska er á leiðinni til mín með póstinum. Krókodílaleður með þessum skemmtilega detail – hringnum fína sem við sjáum á svo mörgum stöðum núna. Netkaup geta glatt þegar tími finnst ekki fyrir annað … 

zara

Veskið minnir óneitanlega á clutch frá Céline en það er ekki í fyrsta sinn sem Zara fær innblástur þaðan, og ekki í það síðasta heldur. Í sumarlínu verslunarinnar má t.d. finna margar vörur sem líkja til franska tískuhússins. Einhverjir verða örugglega alveg brjál yfir því, en svona er staðan í dag.

104564yfm.19br_1_0

ZARA : 149 Evrur = 22.200 ISK

VS

CÉLINE : 1.100 Evrur = 164.100 ISK

Ég keypti það sem hentaði buddunni betur í þetta skiptið …. og mun bera það með stolti. Enda ekki alveg eins.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSÝNIÐ

DAGSINSLÍFIÐ

Helgin var með öllu móti góð í vorveðrinu hér í Þýskalandi. Nú fer að nálgast vinnuferð til Íslands hjá mér og að mörgu að huga. Það besta sem ég geri á háannartímum er þetta …. hugleiðing með sjálfri mér á meðan ég stunda yoga í svefnherberginu – eitt af mínum áramótaheitum.

Þetta er útsýnið:

11040801_10152775403117568_1080284782_n

Kerti: Völuspá/Kastania, Buxur: Lindex, Yoga: Adriene

Munum að huga að sjálfinu. Vonandi áttuð þið góða helgardaga.

Namaste.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LANGAR: Zadig & Voltaire

FASHIONFASHION WEEK

IMG_9901FW15  PARIS FASHION WEEKFW15  PARIS FASHION WEEK

Þið vitið hvað er erfitt að finna hinn fullkomna feld? Ég fann minn á pöllunum í París hjá Zadig & Voltaire. Merki sem ég féll fyrst fyrir þegar ég bjó í Frakklandi hér um árið. Það eru tvær yfirhafnir sem ég bara verð (!) að eignast, þessar hér að ofan.
Mögulega meira notagildi í brúna pelsinum (?) en sá blái með litaða loðinu er it-item sem maður myndi varðveita eins og barnið sitt, eða svona næstum.
Það skemmir ekki fyrir að verðið er ekki uppsprengt eins og hjá hátískuhúsunum og því er ég yfir mig spennt hér í sætinu, eins og þið “heyrið”.

Annars var bohemian andrúmsloft yfir haustlínunni sem bauð uppá margar flottar flíkur. Þessir skór hér að neðan eru td.eitthvað? En ég hef áður verið hrifin af skónum frá merkinu.

IMG_9855

Nú eru algjör vandræði að þurfa að bíða til haustsins ….

Línan í heild sinni: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

H&M STUDIO LOFAR GÓÐU

FASHION WEEKH&M

Tískusýning H&M Studio fór fram í Parísarborg í gærkvöldi. Sýningin er sýnd í beinni online og hef ég tileinkað mér að fylgjast með henni síðustu árin og deila broti með ykkur. H&M Studio er undirlína hjá fyrirtækinu sem stílar inn á meiri gæði og glamúr – meira fashion. Vegna þessa er hún örlítið dýrari en gengur og gerist hjá versluninni og fæst einungis í völdum verslunum. Haustið lofar góðu, ég tók saman mín uppáhalds dress.

“Geimfarar” gengu pallanna –

MARC0022

Þessi fer líklega ekki í framleiðslu, en hver veit –

MARC0073

Kendell Jenner var meðal þekktustu nafnanna ..
Ég er þó ekki hrifin af hennar outfitti –

Gigi Hadid

.. Gigi Hadid –

MARC0102MARC0153 MARC0534 MARC0487

Skíðabuxnalúkkið er eitthvað sem ég vil sjá meira af –

MARC0299 MARC0276

White on white ennþá save samkvæmt þessu –

MARC0241 MARC0185 MARC0172

Bronze í boðinu –

MARC0164 MARC0136
Heilgallarnir heilluðu mig mest –

MARC0320

Þetta er bara brot af því besta en HÉR sjáið þið sýninguna í heild sinni.
Það hlýtur að teljast viðurkenning fyrir brandið að STYLE.COM birti myndir frá pöllunum. Það hafa þeir ekki gert áður.

