fbpx

DILLUM OKKUR EINS OG BEYONCE

FÓLKFRÉTTIR

Góða kvöldið! Þetta má bara alls ekki fara fram hjá fólki.

Ofurkonan Anna Margrét Gunnarsdóttir bíður uppá Beyonce danskennslu fyrir landann (!)  Eitthvað sem alla dreymir  um – upphátt eða í leyni ;)

Ég fékk að forvitanst um umgjörðina.

IMG_0976


Fyrir þá sem ekki vita …

Hver er Anna Margrét Gunnarsdóttir aka Litlir Bleikir Fílar aka ADHD-kisan?

Ég sjálf heiti Anna Margrét en Litlir Bleikir Fílar og ADHD-kisan eru samfélagsmiðladýrin mín, fílarnir eru á Facebook en ADHD-kisan sér um Instagram, Twitter og Snapchat. Mér finnst alter-egó skemmtileg svo ég ákvað að vera bara dýr á internetinu (en ég skrifa fyrir okkur öll, það er algjört vesen fyrir dýr að nota lyklaborð, þumlaleysið sko.) Ég er viðskiptafræðingur að mennt, starfa sem blaðamaður á Nýju Lífi og kenni Beyonce-dansnámskeið í Kramhúsinu. Er áhugasöm um allt bleikt og skemmtilegt.

bey2


Hvernig kom það til að þú byrjaðir að bjóða uppá þessa frábæru tíma/þjónustu? (sem ég er sjálf svo spennt að bóka!)

54% af ævi minni (eða öll uppvaxtarárin) fóru í langt og strangt klassískt balletnám. Þegar ég hætti í ballett fór dansinn í dvala og ég dansaði bara í plásslausri þvögu á skemmtistöðum borgarinnar.

Það var svo fyrir rúmlega einu og hálfu ári að ég mætti í Beyonce-danstíma í Kramhúsinu hjá fyrrum balletskólasystur minni Margréti Erlu Maack. Þar fann ég ég mig í dansinum aftur og svo virðist sem ég sé fædd til að twerka. Nú kenni ég sjálf Beyonce-námskeið í Kramhúsinu auk þess að taka að mér allskonar skemmtigigg fyrir árshátíðir, gæsanir, steggjanir, veislur, partí og gleðisamkomur.

IMG_0313
Hvernig hafa viðtökurnar verið?

Vinsældir Beyonce-dansnámskeiðanna eru gríðarlega miklar og bókast námskeiðin upp hratt og fara heilu helgarnar í að rúnta á milli árshátíða og gæsahópa að skemmta – landinn er sjúkur í twerkið! Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því hversu gefandi og gaman það er að kenna fólki að hrissta á sér rassinn.

Byrjendur jafnt sem lengra komnir?

Námskeiðin eru fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna, konur og kalla með skalla. Beyonce-dans er í raun fremur einföld dansspor en aðalatriðið er að skemmta sér og ekki vera stressa sig á nokkrum hlut. Það er ekkert rétt eða rangt, flott eða asnalegt – bara bootylicious stuð og stemmning!

Er framtíðardraumurinn stóra sviðið með drottningunni sjálfri?

Athyglissjúki hlutinn af mér myndi auðvitað aldrei segja nei við boði um að taka danssnúning með Queen B en ég myndi frekar vilja setjast niður með henni og fá að heyra hvernig sjálfstyrkingu hún notast við enda ótrúlega örugg og flott kona. Hún er mín fyrirmynd hvað varðar sjálfsöryggi og reyni ég að herma eftir henni þegar kemur að því að vera „bad-ass bitch“

Eitthvað að lokum?

Hægt er að hafa samband við Kramhúsið í síma 551-5301 & 551-7860 og fá meiri upplýsingar um námskeið og skemmtanir. Þetta er frábært tækifæri til að dansa í skemmtilegu umhverfi og mjög sniðugt að stunda á móti annarri íþróttaiðkun. Líka bara…hver vill ekki læra dansa eins og Beyonce?

anigif_enhanced-buzz-2362-1359590742-10

Allir í símann núúna.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: AMIE

Skrifa Innlegg