ÁBERANDI EYRNALOKKAR

SHOPTREND

English Version Below

unspecified-4

Ég eignaðist svo fallega eyrnalokka í síðustu viku. Systir mín færði mér lokkana frá Íslandi en það hefur ekki farið framhjá ykkur sem fylgið mér á Instagram story. Ég hef notað þá daglega frá því að þeir urðu mínir.

 

img_3551img_3560

 

Fyrir tveimur árum talaði ég um áberandi eyrnalokka í tískubabbli mínu fyrir Fréttablaðið, hér. Þá grunaði mig ekki hvað þetta trend myndi halda velli í langan tíma … eða fór það kannski og kom svo aftur?

Lokkarnir eru frá verslun Andreu Boutiqe þar sem þeir seljast á verðbilinu 1990,- 3.990,-. Það var ómögulegt að velja á milli því úrvalið er mjög mikið af fallegum týpum.
Laugardagslúkkið á þessum bænum. Einföld og ódýr leið til að lífga uppá dressið.

img_3558img_3562

img_3569img_3565

 

//

My sister brought me these beautiful earrings last week when she came for a visit. I really love the look and have been wearing them since.
They are from Andrea Boutique in Iceland and you should go and have a look the different types she has. The price is good which is a big plus.
The statement earrings trend seems to continue through the summer – a good “finish” for every look, casual or evening.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

CROCS hjá Christopher Kane

FASHIONFASHION WEEK

English Version Below

Ég vaknaði upp við ansi ótrúlegar tískufréttir þennan daginn. Crocs komnir á tískupallana (!) hjá sjálfum Christopher Kane (!!) .. ég sá þetta alls ekki fyrir.
Herra Kane fer sínar leiðir og á pottþétt eftir að sannfæra einhverja um ágæti skóna. Ég þarf aðeins að ná mér niður áður en ég fer að mynda mér skoðun á þessu.

IMG_6160-xlarge_trans++Imq0gSBkzcH_-jHFXstKOL9t1Pg2VDixv7okYcOWKLU IMG_6248-xlarge_trans++x1rGucoo2J_ExhuM2sOt-9y5zyGCNovvQxxhbnCZIlQV8-160929971

Christopher Kane SS17

fashion-crocs-are-here-and-theyre-actually-kind-of-cool-body-image-1474311991
Svo skreytum við þá með steinum. Já já, ég veit ekki.

Hingað til hef ég átt mjög erfitt með þessa vinsælu hönnun. En það virðist sem tískan komi manni sífellt á óvart? Allavega miðað við þetta.

Tískuhúsin virðast leggja áherslu á að reyna að sjokkera smá markaðinn í von um mikla umfjöllun. Það virkaði vel hjá Kane í þetta skiptið. Ég er viss um að Crocs sjáist á götunum næsta sumar. Þó ég hafi litla trú á að mínar tásur rati í par þá er jákvæðasti punkturinn sá að ég hef heyrt að þeir séu mjög þægilegir.

 

//

I do not have many words about this shocking fashion news that I woke up to this morning (!)  The models at Christopher Kane walked the catwalk wearing Crocs. I need to calm down before I tell you my thoughts on this. Will people be wearing Crocs next summer? I did not see this one coming …

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

YEOMAN UM HÁLSINN

ÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

IMG_7106

Ég á tvo uppáhalds fylgihluti þessa dagana. Hálsmen frá Hildi Yeoman og ný sólgleraugu. Ég er svo ótrúlega ánægð með hálsmenið frá Hildi, chocker sem ég ætlaði að segja ykkur frá fyrir löngu enda orðið töluverður tími frá því að það varð mitt. Fyrst eftir að ég fékk það fannst mér það svo fínt að ég týmdi ekki að nota það nema við betri tilefni. Raunin hefur svo aldeilis verið önnur … því mér finnst það alveg eins ganga við hettupeysu eins og við kjól – oftar en ekki er það punkturinn yfir i-ið.

Allt skartið hennar Hildar er handgert sem gerir það enn yndislegra að mínu mati.