Hér var stuð –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DILLUM OKKUR EINS OG BEYONCE

FÓLKFRÉTTIR

Góða kvöldið! Þetta má bara alls ekki fara fram hjá fólki.

Ofurkonan Anna Margrét Gunnarsdóttir bíður uppá Beyonce danskennslu fyrir landann (!)  Eitthvað sem alla dreymir  um – upphátt eða í leyni ;)

Ég fékk að forvitanst um umgjörðina.

IMG_0976


Fyrir þá sem ekki vita …

Hver er Anna Margrét Gunnarsdóttir aka Litlir Bleikir Fílar aka ADHD-kisan?

Ég sjálf heiti Anna Margrét en Litlir Bleikir Fílar og ADHD-kisan eru samfélagsmiðladýrin mín, fílarnir eru á Facebook en ADHD-kisan sér um Instagram, Twitter og Snapchat. Mér finnst alter-egó skemmtileg svo ég ákvað að vera bara dýr á internetinu (en ég skrifa fyrir okkur öll, það er algjört vesen fyrir dýr að nota lyklaborð, þumlaleysið sko.) Ég er viðskiptafræðingur að mennt, starfa sem blaðamaður á Nýju Lífi og kenni Beyonce-dansnámskeið í Kramhúsinu. Er áhugasöm um allt bleikt og skemmtilegt.

bey2


Hvernig kom það til að þú byrjaðir að bjóða uppá þessa frábæru tíma/þjónustu? (sem ég er sjálf svo spennt að bóka!)

54% af ævi minni (eða öll uppvaxtarárin) fóru í langt og strangt klassískt balletnám. Þegar ég hætti í ballett fór dansinn í dvala og ég dansaði bara í plásslausri þvögu á skemmtistöðum borgarinnar.

Það var svo fyrir rúmlega einu og hálfu ári að ég mætti í Beyonce-danstíma í Kramhúsinu hjá fyrrum balletskólasystur minni Margréti Erlu Maack. Þar fann ég ég mig í dansinum aftur og svo virðist sem ég sé fædd til að twerka. Nú kenni ég sjálf Beyonce-námskeið í Kramhúsinu auk þess að taka að mér allskonar skemmtigigg fyrir árshátíðir, gæsanir, steggjanir, veislur, partí og gleðisamkomur.

IMG_0313
Hvernig hafa viðtökurnar verið?

Vinsældir Beyonce-dansnámskeiðanna eru gríðarlega miklar og bókast námskeiðin upp hratt og fara heilu helgarnar í að rúnta á milli árshátíða og gæsahópa að skemmta – landinn er sjúkur í twerkið! Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því hversu gefandi og gaman það er að kenna fólki að hrissta á sér rassinn.

Byrjendur jafnt sem lengra komnir?

Námskeiðin eru fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna, konur og kalla með skalla. Beyonce-dans er í raun fremur einföld dansspor en aðalatriðið er að skemmta sér og ekki vera stressa sig á nokkrum hlut. Það er ekkert rétt eða rangt, flott eða asnalegt – bara bootylicious stuð og stemmning!

Er framtíðardraumurinn stóra sviðið með drottningunni sjálfri?

Athyglissjúki hlutinn af mér myndi auðvitað aldrei segja nei við boði um að taka danssnúning með Queen B en ég myndi frekar vilja setjast niður með henni og fá að heyra hvernig sjálfstyrkingu hún notast við enda ótrúlega örugg og flott kona. Hún er mín fyrirmynd hvað varðar sjálfsöryggi og reyni ég að herma eftir henni þegar kemur að því að vera „bad-ass bitch“

Eitthvað að lokum?