 

IMG_6949

IMG_6951

//

One of my favorite accessories these days are this beautiful chocker from the Icelandic designer Hildur Yeoman. I wear it both casual and for more special occasions.  Perfect for adding an extra layer of style to an outfit.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FYLGIHLUTIR Í FLEIRTÖLU

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Kæru kvenkyns lesendur .. eruð þið ennþá að lenda í spurningum um jólagjafaóskir? Ég er að lenda mikið í þeirri fyrirspurn og tók því saman lista með hugmyndum sem geta ekki klikkað fyrir mig, og kannski ekki heldur fyrir ykkur. Úrval fylgihluta hefur sjaldan verið meira og þar má finna eitthvað fyrir alla. Fylgihlutir eru sannarlega örugg leið í gjafakaupum og hér fáið þið nokkrar góðar vörur frá íslenskum verslunum –

fylgihlutur3

 

Grófur hringur: Kría/Aftur, Pug snyrtitaska: Hrím, Fiskihálsmen: Hring eftir hring/Epal, Hattur, Vila, Gróft hálsmen: Tribo/Gullbúið Seyðisfjórður, Armband: Eyland/Einvera, Akkeris hálsmen: Orri Finn

fylgihlutur2

Trefill: Gallerí 17, Perluhálsmen: Hildur Yeoman, Hanskar: Zara, Silfurhringir: Fashionlogi/GK Reykjavik, Toppur: VeroModa, Veski: AndreA, Eyrnalokkar: Lindex

fylgihlutur1

Eyrnalokkar: Eyland Jewerelly/Einvera, Hálsmen: Twin Within/Hrím, Sólgleraugu: Lindex, Klútur:  Saga Kakala/Galleria Reykjavik, Úr: Komono/Húrra Reykjavik, Veski: F&F

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Prinsessuleikur á dagskrá?

FASHIONMAGAZINE

Gleðilegan föstudag kæru lesendur.
Tískubabl vikunnar er á sínum stað í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.Screen Shot 2015-10-23 at 09.00.45

 

Hárskraut var áberandi á tískupöllum stærstu hönnuðanna fyrir haustið.
Fyrirsætur Fendi báru breið hárbönd sem fönguðu athygli augans, Dolce & Gabbana blandaði perlum og steinum sem líktust einna helst konunglegum kórónum og Atelier Versace bjó til hárskraut samansett úr blómum sem fyrirsætur báru við skræpótta kjóla. Erum við allar á leið í prinsessuleik?
Bæði Valentino og Elie Saab létu fyrirsætur sínar ganga með dramatískt gullskraut á höfði sem undirrituð myndi aðeins bera á brúðkaupsdegi eða álika hátíðlegri stund.

 

 

Valentiono

Valentino

Versace2015

Versace

2015Dolce&Gabbana
Dolce & Gabbana

CHANEL2015

Chanel

Dolce & Gabbana2015

Dolce & Gabbana

ElieSaab2015

Elie Saab

FENDI2015

Fendi

Það er á hreinu að við berum fylgihlut haustsins á höfðinu en vanda skal valið þegar tekið er þátt í trendinu. Ekki mæta með kórónu í vinnuna á mánudegi nema það sé hrekkjavökuþema eða Game of Thrones-maraþon á dagskrá.

_

Góða helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Namn Smycken

Shoppingtips and tricks

I want to share a great gift idea.

I didnt get it as a gift but it is also a great gift for yourself ;)

wpid-wp-1399415510724

I ordered this bracelet with our daughters birthday engraved on one side and her name on the other, I love it so much. You can engrave what ever you like, your name, your siblings, dog etc. Later if we have more kids I also want to get a necklace with all our children’s names on it, I have seen it and I think it is such a nice idea.

like this
25646231-origpic-928103 25646231-origpic-e7ea58

I got my bracelet here and they ship to Iceland !

L.

SMÁFÓLKIÐ: AMIE

ALBAÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

1235184_632230890221752_8460578578161038211_n10679640_631523230292518_4146916871482498727_o

 

Alba er á þeim aldri þar sem hún vill annaðhvort fá að greiða sér sjálf, eða fá að hafa hárið slegið. Sjálfstæðið er mikið þessa dagana enda stúlkan að nálgast 6 ára aldurinn (og ég sem er ennþá 18 … hélt ég). Ég hef brugðið á það ráð að nota mikið spangir og hárbönd og leyfa henni þannig að stjórna ferðinni. Ég á nokkur hárbönd sem eru í uppáhaldi og eitt þeirra er íslensk hönnun frá AIMIE. Ég á til með að sýna ykkur það nánar.


photo 1
11016393_10152765847972568_2037444134_n11026551_10152765840887568_1319289505_n10968093_10152762297402568_778205026_nBöndin eru gerð úr þæfðum ullarkúlum og fást í mörgum litum: HÉR sem og í BíumBíum eftir helgi.

Íslenskt, já takk.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

TREND: EINN EYRNALOKKUR

FASHIONTREND

Eitt af stærri trendum þessa tímabils eru stórir og áberandi eyrnalokka. Trendið kom af pöllum Parísar fyrir haustlínur hátískunnar þar sem Louis Vuitton og Céline létu áberandi eyrnalokka í eitt eyra á fyrirsætur sínar. Það bjó til heildarlúkkið fyrir hönnuðina á sínum tíma og náði strax athygli fjöldans. Síðan þá hafa lokkarnir verið áberandi í helstu tískuþáttum og á mörgum forsíðum stærstu blaðanna.

Louis-Vuitton-Essential-V-Earring

Louis Vuitton AW14

Celine-Mono-Earring

Céline AW14

 Eyrnalokkar sem ná niður á axlir og eru notaðir einungis í eitt eyra. Trend sem mér finnst tilvalið að tileinka sér í desembermánuði – jólaglamúr.

CRFashionBook2fd6354ed9f994603d5b54a49c293d172e8336fd52ae9a53e30f3a6953ca08da  Celine-AW14-Trend-single-earring-L  single-earring   edad1d2ee4a8f33d35652283326b410b Alessandra Ambrosio_HarpersBazaar3c084687084359bd01bd2a4b000d76c1 312e7ae24aab524d0c53e04a895412c4 547319fdfaf6f09bfec474dcd19189f9 20caf54f0e69581d8e5e4d7de6f7cb00 a7f0c6d0aaa22d9d2ccccaadb166d440 _53607_91726.png  CelineVuittoncd0df668460053b204af969ebabe8e05  9a0b9255aaa3f13a80a9d52fa0cbbace 8c3e6bd12bb9456941fd10246b0e3266 a39f7e0b3dd4f9d97c4f41e8560536cc POP F.W 2014 6cd135b1702db8682c95589a0358ce62 df3d3216f7d4698781c815b3b307a73d accessories-jewellery-trends-fall-2014-single-earring-celine-louis-vuittonSasha Pivovarova_ID vogue, netherlands  LOUIS VUITTON Statement Earring |
Ofan á flottheitin og allt það, þá felst líka sparnaður í því að þurfa bara einn í eyra. Vinkonur, deilið kaupunum.

Statement.

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

JÓLAHÚFA Á HÖFUÐ

SHOP

Það hefur kólnað hér í landi enda desember ekki langt undan.
Yfir hátíðarnar tek ég gjarnan fram loðhúfurnar mínar en þær hlýja köldum eyrum á þessum tíma árs. Ég hef átt nokkrar sem flestar eru vintage. Nú á dögunum bættist þó ný í safnið sem ég hef notað mikið eftir að ég fékk tækifærið til þess.

Þegar við heyrum orðið “jólahúfa” þá þurfum við ekki endilega að tengja það við rauða langa húfu með dúsk. En það gerum við örugglega flest. Þessi að neðan er mín “jólahúfa” – ég klæðist henni með hátíð í hjarta.

1509263_773564676042804_1396453760367704356_n

DSCF5496

Punkturinn yfir i-ið.

Frá: Lindex 
Á litlar 1995 ISK.

xx,-EG-.

SHLIMP AND ULRICH

ACCESSORIESÓSKALISTINNSÆNSKT

Ég rakst á skartgripamerki á instagram á dögunum. Það ber nafnið Shlimp and Ulrich og er frá Gautaborg – einni af mínum uppáhalds borgum. Merkið er nýtt á nálinni en vex hratt og er nú fáanlegt í einstaka búðum í Svíþjóð. Einnig fást vörurnar í online búðinni á www.shlimpandulrich.com. Hálsmenin eru augnayndi í gypsy / bóhem stíl. Hönnuðurinn gerir þau ein og er því á fullu allan daginn. Mig langar í þau öll, auðvitað..

Ég pantaði mér hálsmenið Keep me Wild.. hlakka til að fá það í póstinum. Sé það fyrir mér casual við gallabuxur og hvítan bol, eða jafnvel fínt við allt svart og hæla.

xx

Andrea Röfn