Hægt er að hafa samband við Kramhúsið í síma 551-5301 & 551-7860 og fá meiri upplýsingar um námskeið og skemmtanir. Þetta er frábært tækifæri til að dansa í skemmtilegu umhverfi og mjög sniðugt að stunda á móti annarri íþróttaiðkun. Líka bara…hver vill ekki læra dansa eins og Beyonce?

anigif_enhanced-buzz-2362-1359590742-10

Allir í símann núúna.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: AMIE

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

1235184_632230890221752_8460578578161038211_n10679640_631523230292518_4146916871482498727_o

 

Alba er á þeim aldri þar sem hún vill annaðhvort fá að greiða sér sjálf, eða fá að hafa hárið slegið. Sjálfstæðið er mikið þessa dagana enda stúlkan að nálgast 6 ára aldurinn (og ég sem er ennþá 18 … hélt ég). Ég hef brugðið á það ráð að nota mikið spangir og hárbönd og leyfa henni þannig að stjórna ferðinni. Ég á nokkur hárbönd sem eru í uppáhaldi og eitt þeirra er íslensk hönnun frá AIMIE. Ég á til með að sýna ykkur það nánar.


photo 1
11016393_10152765847972568_2037444134_n11026551_10152765840887568_1319289505_n10968093_10152762297402568_778205026_nBöndin eru gerð úr þæfðum ullarkúlum og fást í mörgum litum: HÉR sem og í BíumBíum eftir helgi.

Íslenskt, já takk.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ORÐ: LÍFSINS REGLUR

INSPIRATIONLÍFIÐORÐ

Ég mun líklega ekki birta mánudagsorð næstu 45 vikurnar. Hér að neðan fáum við nefnilega margar margar línur af innblæstri inn í lífið. Línur sem hafa farið eins og eldur um Internetið uppá síðkastið.

20291_10151352371150477_637258383_n

Lífsins reglur by Regina Brett – gjöriði svo vel.
Ég mæli með að þið lesið þær allar.
_

1. Life isn’t fair, but it’s still good.

2. When in doubt, just take the next small step.

3. Life is too short – enjoy it.

4. Your job won’t take care of you when you are sick. Your friends and
family will.

5. Pay off your credit cards every month.

6. You don’t have to win every argument. Stay true to yourself.

7. Cry with someone. It’s more healing than crying alone.

8. It’s OK to get angry with God. He can take it.

9. Save for retirement starting with your first paycheck.

10. When it comes to chocolate, resistance is futile.

11. Make peace with your past so it won’t screw up the present.

12. It’s OK to let your children see you cry.

13. Don’t compare your life to others. You have no idea what their journey is all about.

14. If a relationship has to be a secret, you shouldn’t be in it.

15. Everything can change in the blink of an eye. But don’t worry; God never blinks.

16. Take a deep breath. It calms the mind.

17. Get rid of anything that isn’t useful. Clutter weighs you down in many ways.

18. Whatever doesn’t kill you really does make you stronger.

19. It’s never too late to be happy. But it’s all up to you and no one else.

20. When it comes to going after what you love in life, don’t take no for an answer.

21. Burn the candles, use the nice sheets, wear the fancy lingerie. Don’t
save it for a special occasion. Today is special.

22. Over prepare, then go with the flow.

23 Be eccentric now. Don’t wait for old age to wear purple.

24. The most important sex organ is the brain.

25. No one is in charge of your happiness but you.

26. Frame every so-called disaster with these words ‘In five years, will
this matter?’

27. Always choose life.

28. Forgive but don’t forget.

29. What other people think of you is none of your business.

30. Time heals almost everything. Give time time.

31. However good or bad a situation is, it will change.

32. Don’t take yourself so seriously. No one else does.

33. Believe in miracles.

34. God loves you because of who God is, not because of anything you did or didn’t do.

35. Don’t audit life. Show up and make the most of it now.

36. Growing old beats the alternative — dying young.

37. Your children get only one childhood.

38. All that truly matters in the end is that you loved.

39. Get outside every day. Miracles are waiting everywhere.

40. If we all threw our problems in a pile and saw everyone else’s, we’d
grab ours back.

41. Envy is a waste of time. Accept what you already have not what you need.

42. The best is yet to come…

43. No matter how you feel, get up, dress up and show up.

44. Yield.

45. Life isn’t tied with a bow, but it’s still a gift.”

Virkilega góðir punktar. Það er svo margt sem við mættum svo sannarlega minna okkur oftar á. Það eru þessir litlu hlutir í lífinu sem við eigum til með að gleyma …
Ég er búin að lesa oft yfir, og ætla að reyna að tileinka mér það reglulega framvegis. Spara þessi orð á góðum stað. Ég mæli með því að þið gerið það líka. Þeir eiga nefnilega við okkur flest.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR